Sá besti ekki einu sinn tilnefndur í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2024 10:32 Rodri var besti leikmaður heims á síðustu leiktíð en ekki einn af átta bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Getty/Carl Recine Rodri fékk í gær Gullhnöttinn, Ballon d'Or, sem besti knattspyrnumaður ársins. Spænski miðjumaðurinn átti magnað ár og hafði betur í baráttunni við Vinícius Júnior. Rodri varð enskur meistari með Manchester City og svo Evrópumeistari með spænska landsliðinu. Hann varð aftur á móti fyrir því óláni að slíta krossband í byrjun þessarar leiktíðar. Rodri tók því við við Gullhnettinum á hækjum. Vinícius Júnior og félagar hans í Real Madrid voru sannfærðir um sigur síns manns og fóru í fýlu þegar þeir fréttu af úrslitunum. Ákváðu þeir þá að skrópa á hófið. Rodri hefur lengi verið í hópi allra bestu miðjumanna heims og síðustu ár hafa verið frábær hjá honum. Mörgum þykir líka kominn tími til að einhver annar en framherji fá verðlaun sem þessi. Það er jafnframt mjög athyglisvert að sá besti í heimi á síðasta ári var ekki einu sinni tilnefndur sem einn af besti leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Leikmennirnir sem voru tilnefndir sem besti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð voru nefnilega eftirtaldir: Phil Foden (Man City), Erling Haaland (Man City), Alexander Isak (Newcastle), Martin Ödegaard (Arsenal), Cole Palmer (Chelsea), Declan Rice (Arsenal), Virgil van Dijk (Liverpool) og Ollie Watkins (Aston Villa). Rodri var því ekki meðal átta bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar og bara sá þriðji besti í sínu liði á eftir þeim Foden og Haaland. Hann fékk samt að fara með Gullhnöttinn heim í stofu. Það var síðan Phil Foden sem var valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni. Hann endaði í ellefta sæti í kjörinu um Gullhnöttinn. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk) Enski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Rodri varð enskur meistari með Manchester City og svo Evrópumeistari með spænska landsliðinu. Hann varð aftur á móti fyrir því óláni að slíta krossband í byrjun þessarar leiktíðar. Rodri tók því við við Gullhnettinum á hækjum. Vinícius Júnior og félagar hans í Real Madrid voru sannfærðir um sigur síns manns og fóru í fýlu þegar þeir fréttu af úrslitunum. Ákváðu þeir þá að skrópa á hófið. Rodri hefur lengi verið í hópi allra bestu miðjumanna heims og síðustu ár hafa verið frábær hjá honum. Mörgum þykir líka kominn tími til að einhver annar en framherji fá verðlaun sem þessi. Það er jafnframt mjög athyglisvert að sá besti í heimi á síðasta ári var ekki einu sinni tilnefndur sem einn af besti leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Leikmennirnir sem voru tilnefndir sem besti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð voru nefnilega eftirtaldir: Phil Foden (Man City), Erling Haaland (Man City), Alexander Isak (Newcastle), Martin Ödegaard (Arsenal), Cole Palmer (Chelsea), Declan Rice (Arsenal), Virgil van Dijk (Liverpool) og Ollie Watkins (Aston Villa). Rodri var því ekki meðal átta bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar og bara sá þriðji besti í sínu liði á eftir þeim Foden og Haaland. Hann fékk samt að fara með Gullhnöttinn heim í stofu. Það var síðan Phil Foden sem var valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni. Hann endaði í ellefta sæti í kjörinu um Gullhnöttinn. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk)
Enski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira