„Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 13:10 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir ganga hratt á sjóði Grindavíkurbæjar og kallar eftir viðbótarstuðningi. Vísir/Arnar Grindavíkurbær stefnir í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki komið til móts við bæjarsjóð að mati Grindavíkurnefndar. Bæjarstjóri segir óvissu um framlengingu ýmissa stuðningsúrræða ótæka. Innviðaráðherra segir margar stórar ákvarðanir um áframhaldandi stuðning bíða nýrrar ríkisstjórnar. Í nýlegri bókun lýsir bæjarstjórn Grindavíkurbæjar yfir miklum áhyggjum af þingstörfum haustsins, sem eru af skornum skammti, og segja óvissuna um hvort ýmis stuðningsúrræði fyrir Grindvíkinga verði framlengd bagalega. Fyrirsjánleiki sé nauðsynlegur fyrir bæði fyrirtæki og fólk og vafinn óásættanlegur. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, nefnir ýmis úrræði sem hann telur að þurfi að framlengja líkt og rekstrarstuðning við fyrirtæki, sérstakan húsnæðisstuðning, stofnframlög og varðandi uppkaup á íbúðarhúsnæði. „Margt af þessu þarf að gerast fyrir áramót og það hittist auðvitað illa á með tímann varðandi kosningar fram undan og myndun nýrrar ríkisstjórnar og svo framvegis. Þannig það tefur okkur en það er mjög brýnt að taka til hendinni þarna,“ segir Fannar. Á Alþingi í dag er til umræðu frumvarp um afurðasjóð Grindavíkurbæjar, sem felur í sér framlengingu á úrræði sem gerir rekstraraðilum sem verða fyrir óbeinu tjóni á matvælum eða fóðri, kleift að sækja um fjárhagsaðstoð. Aðspurður um frekari framlengingu á úrræðum gefur Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, ekki mikið upp. „Í síðustu viku eða þar síðustu lagði ég fram frumvarp um stuðningslán. Við höfum verið að skoða það sem nauðsynlegt er og óhjákvæmilegt við þessar sérstöku aðstæður en aðrar stærri ákvarðanir verða einfaldlega að bíða nýrrar ríkisstjórnar og nýs þings,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm Í tillögum frá Grindavíkurnefnd segir að koma þurfi til móts við bæjarsjóð Grindavíkur eigi hann ekki að fara í greiðsluþrot á næsta ári. Bent er á að útsvarstekjur hafi fallið verulega í samræmi við fækkun íbúa, tekjur af fasteignagjöldum sé nær engar og miðað við útreikninga stefni í allt að tveggja milljarða hallarekstur á næsta ári. Aðspurður um þessa stöðu bendir Sigurður Ingi á að viðbótarframlag hafi verið tryggt. Eðlilegt sé að fjallað verði frekar um málið í nýrri ríkisstjórn. Fannar bendir á að samið hafi verið um þá greiðslu í febrúar og að von hafi verið á henni á árinu. Greiðslan, sem hljóðar upp á sex hundruð milljónir króna, hafi aftur á móti dregist. Óhjákvæmilegt er að koma til móts við fjárhag Grindavíkurbæjar ef bæjarfélagið á ekki að fara í greiðsluþrot á árinu 2025, segir Grindavíkurnefnd.Vísir/Vilhelm „Þannig það er aðeins verið að efna ákvæði þessa samnings en við þurfum frekari stuðning inn á næsta ár. Þó að Grindavíkurbær hafi staðið einstaklega vel við upphaf þessara hamfara, með því að skulda ekki neitt, með engar vaxtaberandi skuldir og átt ágætis sjóði, þá gengur hratt á þessa sjóði. Flest öll sveitarfélög væru löngu búin að gefast upp en við ætlum að halda út lengi og hægt er í þeirri von að við snúum til baka fyrr en síðar. En ríkið verður að koma til móts við sveitarfélagið við þessar aðstæður,“ segir Fannar Komi ekki til frekari stuðnings gangi dæmið ekki upp. „Við sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið á sjálfsaflafé og með því að ganga á sjóði eitthvað fram eftir næsta ári en það gengur ekki mikið lengur en það að greiða lögbundnar skuldbindingar og þess vegna þurfum við stuðning. “ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Í nýlegri bókun lýsir bæjarstjórn Grindavíkurbæjar yfir miklum áhyggjum af þingstörfum haustsins, sem eru af skornum skammti, og segja óvissuna um hvort ýmis stuðningsúrræði fyrir Grindvíkinga verði framlengd bagalega. Fyrirsjánleiki sé nauðsynlegur fyrir bæði fyrirtæki og fólk og vafinn óásættanlegur. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, nefnir ýmis úrræði sem hann telur að þurfi að framlengja líkt og rekstrarstuðning við fyrirtæki, sérstakan húsnæðisstuðning, stofnframlög og varðandi uppkaup á íbúðarhúsnæði. „Margt af þessu þarf að gerast fyrir áramót og það hittist auðvitað illa á með tímann varðandi kosningar fram undan og myndun nýrrar ríkisstjórnar og svo framvegis. Þannig það tefur okkur en það er mjög brýnt að taka til hendinni þarna,“ segir Fannar. Á Alþingi í dag er til umræðu frumvarp um afurðasjóð Grindavíkurbæjar, sem felur í sér framlengingu á úrræði sem gerir rekstraraðilum sem verða fyrir óbeinu tjóni á matvælum eða fóðri, kleift að sækja um fjárhagsaðstoð. Aðspurður um frekari framlengingu á úrræðum gefur Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, ekki mikið upp. „Í síðustu viku eða þar síðustu lagði ég fram frumvarp um stuðningslán. Við höfum verið að skoða það sem nauðsynlegt er og óhjákvæmilegt við þessar sérstöku aðstæður en aðrar stærri ákvarðanir verða einfaldlega að bíða nýrrar ríkisstjórnar og nýs þings,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm Í tillögum frá Grindavíkurnefnd segir að koma þurfi til móts við bæjarsjóð Grindavíkur eigi hann ekki að fara í greiðsluþrot á næsta ári. Bent er á að útsvarstekjur hafi fallið verulega í samræmi við fækkun íbúa, tekjur af fasteignagjöldum sé nær engar og miðað við útreikninga stefni í allt að tveggja milljarða hallarekstur á næsta ári. Aðspurður um þessa stöðu bendir Sigurður Ingi á að viðbótarframlag hafi verið tryggt. Eðlilegt sé að fjallað verði frekar um málið í nýrri ríkisstjórn. Fannar bendir á að samið hafi verið um þá greiðslu í febrúar og að von hafi verið á henni á árinu. Greiðslan, sem hljóðar upp á sex hundruð milljónir króna, hafi aftur á móti dregist. Óhjákvæmilegt er að koma til móts við fjárhag Grindavíkurbæjar ef bæjarfélagið á ekki að fara í greiðsluþrot á árinu 2025, segir Grindavíkurnefnd.Vísir/Vilhelm „Þannig það er aðeins verið að efna ákvæði þessa samnings en við þurfum frekari stuðning inn á næsta ár. Þó að Grindavíkurbær hafi staðið einstaklega vel við upphaf þessara hamfara, með því að skulda ekki neitt, með engar vaxtaberandi skuldir og átt ágætis sjóði, þá gengur hratt á þessa sjóði. Flest öll sveitarfélög væru löngu búin að gefast upp en við ætlum að halda út lengi og hægt er í þeirri von að við snúum til baka fyrr en síðar. En ríkið verður að koma til móts við sveitarfélagið við þessar aðstæður,“ segir Fannar Komi ekki til frekari stuðnings gangi dæmið ekki upp. „Við sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið á sjálfsaflafé og með því að ganga á sjóði eitthvað fram eftir næsta ári en það gengur ekki mikið lengur en það að greiða lögbundnar skuldbindingar og þess vegna þurfum við stuðning. “
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira