Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2024 20:15 Fanney Inga Birkisdóttir í leik með Val. Vísir/Anton Brink Markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir er á leið til sænska félagsins BK Häcken. Þetta staðfesti fyrrum félag hennar Valur í annað sinn nú í kvöld, mánudag. Valur greindi frá því á dögunum að hin 19 ára gamla Fanney Inga væri á leið til Svíþjóðar og líklega væri um metfé að ræða fyrir leikmann úr Bestu deildinni. Fanney Inga greindi hins vegar sjálf frá því að félagaskiptin væru ekki gengin í gegn og því eyddi Valur færslunni um söluna á Fanneyju Ingu. Nú hefur Valur hins vegar endanlega staðfest söluna og að Fanney Inga muni spila í Svíþjóð á næsta ári. „Fanney Inga er geggjaður markvörður og það gleður okkur mjög að hún sé nú á leið í topplið í Svíþjóð. Fanney er gott dæmi um stelpu sem hefur lagt ótrúlega mikið á sig til þess að ná markmiðum sínum og það hefur hún gert hér hjá okkur í Val,“ segir Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar Vals. Björn Steinar segir kaupverðið trúnaðarmál en Valur sé að fá upphæð sem ekki hafi sést áður í íslenskum kvennafótbolta. „Og Fanney Inga stendur alveg undir því enda teljum við að hún eigi eftir að ná langt í framtíðinni. Við óskum henni alls hins besta og getum ekki beðið eftir því að fylgjast með henni á stóra sviðinu,“ segir Björn Steinar að endingu í tilkynningu Vals. Fanney Inga hefur spilað 45 leiki í Bestu deildinni þrátt fyrir undan aldur og á að baki sjö A-landsleiki. Þeir væru eflaust orðnir fleiri hefði hún ekki orðið fyrir höfuðhöggi og misst af leikjum Íslands gegn Bandaríkjunum á dögunum. Þá á hún að baki 21 leik fyrir yngri landslið Íslands. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Patrekur bætti Íslandsmet í Tókýó Sport Sky segir Birgi Leif vera frá Noregi Golf Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Taplausu liðin mætast í beinni í kvöld og hér er smá upphitun Körfubolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Daníel lokaði markinu í Skógarseli Handbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Valur greindi frá því á dögunum að hin 19 ára gamla Fanney Inga væri á leið til Svíþjóðar og líklega væri um metfé að ræða fyrir leikmann úr Bestu deildinni. Fanney Inga greindi hins vegar sjálf frá því að félagaskiptin væru ekki gengin í gegn og því eyddi Valur færslunni um söluna á Fanneyju Ingu. Nú hefur Valur hins vegar endanlega staðfest söluna og að Fanney Inga muni spila í Svíþjóð á næsta ári. „Fanney Inga er geggjaður markvörður og það gleður okkur mjög að hún sé nú á leið í topplið í Svíþjóð. Fanney er gott dæmi um stelpu sem hefur lagt ótrúlega mikið á sig til þess að ná markmiðum sínum og það hefur hún gert hér hjá okkur í Val,“ segir Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar Vals. Björn Steinar segir kaupverðið trúnaðarmál en Valur sé að fá upphæð sem ekki hafi sést áður í íslenskum kvennafótbolta. „Og Fanney Inga stendur alveg undir því enda teljum við að hún eigi eftir að ná langt í framtíðinni. Við óskum henni alls hins besta og getum ekki beðið eftir því að fylgjast með henni á stóra sviðinu,“ segir Björn Steinar að endingu í tilkynningu Vals. Fanney Inga hefur spilað 45 leiki í Bestu deildinni þrátt fyrir undan aldur og á að baki sjö A-landsleiki. Þeir væru eflaust orðnir fleiri hefði hún ekki orðið fyrir höfuðhöggi og misst af leikjum Íslands gegn Bandaríkjunum á dögunum. Þá á hún að baki 21 leik fyrir yngri landslið Íslands.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Patrekur bætti Íslandsmet í Tókýó Sport Sky segir Birgi Leif vera frá Noregi Golf Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Taplausu liðin mætast í beinni í kvöld og hér er smá upphitun Körfubolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Daníel lokaði markinu í Skógarseli Handbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira