Real Madrid á öðrum endanum: „Fótboltapólitík“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2024 07:33 Real Madrid skilur ekki hvernig Vinicius Junior gat ekki unnið gullhnöttinn í gær. Hér fagnar hann marki með Brahim Diaz. Getty/Antonio Villalba Óhætt að segja að leikmenn, þjálfarar og forráðamenn Real Madrid séu sótillir eftir að Vinícius Junior fékk ekki Gullhnöttinn, Ballon d'Or, í gær. Þegar Real Madrid frétti af því að Vinícius yrði ekki efstur í kjörinu þá hætti allur Real Madrid hópurinn við það að mæta á verðlaunahátíðina. Þar á meðal voru þeir Vinícius Júnior og Jude Bellingham sem voru í númer tvö og þrjú í kosningunni. Það mátti sjá sæti þeirra tóm á fremsta bekk. Sá brasilíski varð að sætta sig við annað sætið á eftir Spánverjanum Rodri en Real Madrid átti þrjá af fjórum efstu í kjörinu. Það breytti því ekki að forráðamenn félagsins töluðu um algjört virðingaleysi. Liðsfélagar Vinícius Júnior hafa sent honum stuðningskveðjur á samfélagsmiðlum. „Fótboltapólitík! Félagi, þú ert besti leikmaður í heimi og engin verðlaun geta breytt því. Elska þig bróðir,“ skrifaði Eduardo Camavinga á X. „Þú ert sá besti í heimi og enginn getur tekið það frá þér,“ skrifaði Éder Militão á X. Vinícius Júnior tjáði sig líka á sama miðli. „Ég mun gera allt tíu sinnum ef það þarf. Þau eru ekki tilbúin fyrir mig,“ skrifaði Vinícius á X. Það er helst lélegt gengi brasilíska landsliðsins og slök frammistaða Vinícius Júnior á þeim vígstöðvum sem vann gegn honum í samkeppninni við Rodri sem vann titla með bæði félagsliði og landsliði. Forráðamenn Real Madrid sendu frá sér yfirlýsingu til AFP fréttastofunnar þar sem þeir komu aðeins inn á þetta. „Ef þetta er ástæðan fyrir því að Vinicius vann ekki þá ættu þeir að nota sömu viðmið og láta Dani Carvajal frá verðlaunin,“ svaraði klúbburinn. Carvajal vann titla með bæði Real og spænska landsliðinu. Karim Benzema et Eduardo Camavinga soutiennent Vinicius Jr, deuxième du #BallonDor 2024https://t.co/W9cgEkteeV pic.twitter.com/B0re62qx71— L'ÉQUIPE (@lequipe) October 28, 2024 „Þar sem að það var ekki raunin þá er það augljóst að Ballon d'Or eða UEFA ber ekki virðingu fyrir Real Madrid. Real Madrid mætir ekki þangað þar sem ekki er borin virðing fyrir félaginu,“ stóð enn fremur í svari Real til AFP. Vincent Garcia, ritstjóri France Football, blaðsins sem sér um verðlaunin, sagði frá því sem gekk á bak við tjöldin. „Real Madrid setti mikla pressu á mig til að komast að því hvort Vinicius hefði unnið. Kannski lét þögnin mín þá halda að hann hefði tapað og því létu þeir ekki sjá sig. Ég er mjög hissa en vil ekki tala um Real Madrid í allt kvöld. Ég vil að kvöldið snúist um hinn stórkostlega sigurvegara Rodri,“ sagði Vincent Garcia við L'Equipe. Annoncé grand favori, Vinicius a échoué à la deuxième place du #ballondor derrière Rodri. Lui et la délégation du Real Madrid ne sont pas venus à Parishttps://t.co/JNZf1lVd0F pic.twitter.com/q0Lbil5aaq— L'ÉQUIPE (@lequipe) October 28, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Fleiri fréttir Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjá meira
Þegar Real Madrid frétti af því að Vinícius yrði ekki efstur í kjörinu þá hætti allur Real Madrid hópurinn við það að mæta á verðlaunahátíðina. Þar á meðal voru þeir Vinícius Júnior og Jude Bellingham sem voru í númer tvö og þrjú í kosningunni. Það mátti sjá sæti þeirra tóm á fremsta bekk. Sá brasilíski varð að sætta sig við annað sætið á eftir Spánverjanum Rodri en Real Madrid átti þrjá af fjórum efstu í kjörinu. Það breytti því ekki að forráðamenn félagsins töluðu um algjört virðingaleysi. Liðsfélagar Vinícius Júnior hafa sent honum stuðningskveðjur á samfélagsmiðlum. „Fótboltapólitík! Félagi, þú ert besti leikmaður í heimi og engin verðlaun geta breytt því. Elska þig bróðir,“ skrifaði Eduardo Camavinga á X. „Þú ert sá besti í heimi og enginn getur tekið það frá þér,“ skrifaði Éder Militão á X. Vinícius Júnior tjáði sig líka á sama miðli. „Ég mun gera allt tíu sinnum ef það þarf. Þau eru ekki tilbúin fyrir mig,“ skrifaði Vinícius á X. Það er helst lélegt gengi brasilíska landsliðsins og slök frammistaða Vinícius Júnior á þeim vígstöðvum sem vann gegn honum í samkeppninni við Rodri sem vann titla með bæði félagsliði og landsliði. Forráðamenn Real Madrid sendu frá sér yfirlýsingu til AFP fréttastofunnar þar sem þeir komu aðeins inn á þetta. „Ef þetta er ástæðan fyrir því að Vinicius vann ekki þá ættu þeir að nota sömu viðmið og láta Dani Carvajal frá verðlaunin,“ svaraði klúbburinn. Carvajal vann titla með bæði Real og spænska landsliðinu. Karim Benzema et Eduardo Camavinga soutiennent Vinicius Jr, deuxième du #BallonDor 2024https://t.co/W9cgEkteeV pic.twitter.com/B0re62qx71— L'ÉQUIPE (@lequipe) October 28, 2024 „Þar sem að það var ekki raunin þá er það augljóst að Ballon d'Or eða UEFA ber ekki virðingu fyrir Real Madrid. Real Madrid mætir ekki þangað þar sem ekki er borin virðing fyrir félaginu,“ stóð enn fremur í svari Real til AFP. Vincent Garcia, ritstjóri France Football, blaðsins sem sér um verðlaunin, sagði frá því sem gekk á bak við tjöldin. „Real Madrid setti mikla pressu á mig til að komast að því hvort Vinicius hefði unnið. Kannski lét þögnin mín þá halda að hann hefði tapað og því létu þeir ekki sjá sig. Ég er mjög hissa en vil ekki tala um Real Madrid í allt kvöld. Ég vil að kvöldið snúist um hinn stórkostlega sigurvegara Rodri,“ sagði Vincent Garcia við L'Equipe. Annoncé grand favori, Vinicius a échoué à la deuxième place du #ballondor derrière Rodri. Lui et la délégation du Real Madrid ne sont pas venus à Parishttps://t.co/JNZf1lVd0F pic.twitter.com/q0Lbil5aaq— L'ÉQUIPE (@lequipe) October 28, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Fleiri fréttir Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti