Lando Norris kom fyrstur í mark í sprettakstrinum í morgun, þar sem aðeins er keyrður hluti af heildarfjölda hringja kappakstursins. Hann minnkaði þar með forskot Max Verstappen í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra niður í 44 stig.
Veðrið versnaði eftir því sem leið á daginn, tímatakan átti að hefjast klukkan 18:00. Henni var upphaflega frestað um tvo tíma áður en ákvörðun var tekin að fresta henni til morguns.
The Safety Car showing just how wet it was out on track 😮#F1 #BrazilGP pic.twitter.com/Jh9aVEpmVL
— Formula 1 (@F1) November 2, 2024
Það er til mikils að keppa í Sau Paulo þessa helgina þar sem aðeins fjórar keppnir eru eftir af tímabilinu.
Í fyrramálið kemur í ljós hvort tímatakan geti farið fram, og keppnin í framhaldi af því síðar um daginn. Fari svo að tímatakan geti ekki farið fram en keppnin geti það, verður notast við einu æfingu helgarinnar til að úrskurða um stöður á ráspól.
Þar var Lando Norris fyrstur í mark og Max Verstappen fimmtándi.