Pirraðir á excel skiptingum Péturs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2024 12:32 Strákarnir hans Péturs Ingvarssonar hafa tapað þremur leikjum í röð í Bónus deildinni. vísir/anton Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds ræddu um það sem þeir kalla excel skiptingar Péturs Ingvarssonar, þjálfara Keflavíkur, í þætti föstudagsins. Á fimmtudaginn tapaði Keflavík sínum þriðja leik í röð í Bónus deild karla þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Val, 104-80. Igor Maric skoraði sautján stig fyrir Keflvíkinga í leiknum en spilaði aðeins 21 mínútu. Það fékk strákana í Bónus Körfuboltakvöldi til að velta fyrir sér skiptingunum hjá Pétri sem virðast frekar fastmótaðar. „Ég skil pælinguna hjá honum í sambandi við það sem við köllum þessar excel skiptingar. Þú ætlar að skipta á vissum tímapunkti og visst mörgum mönnum. Það sem ég skil ekki er að það sé ekki einhver smá lestur í gangi hver er heitur, hverjum er að ganga vel og hverjum ekki?“ sagði Ómar Örn Sævarsson í Bónus Körfuboltakvöldi. „Hann hefur nefnilega stundum fryst Igor finnst mér, sem hefur kannski byrjað rosalega vel á köflum og ekki komið inn á fyrr en það er kominn tími fyrir hann að koma aftur inn á samkvæmt excel skjalinu. Ég myndi vilja breyta róteringunni og koma honum fyrr inn á. Ég held að hann gæti oft spilað 5-6 mínútum meira.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um skiptingar Péturs Sævar Sævarsson tók dýpra í árinni en Ómar. Hann er ekki mikill aðdáandi skiptikerfis Péturs. „Ég á ógeðslega erfitt með að skilja svona excel skiptingar en ég ber alveg virðingu fyrir því að þetta sé eitthvað sem menn eru að pæla í. En sem leikmaður, þegar þú kemur inn af bekk og stendur þig vel, viltu bara halda áfram að spila þangað til að það fer að halla undan fæti,“ sagði Sævar. „Það þekkja það allir, sérstaklega menn sem eru meiri sóknarmenn en varnarmenn, að þegar þú ert heitur og finnst að allt sé að fara ofan í. Þú ert kannski að spila 15-30 mínútur í leik en bara einu sinni í viku. Íslenska deildin er ekki NBA. Þú þarft ekkert að hvíla menn. Ef þú ert með 7-8 manna róteringu er það alveg nóg. Ef þú ert leikmaður sem spilaður fimmtán mínútur í síðasta leik máttu alveg spila 35 mínútur í þessum leik ef þú ert besti leikmaðurinn á vellinum. Ég skil bara af hverju mennirnir sem eru að spila best eru ekki notaðir.“ Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Varnarleikur Keflavíkur, eða skortur á honum, var til umræðu í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Sævari Sævarssyni finnst vanta vilja í leikmenn Keflavíkur. 26. október 2024 12:33 „Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira
Á fimmtudaginn tapaði Keflavík sínum þriðja leik í röð í Bónus deild karla þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Val, 104-80. Igor Maric skoraði sautján stig fyrir Keflvíkinga í leiknum en spilaði aðeins 21 mínútu. Það fékk strákana í Bónus Körfuboltakvöldi til að velta fyrir sér skiptingunum hjá Pétri sem virðast frekar fastmótaðar. „Ég skil pælinguna hjá honum í sambandi við það sem við köllum þessar excel skiptingar. Þú ætlar að skipta á vissum tímapunkti og visst mörgum mönnum. Það sem ég skil ekki er að það sé ekki einhver smá lestur í gangi hver er heitur, hverjum er að ganga vel og hverjum ekki?“ sagði Ómar Örn Sævarsson í Bónus Körfuboltakvöldi. „Hann hefur nefnilega stundum fryst Igor finnst mér, sem hefur kannski byrjað rosalega vel á köflum og ekki komið inn á fyrr en það er kominn tími fyrir hann að koma aftur inn á samkvæmt excel skjalinu. Ég myndi vilja breyta róteringunni og koma honum fyrr inn á. Ég held að hann gæti oft spilað 5-6 mínútum meira.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um skiptingar Péturs Sævar Sævarsson tók dýpra í árinni en Ómar. Hann er ekki mikill aðdáandi skiptikerfis Péturs. „Ég á ógeðslega erfitt með að skilja svona excel skiptingar en ég ber alveg virðingu fyrir því að þetta sé eitthvað sem menn eru að pæla í. En sem leikmaður, þegar þú kemur inn af bekk og stendur þig vel, viltu bara halda áfram að spila þangað til að það fer að halla undan fæti,“ sagði Sævar. „Það þekkja það allir, sérstaklega menn sem eru meiri sóknarmenn en varnarmenn, að þegar þú ert heitur og finnst að allt sé að fara ofan í. Þú ert kannski að spila 15-30 mínútur í leik en bara einu sinni í viku. Íslenska deildin er ekki NBA. Þú þarft ekkert að hvíla menn. Ef þú ert með 7-8 manna róteringu er það alveg nóg. Ef þú ert leikmaður sem spilaður fimmtán mínútur í síðasta leik máttu alveg spila 35 mínútur í þessum leik ef þú ert besti leikmaðurinn á vellinum. Ég skil bara af hverju mennirnir sem eru að spila best eru ekki notaðir.“ Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Varnarleikur Keflavíkur, eða skortur á honum, var til umræðu í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Sævari Sævarssyni finnst vanta vilja í leikmenn Keflavíkur. 26. október 2024 12:33 „Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira
„Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Varnarleikur Keflavíkur, eða skortur á honum, var til umræðu í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Sævari Sævarssyni finnst vanta vilja í leikmenn Keflavíkur. 26. október 2024 12:33
„Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41