FCK lýsti yfir áhyggjum sínum fyrir læti helgarinnar í Bröndby Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2024 22:02 Thomas Delaney, fyrirliði FCK, í baráttunni í leik helgarinnar. FC Kaupmannahöfn FC Kaupmannahöfn lét vita að það hefði áhyggjur af því hvernig öryggismálum á Bröndby-vellinum væri háttað fyrir leik liðanna um helgina í efstu deild Danmerkur. Áður en leikur hófst fór allt fjandans til og var leiknum seinkað um fimmtán mínútur eftir að áhorfendur skutu blysum að hvor öðrum og þar fram eftir götunum. Fótboltamiðillinn Bold greinir frá því að FCK hafi kvartað oftar en einu sinni yfir aðstöðu stuðningsfólks síns á heimavelli Bröndby. Heimaliðið taldi áhyggjurnar hins vegar óþarfar og breytti engu í aðdraganda leiksins. Brondby v FC Copenhagen now #BIF #fcklive pic.twitter.com/4VhJOhwpHF— FootballAwaydays (@Awaydays23) October 27, 2024 Klukkutíma fyrir leik fór urmull grímuklæddra manna að suðurhluta vallarins, þar sem stuðningsfólk FCK er staðsett, og grýtti blysum í átt þeirra. Öryggisverðir staðsettu sig á milli stuðningsfólks gestanna og aðilanna með grímurnar. Á sama tíma flúði fjölskyldufólk úr stúkunni. Um 50 lögreglumenn mættu í kjölfarið út á völl til að ná tökum á aðstæðum. Fimm þeirra urðu fyrir blysum og í kjölfarið var leiknum frestað um stundarfjórðung. Bold greinir frá því að félögin tvö, lögreglan og Knattspyrnusamband Danmerkur hafi fundað fyrir leik og þar hafi FCK kvartað yfir skorti á öryggi en Bröndby var á öðru máli. 🚨🇩🇰 Very strong tensions between Copenhagen and Brøndby fans. 😳 pic.twitter.com/XzduZdog7F— EuroFoot (@eurofootcom) October 27, 2024 Leikurinn sjálfur var heldur óspennandi og lauk með markalausu jafntefli. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk FCK. Eftir leik kom hins vegar einnig upp atvik sem Bold greinir frá. Eins og venja er þarf stuðningsfólk sem styður útiliðið í leikjum liðanna að vera á vellinum í klukkustund eftir að leik lýkur. Er það gert til að stuðningsfólki liðanna lendi ekki saman beint eftir leikslok. Á sunnudag mættu hins vegar um 150 grímuklæddir stuðningsmenn Bröndby til að ógna öryggi stuðningsfólks FCK sem var læst inn á vellinum í 20 mínútur til viðbótar á meðan öryggi þeirra var tryggt. Ronnie Kesby, öryggisfulltrúi Bröndby, neitaði viðtali við Bold en miðillinn greinir frá því að þetta er langt því frá í fyrsta sinni sem öryggi gestaliðsins er ábótavant á Bröndby-vellinum. Í leik liðanna á síðustu leiktíð hafði reyksprengjum verið komið fyrir í hluta vallarins sem stuðningsfólk gestaliðsins er og þær sprengdar eftir að svæðið var fullt af stuðningsfólki FCK. Þá réðst fjöldi stuðningsmanna Bröndby á stuðningsfólk AGF eftir að Bröndby hafði tapað titlinum í lokaumferð deildarinnar á síðustu leiktíð. Var fjöldi manna handtekinn í kjölfarið. Danska knattspyrnusambandið hefur gefið út að næstu leikir Bröndby og FCK fari fram án þess að stuðningsfólk útiliðsins fái að mæta á völlinn. F.C. København tager på det kraftigste afstand fra dagens episode i Brøndby og accepterer Divisionsforeningens forbud mod udefans til Derby på ubestemt tid #fcklive https://t.co/GsDFPFmDSf— F.C. København (@FCKobenhavn) October 27, 2024 Eftir jafntefli helgarinnar er FCK í 2. sæti deildarinnar með 25 stig að loknum 13 umferðum, tveimur stigum minna en ríkjandi meistarar Midtjylland. Bröndby er í 6. sæti með 19 stig. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Áður en leikur hófst fór allt fjandans til og var leiknum seinkað um fimmtán mínútur eftir að áhorfendur skutu blysum að hvor öðrum og þar fram eftir götunum. Fótboltamiðillinn Bold greinir frá því að FCK hafi kvartað oftar en einu sinni yfir aðstöðu stuðningsfólks síns á heimavelli Bröndby. Heimaliðið taldi áhyggjurnar hins vegar óþarfar og breytti engu í aðdraganda leiksins. Brondby v FC Copenhagen now #BIF #fcklive pic.twitter.com/4VhJOhwpHF— FootballAwaydays (@Awaydays23) October 27, 2024 Klukkutíma fyrir leik fór urmull grímuklæddra manna að suðurhluta vallarins, þar sem stuðningsfólk FCK er staðsett, og grýtti blysum í átt þeirra. Öryggisverðir staðsettu sig á milli stuðningsfólks gestanna og aðilanna með grímurnar. Á sama tíma flúði fjölskyldufólk úr stúkunni. Um 50 lögreglumenn mættu í kjölfarið út á völl til að ná tökum á aðstæðum. Fimm þeirra urðu fyrir blysum og í kjölfarið var leiknum frestað um stundarfjórðung. Bold greinir frá því að félögin tvö, lögreglan og Knattspyrnusamband Danmerkur hafi fundað fyrir leik og þar hafi FCK kvartað yfir skorti á öryggi en Bröndby var á öðru máli. 🚨🇩🇰 Very strong tensions between Copenhagen and Brøndby fans. 😳 pic.twitter.com/XzduZdog7F— EuroFoot (@eurofootcom) October 27, 2024 Leikurinn sjálfur var heldur óspennandi og lauk með markalausu jafntefli. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk FCK. Eftir leik kom hins vegar einnig upp atvik sem Bold greinir frá. Eins og venja er þarf stuðningsfólk sem styður útiliðið í leikjum liðanna að vera á vellinum í klukkustund eftir að leik lýkur. Er það gert til að stuðningsfólki liðanna lendi ekki saman beint eftir leikslok. Á sunnudag mættu hins vegar um 150 grímuklæddir stuðningsmenn Bröndby til að ógna öryggi stuðningsfólks FCK sem var læst inn á vellinum í 20 mínútur til viðbótar á meðan öryggi þeirra var tryggt. Ronnie Kesby, öryggisfulltrúi Bröndby, neitaði viðtali við Bold en miðillinn greinir frá því að þetta er langt því frá í fyrsta sinni sem öryggi gestaliðsins er ábótavant á Bröndby-vellinum. Í leik liðanna á síðustu leiktíð hafði reyksprengjum verið komið fyrir í hluta vallarins sem stuðningsfólk gestaliðsins er og þær sprengdar eftir að svæðið var fullt af stuðningsfólki FCK. Þá réðst fjöldi stuðningsmanna Bröndby á stuðningsfólk AGF eftir að Bröndby hafði tapað titlinum í lokaumferð deildarinnar á síðustu leiktíð. Var fjöldi manna handtekinn í kjölfarið. Danska knattspyrnusambandið hefur gefið út að næstu leikir Bröndby og FCK fari fram án þess að stuðningsfólk útiliðsins fái að mæta á völlinn. F.C. København tager på det kraftigste afstand fra dagens episode i Brøndby og accepterer Divisionsforeningens forbud mod udefans til Derby på ubestemt tid #fcklive https://t.co/GsDFPFmDSf— F.C. København (@FCKobenhavn) October 27, 2024 Eftir jafntefli helgarinnar er FCK í 2. sæti deildarinnar með 25 stig að loknum 13 umferðum, tveimur stigum minna en ríkjandi meistarar Midtjylland. Bröndby er í 6. sæti með 19 stig.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira