Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2024 11:47 Naim Qassem, nýr leiðtogi Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna. AP/Hussein Malla Forsvarsmenn Hezbollah samtakanna í Líbanon tilkynntu í morgun að Naim Qassem myndi taka við stjórnartaumunum af Hassan Nasrallah, sem felldur var í loftárás í síðasta mánuði. Qassem var næstráðandi Hezbollah en Hashem Safieddine, sem var arftaki Nasrallah, var einnig felldur í loftárás í byrjun október. Qassem, sem fæddist í Beirút árið 1953, var á árum áður í Amal-hreyfingunni svokölluðu. Hann hætti þar árið 1979, eftir byltinguna í Íran, og tók þátt í fjölda funda sem leiddu til stofnun Hezbollah, með stuðningi íranska byltingarvarðarins, í kjölfar innrásar Ísrael og Sýrlands í Líbanon árið 1982. Hann hefur verið meðal leiðtoga Hezbollah í rúmlega þrjátíu ár. Hann var gerður af næstráðandi leiðtoga þeirra árið 1991, af Abbas al-Musawi, þáverandi leiðtoga Hezbollah, sem var felldur í þyrluárás ári síðar. Síðan þá hefur Qassem setið í sömu stöðu og hefur hann lengi verið einn af helstu talsmönnum Hezbollah, samkvæmt grein Reuters. Skömmu eftir að Nasrallah og Safieddine voru felldir sagði hann í ávarpi að hann væri opinn fyrir vopnahléi við Ísraelsmenn. Meðlimir samtakanna myndu þó halda áfram að berjast gegn Ísrael í samstöðu með Palestínumönnum. Ekki er vitað hvar Qassem er þessa stundina en eins og fram kemur í frétt BBC hafa fregnir borist af því að hann hafi flúið til Íran og sé í felum þar. Margir leiðtogar liggja í valnum Hezbollah-liðar hófu eldflaugaárásir sínar á Ísrael þann 8. október, eftir að Ísraelar hófu árásir á Gasaströndina. Um sextíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín vegna þessara árása og ráðamenn í Ísrael hafa heitið því að reka Hezbollah-liða á brott frá suðurhluta Líbanon til að koma í veg fyrir þessar árásir og gera fólkinu kleift að snúa aftur. Í síðasta mánuði gerðu Ísraelsmenn svo innrás í Líbanon og hafa þeir gert linnulausar og mannskæðar loftárásir í landinu. Talið er að Ísraelar hafi valdið miklum skaða á Hezbollah á undanförnum vikum en fjölmargir af leiðtogum samtakanna hafa verið felldir, auka fjölda annarra meðlima. Árásir þessar hafa komið verulega niður á óbreyttum borgurum. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir 2.700 manns liggja í valnum en hundruð þúsunda hafa þar að auki þurft að flýja heimili sín. Ráðuneytið segir að minnsta kosti sextíu manns hafa fallið í loftárásum í Bekaa-dalnum í austanverðu Líbanon, þar sem Hezbollah-samtökin hafa lengi verið áhrifamikil. Líbanon Hryðjuverkastarfsemi Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja Hezbollah fela gull og fúlgur fjár undir sjúkrahúsi í Beirút Sahel-sjúkrahúsið í Dahiyeh-hverfinu í Beirút í Líbanon var rýmt eftir að Ísrael sagði Hezbollah-samtökin geyma hundruð milljóna dollara í reiðufé og gulli í byrgi undir spítalanum. 22. október 2024 07:28 Gerðu árásir á útibú meintrar fjármálaþjónustu Hezbollah Hundruð íbúa Beirút flúðu heimili sín í gærkvöldi eftir að Ísraelsher gaf út að árásir væru yfirvofandi á útibú fjármálasamsteypunnar Al-Qard Al-Hassan Association. 21. október 2024 06:52 „Tilraun Hezbollah til að ráða mig og konu mína af dögum voru stór mistök“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað Hezbollah um að reyna að ráða sig af dögum í dag eftir að dróna frá Líbanon var skotið í átt að heimili hans í bænum Caesarea. Hvorki forsætisráðherrann né kona hans voru heima og sakaði engan. 19. október 2024 22:17 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Qassem, sem fæddist í Beirút árið 1953, var á árum áður í Amal-hreyfingunni svokölluðu. Hann hætti þar árið 1979, eftir byltinguna í Íran, og tók þátt í fjölda funda sem leiddu til stofnun Hezbollah, með stuðningi íranska byltingarvarðarins, í kjölfar innrásar Ísrael og Sýrlands í Líbanon árið 1982. Hann hefur verið meðal leiðtoga Hezbollah í rúmlega þrjátíu ár. Hann var gerður af næstráðandi leiðtoga þeirra árið 1991, af Abbas al-Musawi, þáverandi leiðtoga Hezbollah, sem var felldur í þyrluárás ári síðar. Síðan þá hefur Qassem setið í sömu stöðu og hefur hann lengi verið einn af helstu talsmönnum Hezbollah, samkvæmt grein Reuters. Skömmu eftir að Nasrallah og Safieddine voru felldir sagði hann í ávarpi að hann væri opinn fyrir vopnahléi við Ísraelsmenn. Meðlimir samtakanna myndu þó halda áfram að berjast gegn Ísrael í samstöðu með Palestínumönnum. Ekki er vitað hvar Qassem er þessa stundina en eins og fram kemur í frétt BBC hafa fregnir borist af því að hann hafi flúið til Íran og sé í felum þar. Margir leiðtogar liggja í valnum Hezbollah-liðar hófu eldflaugaárásir sínar á Ísrael þann 8. október, eftir að Ísraelar hófu árásir á Gasaströndina. Um sextíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín vegna þessara árása og ráðamenn í Ísrael hafa heitið því að reka Hezbollah-liða á brott frá suðurhluta Líbanon til að koma í veg fyrir þessar árásir og gera fólkinu kleift að snúa aftur. Í síðasta mánuði gerðu Ísraelsmenn svo innrás í Líbanon og hafa þeir gert linnulausar og mannskæðar loftárásir í landinu. Talið er að Ísraelar hafi valdið miklum skaða á Hezbollah á undanförnum vikum en fjölmargir af leiðtogum samtakanna hafa verið felldir, auka fjölda annarra meðlima. Árásir þessar hafa komið verulega niður á óbreyttum borgurum. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir 2.700 manns liggja í valnum en hundruð þúsunda hafa þar að auki þurft að flýja heimili sín. Ráðuneytið segir að minnsta kosti sextíu manns hafa fallið í loftárásum í Bekaa-dalnum í austanverðu Líbanon, þar sem Hezbollah-samtökin hafa lengi verið áhrifamikil.
Líbanon Hryðjuverkastarfsemi Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja Hezbollah fela gull og fúlgur fjár undir sjúkrahúsi í Beirút Sahel-sjúkrahúsið í Dahiyeh-hverfinu í Beirút í Líbanon var rýmt eftir að Ísrael sagði Hezbollah-samtökin geyma hundruð milljóna dollara í reiðufé og gulli í byrgi undir spítalanum. 22. október 2024 07:28 Gerðu árásir á útibú meintrar fjármálaþjónustu Hezbollah Hundruð íbúa Beirút flúðu heimili sín í gærkvöldi eftir að Ísraelsher gaf út að árásir væru yfirvofandi á útibú fjármálasamsteypunnar Al-Qard Al-Hassan Association. 21. október 2024 06:52 „Tilraun Hezbollah til að ráða mig og konu mína af dögum voru stór mistök“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað Hezbollah um að reyna að ráða sig af dögum í dag eftir að dróna frá Líbanon var skotið í átt að heimili hans í bænum Caesarea. Hvorki forsætisráðherrann né kona hans voru heima og sakaði engan. 19. október 2024 22:17 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Segja Hezbollah fela gull og fúlgur fjár undir sjúkrahúsi í Beirút Sahel-sjúkrahúsið í Dahiyeh-hverfinu í Beirút í Líbanon var rýmt eftir að Ísrael sagði Hezbollah-samtökin geyma hundruð milljóna dollara í reiðufé og gulli í byrgi undir spítalanum. 22. október 2024 07:28
Gerðu árásir á útibú meintrar fjármálaþjónustu Hezbollah Hundruð íbúa Beirút flúðu heimili sín í gærkvöldi eftir að Ísraelsher gaf út að árásir væru yfirvofandi á útibú fjármálasamsteypunnar Al-Qard Al-Hassan Association. 21. október 2024 06:52
„Tilraun Hezbollah til að ráða mig og konu mína af dögum voru stór mistök“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað Hezbollah um að reyna að ráða sig af dögum í dag eftir að dróna frá Líbanon var skotið í átt að heimili hans í bænum Caesarea. Hvorki forsætisráðherrann né kona hans voru heima og sakaði engan. 19. október 2024 22:17