Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. nóvember 2024 13:30 Dominic Solanke skoraði tvö mörk á fjórum mínútum og kom Tottenham þægilega fyrir. Vísir/getty Tottenham lenti undir gegn Aston Villa en skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik og fór með 4-1 sigur í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Tottenham ógnaði aðeins meira í upphafi leiks en það var Aston Villa sem tók forystuna á 32. mínútu. Amadou Onana fékk fyrst stórhættulegt færi, en skallaði í stöngina og markmaðurinn sló boltann svo aftur fyrir. Upp úr því kom hornspyrna sem Lucas Digne sendi fyrir, boltinn fór af Pedro Porro og datt fyrir Morgan Rogers sem kláraði færið. Morgan Rogers #27 kom Aston Villa yfir eftir rúmlega hálftíma.Ryan Pierse/Getty Images Í leit að jöfnunarmarki skildi Tottenham fáa menn eftir í vörninni, sem opnaði möguleika fyrir Aston Villa. Framherjinn Ollie Watkins slapp í gegn rétt fyrir hálfleik en vinstri fótar skotið var slakt og langt framhjá markinu. Tottenham mætti vel út í seinni hálfleik og jafnaði snemma. Ungstirnið Brennan Johnson var þar á ferð með sitt sjöunda mark á tímabilinu þegar hann setti boltann undir markmanninn eftir fyrirgjöf á fjærstöngina frá Heung-Min Son. Brennan Johnson skoraði jöfnunarmarkið. Marc Atkins/Getty Images Dominic Solanke var svo næstum því búinn að taka forystuna strax í næstu sókn Tottenham, skaut milli fóta varnarmanns en markmaðurinn rétt náði til boltans og bjargaði marki. Tottenham neyddist til að gera breytingar á 60. mínútu. Miðvörðurinn Christian Romero þurfti að fara af velli vegna meiðsla og Ben Davies kom inn í hans stað í sínum fyrsta deildarleik á tímabilinu. Auk þess var Heung-Min Son tekinn af velli en hann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið og var ekki tilbúinn í níutíu mínútur að mati þjálfarans. Það hafði ekki áhrif á spilamennsku heimamanna sem tóku forystuna á 75. mínútu þegar Dominic Solanke vippaði boltanum yfir markmanninn eftir lúmska stungusendingu frá Dejan Kulusevski. Solanke bætti svo öðru marki við skömmu síðar eftir að Pau Torres tapaði boltanum fyrir Aston Villa. Pape Matar Sarr vann boltann og kom honum á Richarlison sem lagði þvert fyrir markið á Solanke. Dominic Solanke skoraði tvö mörk með skömmu millibili.Simon Stacpoole/Offside/Offside via Getty Images Markið fékkst ekki skuldlaust því Richarlison tognaði við að gefa stoðsendinguna og þurfti að víkja af velli. Kirsuberið á toppinn fyrir Tottenham kom svo a sjöttu mínútu uppbótartíma þegar James Maddison var snöggur að taka aukaspyrnu, sneri boltanum yfir vegginn og smellti honum í netið. James Maddison skoraði sitt fimmtugasta úrvalsdeildarmark í dag. EPA-EFE/NEIL HALL Fjögur mörk í seinni hálfleik og 4-1 sigur niðurstaðan. Tottenham fór upp í 7. sæti deildarinnar með þessum sigri, jafnt Brighton en með betri markatölu. Stigi á eftir Chelsea og tveimur stigum frá Aston Villa sem er jafnt Arsenal í 4. – 5. sæti. Enski boltinn
Tottenham lenti undir gegn Aston Villa en skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik og fór með 4-1 sigur í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Tottenham ógnaði aðeins meira í upphafi leiks en það var Aston Villa sem tók forystuna á 32. mínútu. Amadou Onana fékk fyrst stórhættulegt færi, en skallaði í stöngina og markmaðurinn sló boltann svo aftur fyrir. Upp úr því kom hornspyrna sem Lucas Digne sendi fyrir, boltinn fór af Pedro Porro og datt fyrir Morgan Rogers sem kláraði færið. Morgan Rogers #27 kom Aston Villa yfir eftir rúmlega hálftíma.Ryan Pierse/Getty Images Í leit að jöfnunarmarki skildi Tottenham fáa menn eftir í vörninni, sem opnaði möguleika fyrir Aston Villa. Framherjinn Ollie Watkins slapp í gegn rétt fyrir hálfleik en vinstri fótar skotið var slakt og langt framhjá markinu. Tottenham mætti vel út í seinni hálfleik og jafnaði snemma. Ungstirnið Brennan Johnson var þar á ferð með sitt sjöunda mark á tímabilinu þegar hann setti boltann undir markmanninn eftir fyrirgjöf á fjærstöngina frá Heung-Min Son. Brennan Johnson skoraði jöfnunarmarkið. Marc Atkins/Getty Images Dominic Solanke var svo næstum því búinn að taka forystuna strax í næstu sókn Tottenham, skaut milli fóta varnarmanns en markmaðurinn rétt náði til boltans og bjargaði marki. Tottenham neyddist til að gera breytingar á 60. mínútu. Miðvörðurinn Christian Romero þurfti að fara af velli vegna meiðsla og Ben Davies kom inn í hans stað í sínum fyrsta deildarleik á tímabilinu. Auk þess var Heung-Min Son tekinn af velli en hann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið og var ekki tilbúinn í níutíu mínútur að mati þjálfarans. Það hafði ekki áhrif á spilamennsku heimamanna sem tóku forystuna á 75. mínútu þegar Dominic Solanke vippaði boltanum yfir markmanninn eftir lúmska stungusendingu frá Dejan Kulusevski. Solanke bætti svo öðru marki við skömmu síðar eftir að Pau Torres tapaði boltanum fyrir Aston Villa. Pape Matar Sarr vann boltann og kom honum á Richarlison sem lagði þvert fyrir markið á Solanke. Dominic Solanke skoraði tvö mörk með skömmu millibili.Simon Stacpoole/Offside/Offside via Getty Images Markið fékkst ekki skuldlaust því Richarlison tognaði við að gefa stoðsendinguna og þurfti að víkja af velli. Kirsuberið á toppinn fyrir Tottenham kom svo a sjöttu mínútu uppbótartíma þegar James Maddison var snöggur að taka aukaspyrnu, sneri boltanum yfir vegginn og smellti honum í netið. James Maddison skoraði sitt fimmtugasta úrvalsdeildarmark í dag. EPA-EFE/NEIL HALL Fjögur mörk í seinni hálfleik og 4-1 sigur niðurstaðan. Tottenham fór upp í 7. sæti deildarinnar með þessum sigri, jafnt Brighton en með betri markatölu. Stigi á eftir Chelsea og tveimur stigum frá Aston Villa sem er jafnt Arsenal í 4. – 5. sæti.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti