„Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2024 09:22 Benoný Breki Andrésson fagnar einu af fimm mörkum sínum á móti HK um helgina. Vísir/Anton Brink Stúkan valdi KR-inginn Benoný Breka Andrésson besta unga leikmann Bestu deildar karla í fótbolta í ár og hann ræddi við Guðmund Benediktsson í lokaþættinum á Stöð 2 Sport í gær. „Ekki bara besti ungi leikmaðurinn á tímabilinu heldur maðurinn sem sló loksins markametið í efstu deild. Fimm mörk í gær, takk fyrir, 21 mark í efstu deild,“ sagði Guðmundur Benediktsson þegar hann afhenti þessum nítján ára gamla strák verðlaun sín. Sá hann þetta fyrir sér? Gummi Ben vildi fá að vita hvort að hefði séð þetta fyrir sér fyrir lokaleikinn á móti HK. „Ég verð eiginlega að segja að ég var búinn að hugsa þetta fyrir leik að mig vantaði fjögur mörk. Það var nokkurn vegin stærsta markmiðið mitt í leiknum var að ná eins mörgum mörkum og ég gat,“ sagði Benoný Breki. „Ég hefði allan daginn getað skorað fleiri. Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik. Ég er mjög ánægður með þessi fimm,“ sagði Benoný. Ætlaði sér að verða markahæstur Setti hann sér markmið í markaskorun fyrir þetta tímabil? „Ég setti mér markmið fyrir tímabilið og ég ætlaði að verða markahæstur. Að bæta metið var með þarna inn í. Síðan náði ég að gera það í gær og ég er bara mjög ánægður,“ sagði Benoný. „Áður en þú ferð vil ég spyrja þig: Hvað er að fara að gerast í haust hjá Benoný,“ spurði Guðmundur. „Það verður bara að koma í ljós. Mér finnst líklegast ég fari út. Ég veit ekkert hvað en það kemur miklu betur í ljós á næstu dögum,“ sagði Benoný. Gærdagurinn skemmdi ekkert fyrir „Gærdagurinn skemmdi ekkert fyrir,“ skaut Guðmundur inn í. „Nei alls ekki. Þetta verður bara að koma betur í ljós á næstu dögum,“ sagði Benoný „Ég vona að ég sjái þig ekki í Bestu deildinni á næstu leiktíð þó að það væri mjög gaman að hafa þig. Innilega til hamingju með tímabilið,“ sagði Gummi Ben eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal Gumma Ben við Benoný Breka Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
„Ekki bara besti ungi leikmaðurinn á tímabilinu heldur maðurinn sem sló loksins markametið í efstu deild. Fimm mörk í gær, takk fyrir, 21 mark í efstu deild,“ sagði Guðmundur Benediktsson þegar hann afhenti þessum nítján ára gamla strák verðlaun sín. Sá hann þetta fyrir sér? Gummi Ben vildi fá að vita hvort að hefði séð þetta fyrir sér fyrir lokaleikinn á móti HK. „Ég verð eiginlega að segja að ég var búinn að hugsa þetta fyrir leik að mig vantaði fjögur mörk. Það var nokkurn vegin stærsta markmiðið mitt í leiknum var að ná eins mörgum mörkum og ég gat,“ sagði Benoný Breki. „Ég hefði allan daginn getað skorað fleiri. Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik. Ég er mjög ánægður með þessi fimm,“ sagði Benoný. Ætlaði sér að verða markahæstur Setti hann sér markmið í markaskorun fyrir þetta tímabil? „Ég setti mér markmið fyrir tímabilið og ég ætlaði að verða markahæstur. Að bæta metið var með þarna inn í. Síðan náði ég að gera það í gær og ég er bara mjög ánægður,“ sagði Benoný. „Áður en þú ferð vil ég spyrja þig: Hvað er að fara að gerast í haust hjá Benoný,“ spurði Guðmundur. „Það verður bara að koma í ljós. Mér finnst líklegast ég fari út. Ég veit ekkert hvað en það kemur miklu betur í ljós á næstu dögum,“ sagði Benoný. Gærdagurinn skemmdi ekkert fyrir „Gærdagurinn skemmdi ekkert fyrir,“ skaut Guðmundur inn í. „Nei alls ekki. Þetta verður bara að koma betur í ljós á næstu dögum,“ sagði Benoný „Ég vona að ég sjái þig ekki í Bestu deildinni á næstu leiktíð þó að það væri mjög gaman að hafa þig. Innilega til hamingju með tímabilið,“ sagði Gummi Ben eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal Gumma Ben við Benoný Breka
Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira