Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2024 07:03 Hefðbundið íslenskt ökuskírteini. Það verður fljótlega aðgengilegt á stafrænu formi. Vísir/KTD Ökumenn þurfa í sumum tilfellum að greiða hátt í helmingi hærra gjald en ella ef þeir vilja fá ökuskírteini sitt á plasti eftir áramót. Gjald á útgáfu stafrænna ökuskírteina verður aftur á móti óbreytt. Sérstakt gjald fyrir ökuskírteini úr plasti er lagt til í bandorminum svokallaða, frumvarpi fjármálaráðherra um breytingum á ýmsum lögum um skatta og gjöld, sem var lagður fram á Alþingi í síðustu viku. Gjaldið er meðal annars sagt tilkomið vegna umhverfis-, öryggis- og kostnaðarsjónarmiða. Gjaldið nemur tvö þúsund krónum fyrir plastskírteini en fjögur þúsund krónum ef rétthafi óskar eftir flýtimeðferð. Fólk 65 ára og eldra þarf að greiða fimm hundruð krónur aukalega fyrir að fá skírteini úr plasti. Verði breytingin samþykkt verða plastskírteini 23,2 prósent dýrari en rafræn ökuskírteini en 46,5 prósent dýrari með flýtimeðferð. Kostnaður eldri borgara ykist um 27,8 prósent með nýja gjaldinu. Á að stytta afgreiðslutímann Ákveðið var að flytja framleiðslu á plastökuskírteinum til Íslands þegar samningur við erlendan aðila rann út. Í skriflegu svari frá embætti ríkislögreglustjóra segir að hluta þeirrar ákvörðunar megi rekja til öryggis- og umhverfissjónarmiða þar sem skírteinin hafi fram að þessu verið flutt vikulega til landsins. Einnig hafi verið horft til þess að draga úr framleiðslu á plastskírteinum og auka notkun þeirra rafrænu. Með því að flytja framleiðslu plastskírteinanna til Íslands eigi afgreiðslutími þeirra að styttast verulega. Margra mánaða bið hefur verið eftir plastökuskírteinum á þessu ári. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hvatti fólk til þess að nota frekar rafræn skírteini í síðasta mánuði. Frumvarpið um breytingarnar er nú til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Hægt er að senda inn umsagnir um það til 31. október. Bílar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Sérstakt gjald fyrir ökuskírteini úr plasti er lagt til í bandorminum svokallaða, frumvarpi fjármálaráðherra um breytingum á ýmsum lögum um skatta og gjöld, sem var lagður fram á Alþingi í síðustu viku. Gjaldið er meðal annars sagt tilkomið vegna umhverfis-, öryggis- og kostnaðarsjónarmiða. Gjaldið nemur tvö þúsund krónum fyrir plastskírteini en fjögur þúsund krónum ef rétthafi óskar eftir flýtimeðferð. Fólk 65 ára og eldra þarf að greiða fimm hundruð krónur aukalega fyrir að fá skírteini úr plasti. Verði breytingin samþykkt verða plastskírteini 23,2 prósent dýrari en rafræn ökuskírteini en 46,5 prósent dýrari með flýtimeðferð. Kostnaður eldri borgara ykist um 27,8 prósent með nýja gjaldinu. Á að stytta afgreiðslutímann Ákveðið var að flytja framleiðslu á plastökuskírteinum til Íslands þegar samningur við erlendan aðila rann út. Í skriflegu svari frá embætti ríkislögreglustjóra segir að hluta þeirrar ákvörðunar megi rekja til öryggis- og umhverfissjónarmiða þar sem skírteinin hafi fram að þessu verið flutt vikulega til landsins. Einnig hafi verið horft til þess að draga úr framleiðslu á plastskírteinum og auka notkun þeirra rafrænu. Með því að flytja framleiðslu plastskírteinanna til Íslands eigi afgreiðslutími þeirra að styttast verulega. Margra mánaða bið hefur verið eftir plastökuskírteinum á þessu ári. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hvatti fólk til þess að nota frekar rafræn skírteini í síðasta mánuði. Frumvarpið um breytingarnar er nú til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Hægt er að senda inn umsagnir um það til 31. október.
Bílar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira