Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2024 13:32 Reglugerð er varðar sameiginlega ábyrgð (ESR) setur bindandi markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Vísir/Vilhelm Eftirlitsstofun EFTA, ESA, hefur hvatt Ísland til að huga að frekari aðgerðum varðandi það að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með tilliti til þess hversu naumt er að landið haldi sig innan núverandi markmiða. Þetta kemur fram í fjórðu ársskýrslu ESA um árangur Íslands og Noregs við að ná þeim markmiðum sem ríkin hafi sett sér um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 samkvæmt skuldbindingum EES-samningsins. Þar segir að í skýrslunni sé fjallað um árangur Íslands og Noregs við að ná loftslagsmarkmiðum sínum samkvæmt reglugerðum um sameiginlega ábyrgð (e. Effort Sharing Regulation, ESR) og um landnotkun, breytta landnotkun og skógrækt (e. Land Use, Land Use Change and Forestry, LULUCF). Við matið sé stuðst við gögn frá ríkjunum sjálfum sem hafa verið gæðaskoðuð hjá Umhverfisstofnun Evrópu. „Fram kemur í bráðabirgðaútreikningum skýrslunnar að Ísland verði líklega áfram rétt innan núverandi markmiða en Noregur standi frammi fyrir verulegum áskorunum við að ná núverandi markmiðum. Hvetur skýrslan Noreg eindregið til að íhuga frekari ráðstafanir til að draga úr losun. Þá er Ísland hvatt til að huga að frekari aðgerðum með tilliti til þess hversu naumt er að það haldi sig innan núverandi markmiða. Lagarammi skýrslu ESA um árangur við að ná loftslagsmarkmiðum Reglugerð er varðar sameiginlega ábyrgð (ESR) setur bindandi markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Reglugerðin á við um greinar eins og landbúnað, byggingariðnað, samgöngur, úrgang og iðnað sem fellur ekki undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS-kerfið). Samkvæmt reglugerðinni um landnotkun (LULUCF) hafa aðildarríkin undirgengist skuldbindingar sem ætlað er að tryggja að losun frá landnotkun og skógrækt sé jöfnuð með að minnsta kosti jafngildri bindingu koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir eru Ísland og Noregur hvött til að huga að auknum aðgerðum í geira landnotkunar, breyttrar landnotkunar og skógræktar. Þó ber að hafa í huga að Ísland og Noregur, líkt og Evrópusambandið, hafa gengist undir enn metnaðarfyllri markmið með Parísarsamkomulaginu, það er að draga úr losun um a.m.k. 55% samanborið við losun ársins 1990. Hins vegar hafa þessar nýju skuldbindingar ekki enn verið teknar upp í EES-samninginn. Þar sem ESA er falið að meta árangur Íslands og Noregs í átt að gildandi markmiðum samkvæmt gildandi EES-rétti, metur skýrslan árangur Íslands og Noregs að markmiðum sem endurspegla fyrri skuldbindingar Parísarsamningsins um a.m.k. 40% samdrátt fyrir árið 2030 samanborið við árið 1990, en ekki a.m.k. 55% samdrátt,“ segir í tilkynningu frá ESA. Loftslagsmál EFTA Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í fjórðu ársskýrslu ESA um árangur Íslands og Noregs við að ná þeim markmiðum sem ríkin hafi sett sér um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 samkvæmt skuldbindingum EES-samningsins. Þar segir að í skýrslunni sé fjallað um árangur Íslands og Noregs við að ná loftslagsmarkmiðum sínum samkvæmt reglugerðum um sameiginlega ábyrgð (e. Effort Sharing Regulation, ESR) og um landnotkun, breytta landnotkun og skógrækt (e. Land Use, Land Use Change and Forestry, LULUCF). Við matið sé stuðst við gögn frá ríkjunum sjálfum sem hafa verið gæðaskoðuð hjá Umhverfisstofnun Evrópu. „Fram kemur í bráðabirgðaútreikningum skýrslunnar að Ísland verði líklega áfram rétt innan núverandi markmiða en Noregur standi frammi fyrir verulegum áskorunum við að ná núverandi markmiðum. Hvetur skýrslan Noreg eindregið til að íhuga frekari ráðstafanir til að draga úr losun. Þá er Ísland hvatt til að huga að frekari aðgerðum með tilliti til þess hversu naumt er að það haldi sig innan núverandi markmiða. Lagarammi skýrslu ESA um árangur við að ná loftslagsmarkmiðum Reglugerð er varðar sameiginlega ábyrgð (ESR) setur bindandi markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Reglugerðin á við um greinar eins og landbúnað, byggingariðnað, samgöngur, úrgang og iðnað sem fellur ekki undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS-kerfið). Samkvæmt reglugerðinni um landnotkun (LULUCF) hafa aðildarríkin undirgengist skuldbindingar sem ætlað er að tryggja að losun frá landnotkun og skógrækt sé jöfnuð með að minnsta kosti jafngildri bindingu koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir eru Ísland og Noregur hvött til að huga að auknum aðgerðum í geira landnotkunar, breyttrar landnotkunar og skógræktar. Þó ber að hafa í huga að Ísland og Noregur, líkt og Evrópusambandið, hafa gengist undir enn metnaðarfyllri markmið með Parísarsamkomulaginu, það er að draga úr losun um a.m.k. 55% samanborið við losun ársins 1990. Hins vegar hafa þessar nýju skuldbindingar ekki enn verið teknar upp í EES-samninginn. Þar sem ESA er falið að meta árangur Íslands og Noregs í átt að gildandi markmiðum samkvæmt gildandi EES-rétti, metur skýrslan árangur Íslands og Noregs að markmiðum sem endurspegla fyrri skuldbindingar Parísarsamningsins um a.m.k. 40% samdrátt fyrir árið 2030 samanborið við árið 1990, en ekki a.m.k. 55% samdrátt,“ segir í tilkynningu frá ESA.
Loftslagsmál EFTA Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira