Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. október 2024 20:18 Selenskíj og Bjarni fyrir utan ráðherrabústaðinn á Þingvöllum í dag. Fjölmiðlaskarinn fylgist með þeim. Vísir/Vilhelm Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, lenti hér á landi síðdegis í dag. Bílalest hans fór fyrst í miðborg Reykjavíkur, áður en forsetinn hélt til fundar við Bjarna í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum. Hér að neðan má sjá þegar Selenskíj mætti til fundar við Bjarna. Að fundinum loknum fóru Bjarni og Selenskíj að gestastofu Þingvalla á Haki. Þar tóku þeir á móti, Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands og Jonas Gahr Støre Forsætisráðherra Noregs, í nokkuð vindasömu og blautu veðri. Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Selenskíj ganga hér á Þingvöllum. Áhugi fjölmiðla á fundi þeirra var mikill, og svo hefði veðrið mátt vera betra.Vísir/Vilhelm Hópurinn gekk stuttan spöl, stillti sér upp til myndatöku, og hélt síðan inn til fundar. Að fundi þeirra loknum var blásið til blaðamannafundar. Þar ítrekuðu forsætisráðherrarnir fimm stuðning ríkja sinna við Úkraínu, og Selenskíj þakkaði þeim stuðninginn, sem hann sagði í senn mikinn og mikilvægan. Að loknum ávörpum var opnað fyrir spurningar blaðamanna. Þar var Selenskíj spurður um framgang mála á víglínunni í Úkraínu, og áhrif mögulegs kjör Donalds Trump til forseta í Bandaríkjunum á stöðuna. Bjarni var einnig spurður hvernig Ísland ætlaði að styðja við vernd orkuinnviða í Úkraínu, svo eitthvað sé nefnt. Á morgun mun Selenskíj funda með Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands. Hér að neðan má nálgast blaðamannafund Selenskíj og forsætisráðherranna. Fylgst var með framvindu dagsins í vaktinni, en hana má finna með því að smella hér. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Þingvellir Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, lenti hér á landi síðdegis í dag. Bílalest hans fór fyrst í miðborg Reykjavíkur, áður en forsetinn hélt til fundar við Bjarna í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum. Hér að neðan má sjá þegar Selenskíj mætti til fundar við Bjarna. Að fundinum loknum fóru Bjarni og Selenskíj að gestastofu Þingvalla á Haki. Þar tóku þeir á móti, Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands og Jonas Gahr Støre Forsætisráðherra Noregs, í nokkuð vindasömu og blautu veðri. Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Selenskíj ganga hér á Þingvöllum. Áhugi fjölmiðla á fundi þeirra var mikill, og svo hefði veðrið mátt vera betra.Vísir/Vilhelm Hópurinn gekk stuttan spöl, stillti sér upp til myndatöku, og hélt síðan inn til fundar. Að fundi þeirra loknum var blásið til blaðamannafundar. Þar ítrekuðu forsætisráðherrarnir fimm stuðning ríkja sinna við Úkraínu, og Selenskíj þakkaði þeim stuðninginn, sem hann sagði í senn mikinn og mikilvægan. Að loknum ávörpum var opnað fyrir spurningar blaðamanna. Þar var Selenskíj spurður um framgang mála á víglínunni í Úkraínu, og áhrif mögulegs kjör Donalds Trump til forseta í Bandaríkjunum á stöðuna. Bjarni var einnig spurður hvernig Ísland ætlaði að styðja við vernd orkuinnviða í Úkraínu, svo eitthvað sé nefnt. Á morgun mun Selenskíj funda með Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands. Hér að neðan má nálgast blaðamannafund Selenskíj og forsætisráðherranna. Fylgst var með framvindu dagsins í vaktinni, en hana má finna með því að smella hér.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Þingvellir Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira