Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 28. október 2024 08:54 Vísindamennirnir segja mengunina af völdum köfnunarefnisdíoxíðs vera stórhættulega. Getty Mengun frá gashellum er sögð draga 40 þúsund Evrópubúa til dauða á hverju ári, eða tvisvar sinnum fleiri en þá sem deyja í umferðarslysum. Þetta er fullyrt í nýrri rannsókn sem breska blaðið Guardian fjallar um. Skýrsluhöfundar segja að gashelluborðin spúi hættulegum gastegundum sem leiði til hjarta- og lungnasjúkdóma en að sú hætta sé fáum ljós. Í skýrslunni er fullyrt að notkun gasshellna við eldamennsku taki tvö ár af meðalævi manneskju að meðaltali. Eitt af hverjum þremur heimilum í Evrópusambandinu notast við gas við eldamennskuna. Hlutfallið er enn hærra í Bretlandi, eða rúmur helmingur og rúm sextíu prósent í löndum á borð við Ítalíu, Holland, Rúmeníu og Ungverjaland. Segja tölurnar fremur varlega áætlaðar Juana María Delgado-Saborit hjá Jaume I háskólanum á Spáni, sem fór fyrir rannsókninni ásamt kollegum frá Háskólanum í Valencia, segir að vandamálið sé mun útbreiddara en áður hafði verið talið. Í skýrslunni er því haldið fram að rúmlega 36 þúsund manns hafi dáið fyrir aldur fram innan Evrópusambandsins af völdum slíkrar menguna og að í Bretlandi hafi slík dauðsföll verið tæplega fjögurþúsund. Vísindamennirnir bæta því við að tölurnar séu frekar varlega áætlaðar, því aðeins hafi verið horft til NO2 mengunnar, en ekki tekið með í reikninginn hvort önnur mengun frá gasbrunanum hafi slæm áhrif. NO2, eða Köfnunarefnisdíoxíð, veldur lungnaskemmdum í mönnum, einkum ef álagið er langvarandi. Delgado-Saborit segir að árið 1978 hafi mönnum orðið ljóst að mengun af völdum NO2 er mun meiri í eldhúsum þar sem eldað er með gasi en þar sem notast er við rafmagnshellur. Það hafi þó ekki verið fyrr en nú, í þessari nýju rannsókn, sem tekist hafi að sýna fram á hina raunverulegu hættu sem af þeim stafar á heilsu manna. Hættan utanhúss lögð að jöfnu við hættuna heimafyrir Niðurstöður spænsku vísindamannanna eru fengnar með því að bera saman NO2 mengun innanhús við utanhúss mengun, sem aðallega stafar frá bílaumferð. Hættan af völdum NO2 mengunnar utanhúss hefur oft verið metin og í nýju rannsóknni er sú hætta yfirfærð á mengunina innanhúss. Í umfjöllun Guardian er einnig rætt við danska loftgæðasérfræðinginn Steffen Loft hjá Kaupmannahafnarháskóla sem segir að aðal óvissan um þessa nýju rannsókn sé sú staðreynd að vísindamennirnir hafi þurft að yfirfæra hættuna á þennan hátt. Það sé þó gagnleg leið að hans mati, en Loft kom ekki að rannsókninni með nokkrum hætti. Önnur svipuð rannsókn var síðan gerð í Bandaríkjunum fyrr á árinu. Þar var niðurstaðan sú að mengun frá helluborðum eigi sinn þátt í dauða um nítján þúsund fullorðinna einstaklinga á ári. Umhverfismál Heilsa Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Þetta er fullyrt í nýrri rannsókn sem breska blaðið Guardian fjallar um. Skýrsluhöfundar segja að gashelluborðin spúi hættulegum gastegundum sem leiði til hjarta- og lungnasjúkdóma en að sú hætta sé fáum ljós. Í skýrslunni er fullyrt að notkun gasshellna við eldamennsku taki tvö ár af meðalævi manneskju að meðaltali. Eitt af hverjum þremur heimilum í Evrópusambandinu notast við gas við eldamennskuna. Hlutfallið er enn hærra í Bretlandi, eða rúmur helmingur og rúm sextíu prósent í löndum á borð við Ítalíu, Holland, Rúmeníu og Ungverjaland. Segja tölurnar fremur varlega áætlaðar Juana María Delgado-Saborit hjá Jaume I háskólanum á Spáni, sem fór fyrir rannsókninni ásamt kollegum frá Háskólanum í Valencia, segir að vandamálið sé mun útbreiddara en áður hafði verið talið. Í skýrslunni er því haldið fram að rúmlega 36 þúsund manns hafi dáið fyrir aldur fram innan Evrópusambandsins af völdum slíkrar menguna og að í Bretlandi hafi slík dauðsföll verið tæplega fjögurþúsund. Vísindamennirnir bæta því við að tölurnar séu frekar varlega áætlaðar, því aðeins hafi verið horft til NO2 mengunnar, en ekki tekið með í reikninginn hvort önnur mengun frá gasbrunanum hafi slæm áhrif. NO2, eða Köfnunarefnisdíoxíð, veldur lungnaskemmdum í mönnum, einkum ef álagið er langvarandi. Delgado-Saborit segir að árið 1978 hafi mönnum orðið ljóst að mengun af völdum NO2 er mun meiri í eldhúsum þar sem eldað er með gasi en þar sem notast er við rafmagnshellur. Það hafi þó ekki verið fyrr en nú, í þessari nýju rannsókn, sem tekist hafi að sýna fram á hina raunverulegu hættu sem af þeim stafar á heilsu manna. Hættan utanhúss lögð að jöfnu við hættuna heimafyrir Niðurstöður spænsku vísindamannanna eru fengnar með því að bera saman NO2 mengun innanhús við utanhúss mengun, sem aðallega stafar frá bílaumferð. Hættan af völdum NO2 mengunnar utanhúss hefur oft verið metin og í nýju rannsóknni er sú hætta yfirfærð á mengunina innanhúss. Í umfjöllun Guardian er einnig rætt við danska loftgæðasérfræðinginn Steffen Loft hjá Kaupmannahafnarháskóla sem segir að aðal óvissan um þessa nýju rannsókn sé sú staðreynd að vísindamennirnir hafi þurft að yfirfæra hættuna á þennan hátt. Það sé þó gagnleg leið að hans mati, en Loft kom ekki að rannsókninni með nokkrum hætti. Önnur svipuð rannsókn var síðan gerð í Bandaríkjunum fyrr á árinu. Þar var niðurstaðan sú að mengun frá helluborðum eigi sinn þátt í dauða um nítján þúsund fullorðinna einstaklinga á ári.
Umhverfismál Heilsa Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira