Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Árni Sæberg og Jón Þór Stefánsson skrifa 31. október 2024 15:26 Landsréttur kvað upp dóm í máli Theódórs Páls í dag. Vísir Landsréttur hefur staðfest sjö ára fangelsisdóm Theódórs Páls Theódórssonar, þrítugs matreiðslumanns, fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstelpum, vændiskaup og vörslu barnaníðsefnis. Theódór Páll var dæmdur í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar þessa árs. Hann var ákærður fyrir brot á tveimur stúlkum við fermingaraldur. Stúlkurnar voru vinkonur og Theódór Páll komst í kynni við þær á samfélagsmiðlinum Snapchat þar sem Theódór auglýsti áfengi til sölu. Greiddi fyrir kynlíf með börnunum Fram kemur í ákærunni á hendur Theódór Páli að hann hafi mælt sér mót við stúlkurnar hvora fyrir sig á Snapchat. Hann hafi sótt þær á bíl en svo brotið á þeim kynferðislega, oftast nauðgað þeim. Annarri einu sinni og hinni þrisvar. Theódór Páll hafi greitt stúlkunum fyrir, ýmist með áfengi eða peningum. Í eitt skipti greiddi hann 150 þúsund krónur fyrir. Önnur stúlkan skrifaði bílnúmer á bíl Theódórs niður í Notes í síma sínum. Þá fundust DNA sýni í aftursæti bíls Theodórs sem allt benti til að væru annars vegar úr honum og hins vegar annarri stúlkunni. Auk þessa var Theódór ákærður fyrir að kaupa vændi af fullorðnum konum. Þá fundust 763 ljósmyndir og 98 hreyfimyndir í fartölvu hans sem sýndu börn á kynferðislegan hátt. Dómsorð var kveðið upp í Landsrétti upp úr klukkan 15 á bak við luktar dyr, enda var allt þinghald í málinu lokað. Guðmundur Ágústsson, réttargæslumaður brotaþola í málinu, segir í samtali við Vísi, að dómurinn hafi verið staðfestur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Theódór Páll var dæmdur í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar þessa árs. Hann var ákærður fyrir brot á tveimur stúlkum við fermingaraldur. Stúlkurnar voru vinkonur og Theódór Páll komst í kynni við þær á samfélagsmiðlinum Snapchat þar sem Theódór auglýsti áfengi til sölu. Greiddi fyrir kynlíf með börnunum Fram kemur í ákærunni á hendur Theódór Páli að hann hafi mælt sér mót við stúlkurnar hvora fyrir sig á Snapchat. Hann hafi sótt þær á bíl en svo brotið á þeim kynferðislega, oftast nauðgað þeim. Annarri einu sinni og hinni þrisvar. Theódór Páll hafi greitt stúlkunum fyrir, ýmist með áfengi eða peningum. Í eitt skipti greiddi hann 150 þúsund krónur fyrir. Önnur stúlkan skrifaði bílnúmer á bíl Theódórs niður í Notes í síma sínum. Þá fundust DNA sýni í aftursæti bíls Theodórs sem allt benti til að væru annars vegar úr honum og hins vegar annarri stúlkunni. Auk þessa var Theódór ákærður fyrir að kaupa vændi af fullorðnum konum. Þá fundust 763 ljósmyndir og 98 hreyfimyndir í fartölvu hans sem sýndu börn á kynferðislegan hátt. Dómsorð var kveðið upp í Landsrétti upp úr klukkan 15 á bak við luktar dyr, enda var allt þinghald í málinu lokað. Guðmundur Ágústsson, réttargæslumaður brotaþola í málinu, segir í samtali við Vísi, að dómurinn hafi verið staðfestur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira