Fær ekki krónu eftir slys í Húsdýragarðinum Jón Þór Stefánsson skrifar 30. október 2024 16:24 Slysið átti sér stað í rennibraut við kastala í Húsdýragarðinum í Laugardal. Vísir/Vilhelm Kona sem lenti í slysi þegar hún renndi sér niður rennibraut í Fjölskyldu og húsdýragarðinum í Reykjavík á ekki rétt á skaðabótum frá borginni og tryggingafélagi hennar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Í dómnum kemur fram að þann 28. desember hafi konan farið ásamt barnsföður sínum og dóttur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þau hafi verið við leik í leikkastala þar sem dóttir hennar vildi renna sér niður rennibraut. Konan hafi því ákveðið að renna sér á undan til að taka á móti dótturinni. Tókst á loft og skall niður Umrædd rennibraut er brött, síðan aflíðandi, svo brött aftur og að lokum aftur aflíðandi þegar hún endar. Þá hafi hún verið mjög blaut á þessum tímapunkti. Konan hafi runnið hraðar en hún ætlaði sér, tekist á loft á miðri leið og skollið harkalega niður afur. Hún fann strax fyrir verkjum frá mjóbaki og upp í hrygginn og var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans. Þar kom í ljós að hún hlaut samfallsbrot á brjósthryggjarbol. Vegna þessa er hún sögð hafa hlotið varanlegt líkamstjón vegna slyssins, og verið metin með 16 prósent varanlega örorku. Rakti slysið til saknæmrar háttsemi Að mati konunar mátti rekja slysið til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Hún sagði til að mynda að merkingar hefðu verið í ólagi. Tryggingafélagið VÍS hafnaði bótaskyldu. Konan skaut því til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum sem komst að þeirri niðurstöðu að hún ætti ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu Reykjavíkurborgar. Hún sætti sig ekki við þá niðurstöðu og höfðaði mál. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að rekja slysið til saknæmrar eða ólögmætrar háttsemi starfsmanna borgarinnar. Í dómnum segir að það sé ekki rétt að merkingum hafi verið ábótavant. Merkingar hafi verið á leiktækinu sem gáfu til kynna að það væri ætlað börnum eldri en þriggja ára. Hún hefði því getað gefið sér að það væri ætlað börnum en ekki fullorðnum. Allra veðra von á Íslandi Konan hafði einnig talað um að starfsmenn borgarinnar hefðu átt að þurrka regnvatn úr rennibrautinni, eða loka henni vegna veðuraðstæðna. Í dómnum segir að hún hefði mátt vita að „á Íslandi er allra veðra von, ekki hvað síst í desember, og því mikilvægt að fara að öllu með gát.“ Að mati dómsins verður ekki annað séð af gögnum málsins nema að fyllsta öryggis hafi verið gætt eins og kostur var að teknu tilliti til aðstæðna. Einnig hafi umrætt leiktæki uppfyllt kröfur íslenskra laga um aðbúnað og öryggi. Því var tjón konunnar rekið til óhappatilviljunar þar sem engum er kennt um. Því var Reykjavíkurborg og VÍS sýknuð í málinu. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dómsmál Tryggingar Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Í dómnum kemur fram að þann 28. desember hafi konan farið ásamt barnsföður sínum og dóttur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þau hafi verið við leik í leikkastala þar sem dóttir hennar vildi renna sér niður rennibraut. Konan hafi því ákveðið að renna sér á undan til að taka á móti dótturinni. Tókst á loft og skall niður Umrædd rennibraut er brött, síðan aflíðandi, svo brött aftur og að lokum aftur aflíðandi þegar hún endar. Þá hafi hún verið mjög blaut á þessum tímapunkti. Konan hafi runnið hraðar en hún ætlaði sér, tekist á loft á miðri leið og skollið harkalega niður afur. Hún fann strax fyrir verkjum frá mjóbaki og upp í hrygginn og var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans. Þar kom í ljós að hún hlaut samfallsbrot á brjósthryggjarbol. Vegna þessa er hún sögð hafa hlotið varanlegt líkamstjón vegna slyssins, og verið metin með 16 prósent varanlega örorku. Rakti slysið til saknæmrar háttsemi Að mati konunar mátti rekja slysið til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Hún sagði til að mynda að merkingar hefðu verið í ólagi. Tryggingafélagið VÍS hafnaði bótaskyldu. Konan skaut því til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum sem komst að þeirri niðurstöðu að hún ætti ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu Reykjavíkurborgar. Hún sætti sig ekki við þá niðurstöðu og höfðaði mál. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að rekja slysið til saknæmrar eða ólögmætrar háttsemi starfsmanna borgarinnar. Í dómnum segir að það sé ekki rétt að merkingum hafi verið ábótavant. Merkingar hafi verið á leiktækinu sem gáfu til kynna að það væri ætlað börnum eldri en þriggja ára. Hún hefði því getað gefið sér að það væri ætlað börnum en ekki fullorðnum. Allra veðra von á Íslandi Konan hafði einnig talað um að starfsmenn borgarinnar hefðu átt að þurrka regnvatn úr rennibrautinni, eða loka henni vegna veðuraðstæðna. Í dómnum segir að hún hefði mátt vita að „á Íslandi er allra veðra von, ekki hvað síst í desember, og því mikilvægt að fara að öllu með gát.“ Að mati dómsins verður ekki annað séð af gögnum málsins nema að fyllsta öryggis hafi verið gætt eins og kostur var að teknu tilliti til aðstæðna. Einnig hafi umrætt leiktæki uppfyllt kröfur íslenskra laga um aðbúnað og öryggi. Því var tjón konunnar rekið til óhappatilviljunar þar sem engum er kennt um. Því var Reykjavíkurborg og VÍS sýknuð í málinu.
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dómsmál Tryggingar Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira