Real Madríd og Barcelona lið ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2024 20:49 Toni Kroos endaði feril sinn með Real Madríd með því að lyfta Meistaradeildarbikarnum. Justin Setterfield/Getty Images Real Madríd hlaut í kvöld verðlaun sem lið ársins í karlaflokki á meðan Barcelona hlaut sömu verðlaun í kvennaflokki. Markvörður ársins er Emi Martínez á meðan þjálfarar ársins eru Emma Hayes og Carlo Ancelotti. Real Madríd stóð uppi sem bæði Spánar- og Evrópumeistari síðasta vor og var því vel að sigrinum komið. Liðið endaði með 95 stig í La Liga, tíu meira en Barcelona sem endaði í 2. sæti. Það mátti þola tap fyrir nágrönnum sínum í Atlético Madríd í framlengdum leik í spænska bikarnum en stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu eftir 2-0 sigur á Borussia Dortmund. Real Madrid is the Men Club of The Year! Congrats @realmadrid 💜🤍 #clubdelannée #ballondor @ChampionsLeague pic.twitter.com/v89myP4XX0— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Kvennalið Barcelona gerði gott betur og vann þrennuna Liðið 29 af 30 deildarleikjum sinum og gerði aðeins eitt jafntefli. Þá skoraði liðið 137 mörk og fékk aðeins á sig 10 í leikjunum 30. FC Barcelona Femeni is the 2024 Women Club of The Year! @FCBfemeni #clubdelannée #ballondor @UWCL pic.twitter.com/dFIuOZeCdi— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Í Meistaradeild Evrópu lagði það Chelsea, eftir að tapa 1-0 á heimavelli, í undanúrslitum og svo Lyon 2-0 í úrslitaleiknum. Emi Martínez, markvörður Argentínu og Aston Villa, valinn markvörður ársins í annað sinn á jafn mörgum árum. Hann hélt marki sínu hreinu 15 sinnum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og hjálpaði Aston Villa í Meistaradeild Evrópu. Einnig stóð hann vaktina í marki Argentínu þegar liðið sigraði Copa America, í annað sinn. Here is the 2024 Yachine Trophy full ranking! 🧤 1️⃣ Martínez Emiliano 2️⃣ Simón Unai 3️⃣ Lunin Andriy 4️⃣ Donnarumma Gianluigi 5️⃣ Maignan Mike 6️⃣ Sommer Yann 7️⃣ Mamardashvili Giorgi 8️⃣ Costa Diogo 9️⃣ Williams Ronwen 1️⃣0️⃣ Kobel Gregor #TrophéeYachine #ballondor pic.twitter.com/6vNZHiLoDO— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Emma Hayes stýrði Chelsea til sigurs í efstu deild kvenna á Englandi fjórða árið í röð. Í sumar gerðist hún svo landsliðsþjálfari Bandaríkjanna og stýrði liði sínu til sigurs gegn Íslandi í tveimur vináttuleikjum á síðustu dögum. Hún hlaut verðlaun sem þjálfari ársins í kvennaflokki. Emma Hayes from @USWNT is the Women's Johan Cruyff Trophy winner! Congrats @emmahayes1! #ballondor pic.twitter.com/AfEvhkfXBX— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madríd, hlaut verðlaunin í karlaflokki fyrir að stýra liði sínu til sigurs í La Liga og Meistaradeild Evrópu. Carlo Ancelotti from @realmadrid is the Men's Johan Cruyff Trophy winner! Congrats @MrAncelotti! #ballondor pic.twitter.com/95ZBTRxvao— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
Real Madríd stóð uppi sem bæði Spánar- og Evrópumeistari síðasta vor og var því vel að sigrinum komið. Liðið endaði með 95 stig í La Liga, tíu meira en Barcelona sem endaði í 2. sæti. Það mátti þola tap fyrir nágrönnum sínum í Atlético Madríd í framlengdum leik í spænska bikarnum en stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu eftir 2-0 sigur á Borussia Dortmund. Real Madrid is the Men Club of The Year! Congrats @realmadrid 💜🤍 #clubdelannée #ballondor @ChampionsLeague pic.twitter.com/v89myP4XX0— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Kvennalið Barcelona gerði gott betur og vann þrennuna Liðið 29 af 30 deildarleikjum sinum og gerði aðeins eitt jafntefli. Þá skoraði liðið 137 mörk og fékk aðeins á sig 10 í leikjunum 30. FC Barcelona Femeni is the 2024 Women Club of The Year! @FCBfemeni #clubdelannée #ballondor @UWCL pic.twitter.com/dFIuOZeCdi— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Í Meistaradeild Evrópu lagði það Chelsea, eftir að tapa 1-0 á heimavelli, í undanúrslitum og svo Lyon 2-0 í úrslitaleiknum. Emi Martínez, markvörður Argentínu og Aston Villa, valinn markvörður ársins í annað sinn á jafn mörgum árum. Hann hélt marki sínu hreinu 15 sinnum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og hjálpaði Aston Villa í Meistaradeild Evrópu. Einnig stóð hann vaktina í marki Argentínu þegar liðið sigraði Copa America, í annað sinn. Here is the 2024 Yachine Trophy full ranking! 🧤 1️⃣ Martínez Emiliano 2️⃣ Simón Unai 3️⃣ Lunin Andriy 4️⃣ Donnarumma Gianluigi 5️⃣ Maignan Mike 6️⃣ Sommer Yann 7️⃣ Mamardashvili Giorgi 8️⃣ Costa Diogo 9️⃣ Williams Ronwen 1️⃣0️⃣ Kobel Gregor #TrophéeYachine #ballondor pic.twitter.com/6vNZHiLoDO— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Emma Hayes stýrði Chelsea til sigurs í efstu deild kvenna á Englandi fjórða árið í röð. Í sumar gerðist hún svo landsliðsþjálfari Bandaríkjanna og stýrði liði sínu til sigurs gegn Íslandi í tveimur vináttuleikjum á síðustu dögum. Hún hlaut verðlaun sem þjálfari ársins í kvennaflokki. Emma Hayes from @USWNT is the Women's Johan Cruyff Trophy winner! Congrats @emmahayes1! #ballondor pic.twitter.com/AfEvhkfXBX— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madríd, hlaut verðlaunin í karlaflokki fyrir að stýra liði sínu til sigurs í La Liga og Meistaradeild Evrópu. Carlo Ancelotti from @realmadrid is the Men's Johan Cruyff Trophy winner! Congrats @MrAncelotti! #ballondor pic.twitter.com/95ZBTRxvao— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira