Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2024 06:33 Eygló Fanndal Sturludóttir og Guðný Björk Stefánsdóttir með verðlaun sín á Evrópumeistari ungmenna í ólympískum lyftingum. @gudnybjorkstefans Í gær var risastór dagur í sögu íslenskra lyftinga þegar tveir íslenskir keppendur stóðu í fyrsta skipti saman á verðlaunapalli á stórmóti í ólympískum lyftingum. Eygló Fanndal Sturludóttir varð í gær Evrópumeistari ungmenna í ólympískum lyftingum í 71 kílóa flokki U23 (21-23 ára) en mótið var haldið í Póllandi. Eygló náði ekki aðeins í gullið því hún setti um leið nýtt Norðurlandamet í fullorðinsflokki í samanlögðum árangri þegar hún lyfti 104 kílóum í snörun og 133 kílóum í jafnhendingu. Þetta gerir alls 237 kíló samanlagt sem var bæting á hennar eigin meti í samanlögðu um eitt kíló. Til að setja árangur hennar í samhengi þá má bera árangur hennar við síðustu Ólympíuleika. Eygló lyfti 26 kílóum meira en næsti keppandi og hefði árangur hennar dugað til sjötta sætis á Ólympíuleikunum í París síðastliðið sumar. Hún hefði líka náð í silfur á Evrópumeistaramóti fullorðinna. Guðný Björk Stefánsdóttir átti einnig frábæran dag en hún varð í þriðja sæti í sama þyngdar- og aldursflokki. Guðný Björk lyfti næst þyngst allra keppenda í snörun eða 96 kílóum og 114 kílóum í jafnhendingu. Það gera samanlagt 210 kíló. Lyftingasamband Íslands segir frá þessu og skemmtilegri stund þegar Harpa, móður Eyglóar, hlotnaðist sá heiður að fá að afhenda verðlaunin fyrir samanlagðan árangur. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira
Eygló Fanndal Sturludóttir varð í gær Evrópumeistari ungmenna í ólympískum lyftingum í 71 kílóa flokki U23 (21-23 ára) en mótið var haldið í Póllandi. Eygló náði ekki aðeins í gullið því hún setti um leið nýtt Norðurlandamet í fullorðinsflokki í samanlögðum árangri þegar hún lyfti 104 kílóum í snörun og 133 kílóum í jafnhendingu. Þetta gerir alls 237 kíló samanlagt sem var bæting á hennar eigin meti í samanlögðu um eitt kíló. Til að setja árangur hennar í samhengi þá má bera árangur hennar við síðustu Ólympíuleika. Eygló lyfti 26 kílóum meira en næsti keppandi og hefði árangur hennar dugað til sjötta sætis á Ólympíuleikunum í París síðastliðið sumar. Hún hefði líka náð í silfur á Evrópumeistaramóti fullorðinna. Guðný Björk Stefánsdóttir átti einnig frábæran dag en hún varð í þriðja sæti í sama þyngdar- og aldursflokki. Guðný Björk lyfti næst þyngst allra keppenda í snörun eða 96 kílóum og 114 kílóum í jafnhendingu. Það gera samanlagt 210 kíló. Lyftingasamband Íslands segir frá þessu og skemmtilegri stund þegar Harpa, móður Eyglóar, hlotnaðist sá heiður að fá að afhenda verðlaunin fyrir samanlagðan árangur. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira