Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 29. október 2024 18:01 Verkfall kennara er hafið, ,,eitt í safnið“, en kennarar hafa því miður margoft þurft að grípa til verkfallsvopnsins og þau verkföll oft verið harðvítug og staðið vikum saman, sem auðvitað er ekki gott. Fólk vill vinna sína vinnu og fá almennilega borgað fyrir það. Að þessu sinni er farið í verkfall vegna þess að launagreiðandi kennara, ,,hið opinbera“ (ríki og sveitarfélög) hefur ekki staðið við loforð sem skrifað var undir við hátíðlega athöfn árið 2016, um jöfnun launa á milli markaða. Það á að fela í sér að kennarar (sem eru sérfræðingar) fái sambærileg laun og sérfræðingar á almennum markaði. Kennarar eru einfaldlega að rukka hið opinbera um það standi við gefin loforð. Hvað ef kennari fengi milljón? Reynt hefur verið að setja tölu á þessa kröfu og einhver snillingurinn fann það út að með þessari kröfu væru kennarar í raun að fara fram á milljón á mánuði (sem er reyndar ekki rétt). Minnir mig að Morgunblaðið hafi meðal annars slegið þessu upp og svo fór þetta víðar. Látum töluna liggja á milli hluta, en samt; Hvað ef kennari fengi milljón? Það varð uppi fótur og fit og nánast eins og samfélagið hefði farið á hliðina: ,,Kennari með milljón, eruð þið gengin af göflunum“? Af sumum mátti skilja að þetta væri einfaldlega með hræðilegustu hugmyndum sem komið hafa fram í íslensku samfélagi, nánast frá upphafi byggðar! Já, hvað ef að kennari fengi nú milljón? Væri eitthvað að því? Sá sem ritar þessi orð, sér bara ekkert að því. Því hvernig á t.d. að fá ung fólk til að mennta sig til starfa í kennslu ef launin eru slök og halda áfram að vera slök? Væri ekki líka bara í lagi að greiða vel fyrir eitt mikilvægasta starf samfélagsins, kennslu og umönnun barna og unglinga? Skólastarf og menntun eru jú einn af hornsteinum samfélagsins, það eru allir sammála um það. Hræsni og tvöfeldni Þessi umræða segir í raun mjög margt um þá afstöðu til kennslu og kennslustarfa sem heyra má víða í samfélaginu, því miður. Að mörgu leyti er að finna í henni ákveðna hræsni og tvöfeldni. Hef ég sjálfur persónulega reynslu af því. Líka segir þetta nokkuð um afstöðuna til barna, viljum við að þeir sem starfi með börnum séu illa launaðir og óánægðir í vinnunni? Er það skemmtileg og aðlaðandi framtíðarsýn? Á hátíðarstundum tala stjórnmálamenn fjálglega um það hversu gríðarlega mikilvæg menntun er og að Ísland væri nú ekki til mikilla afreka án hennar. Á tímum kóvid voru kennarar ,,framvarðasveit“ og já, vissulega stóðu þeir sig frábærlega, sem og fleiri stéttir. Þar lögðust margir á eitt. En nú, þegar ræða á um að efna gefin loforð og þegar kennarar vilja bæta kjör sín og stöðu, þá er skyndilega komið annað hljóð í strokkinn og kennarar sakaðir um að já, jafnvel, vera bara letiblóð og nenna ekki að vinna. Og svo alltaf veikir í þokkabót. Það vita það allir að meiri virðing er borin fyrir stéttum og hópum sem hafa hærri laun, t.d. læknum, lögfræðingum og fleiri slíkum. Það vita það líka allir að kennarar hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna í því að koma ungviði þessa lands til vits og ára, því kennarar eru ekki bara kennarar heldur líka uppalendur, ásamt foreldrunum. Frá upphafi skólagöngu er einstaklingur mjög stóran hluta dagsins í skólanum, segjum bara 1/3 hluta hans og undir umsjá fagaðila þar, sérfræðinga, sem kallast kennarar. Auðvitað á að launasetja störf slíkra aðila hátt. Meirihlutinn konur í kennslustörfum Það er líka þekkt staðreynd að meirihluti þeirra sem starfar við kennslu og í menntakerfinu eru konur. Þessi umræða sem ég ræddi hér að ofan hefur því líka með afstöðuna til kvenna í samfélaginu að gera. Til dæmis eru konur í miklum meirihluta í mínum skóla, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, en árið 2020 voru rúmlega 60% starfsmanna framhaldsskólanna hérlendis konur, um 40% karlar. Í grunnskólanum eru rúmlega 80% konur, tæp 20% karlar, en alls eru um 5900 talsins starfandi innan grunnskólans. Þetta eru tölur frá 2023. Niðurstaða mín er því þessi: Það er EKKERT að því að kennari fái milljón og í raun hefði það átt að vera búið að gerast fyrir löngu. En málið er líka þetta: Það er best, eðlilegt og sjálfsagt að staðið sé við fögur loforð sem gefin eru. Annars er bara best að sleppa því, öllum myndatökum og slíku sem fylgir. Það er til lítils að slá sig til riddara, sem síðan hverfur eins og dögg fyrir sólu. Svo vil ég bæta þessu við: Jafn ríkt samfélag og Ísland hlýtur að hafa efni á því að ,,splæsa vel í kennara“ – annað eins hefur nú verið gert! Höfundur er kennari og trúnaðarmaður við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
Verkfall kennara er hafið, ,,eitt í safnið“, en kennarar hafa því miður margoft þurft að grípa til verkfallsvopnsins og þau verkföll oft verið harðvítug og staðið vikum saman, sem auðvitað er ekki gott. Fólk vill vinna sína vinnu og fá almennilega borgað fyrir það. Að þessu sinni er farið í verkfall vegna þess að launagreiðandi kennara, ,,hið opinbera“ (ríki og sveitarfélög) hefur ekki staðið við loforð sem skrifað var undir við hátíðlega athöfn árið 2016, um jöfnun launa á milli markaða. Það á að fela í sér að kennarar (sem eru sérfræðingar) fái sambærileg laun og sérfræðingar á almennum markaði. Kennarar eru einfaldlega að rukka hið opinbera um það standi við gefin loforð. Hvað ef kennari fengi milljón? Reynt hefur verið að setja tölu á þessa kröfu og einhver snillingurinn fann það út að með þessari kröfu væru kennarar í raun að fara fram á milljón á mánuði (sem er reyndar ekki rétt). Minnir mig að Morgunblaðið hafi meðal annars slegið þessu upp og svo fór þetta víðar. Látum töluna liggja á milli hluta, en samt; Hvað ef kennari fengi milljón? Það varð uppi fótur og fit og nánast eins og samfélagið hefði farið á hliðina: ,,Kennari með milljón, eruð þið gengin af göflunum“? Af sumum mátti skilja að þetta væri einfaldlega með hræðilegustu hugmyndum sem komið hafa fram í íslensku samfélagi, nánast frá upphafi byggðar! Já, hvað ef að kennari fengi nú milljón? Væri eitthvað að því? Sá sem ritar þessi orð, sér bara ekkert að því. Því hvernig á t.d. að fá ung fólk til að mennta sig til starfa í kennslu ef launin eru slök og halda áfram að vera slök? Væri ekki líka bara í lagi að greiða vel fyrir eitt mikilvægasta starf samfélagsins, kennslu og umönnun barna og unglinga? Skólastarf og menntun eru jú einn af hornsteinum samfélagsins, það eru allir sammála um það. Hræsni og tvöfeldni Þessi umræða segir í raun mjög margt um þá afstöðu til kennslu og kennslustarfa sem heyra má víða í samfélaginu, því miður. Að mörgu leyti er að finna í henni ákveðna hræsni og tvöfeldni. Hef ég sjálfur persónulega reynslu af því. Líka segir þetta nokkuð um afstöðuna til barna, viljum við að þeir sem starfi með börnum séu illa launaðir og óánægðir í vinnunni? Er það skemmtileg og aðlaðandi framtíðarsýn? Á hátíðarstundum tala stjórnmálamenn fjálglega um það hversu gríðarlega mikilvæg menntun er og að Ísland væri nú ekki til mikilla afreka án hennar. Á tímum kóvid voru kennarar ,,framvarðasveit“ og já, vissulega stóðu þeir sig frábærlega, sem og fleiri stéttir. Þar lögðust margir á eitt. En nú, þegar ræða á um að efna gefin loforð og þegar kennarar vilja bæta kjör sín og stöðu, þá er skyndilega komið annað hljóð í strokkinn og kennarar sakaðir um að já, jafnvel, vera bara letiblóð og nenna ekki að vinna. Og svo alltaf veikir í þokkabót. Það vita það allir að meiri virðing er borin fyrir stéttum og hópum sem hafa hærri laun, t.d. læknum, lögfræðingum og fleiri slíkum. Það vita það líka allir að kennarar hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna í því að koma ungviði þessa lands til vits og ára, því kennarar eru ekki bara kennarar heldur líka uppalendur, ásamt foreldrunum. Frá upphafi skólagöngu er einstaklingur mjög stóran hluta dagsins í skólanum, segjum bara 1/3 hluta hans og undir umsjá fagaðila þar, sérfræðinga, sem kallast kennarar. Auðvitað á að launasetja störf slíkra aðila hátt. Meirihlutinn konur í kennslustörfum Það er líka þekkt staðreynd að meirihluti þeirra sem starfar við kennslu og í menntakerfinu eru konur. Þessi umræða sem ég ræddi hér að ofan hefur því líka með afstöðuna til kvenna í samfélaginu að gera. Til dæmis eru konur í miklum meirihluta í mínum skóla, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, en árið 2020 voru rúmlega 60% starfsmanna framhaldsskólanna hérlendis konur, um 40% karlar. Í grunnskólanum eru rúmlega 80% konur, tæp 20% karlar, en alls eru um 5900 talsins starfandi innan grunnskólans. Þetta eru tölur frá 2023. Niðurstaða mín er því þessi: Það er EKKERT að því að kennari fái milljón og í raun hefði það átt að vera búið að gerast fyrir löngu. En málið er líka þetta: Það er best, eðlilegt og sjálfsagt að staðið sé við fögur loforð sem gefin eru. Annars er bara best að sleppa því, öllum myndatökum og slíku sem fylgir. Það er til lítils að slá sig til riddara, sem síðan hverfur eins og dögg fyrir sólu. Svo vil ég bæta þessu við: Jafn ríkt samfélag og Ísland hlýtur að hafa efni á því að ,,splæsa vel í kennara“ – annað eins hefur nú verið gert! Höfundur er kennari og trúnaðarmaður við Fjölbrautaskólann í Garðabæ.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun