Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. nóvember 2024 22:51 Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar sgeir umræðu um víkkun vaxtarmarka í þágu uppbyggingar hreinan og beinan áróður uppbyggingaraðila. Sjálfstæðisflokkurinn kokgleypi þann áróður. Vísir/Vilhelm Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir fokið í flest skjól ef orð hennar um víkkun vaxtarmarka í viðtali í Bítinu teljist sem stjórnvaldsákvörðun. Beiðni um færslu vaxtarmarka á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki komið formlega inn á borð borgarstjórnar. Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðssegir Sjálfstæðisflokkinn hafa kokgleypt áróður uppbyggingaraðila um að nauðsynlegt sé að víkka vaxtarmörk í þágu byggingar á „einangruðu elligettói á viðkvæmu vatnsverndarsvæði“ í Gunnarshólma. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gagnrýndi Dóru fyrr í dag fyrir að andmæla áformum um uppbyggingu húsnæðis að Gunnarshólma. Tekist á um orð Bjarna Forsaga málsins er sú að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í kappræðum RÚV á föstudagskvöld að Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg greini á um vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. „Þetta er auðvitað ekki boðlegt. Það er land sem er til reiðu og hægt að byggja á. En Reykjavíkurborg neitar og vill stunda meiri þéttingu,“ sagði Bjarni í kappræðunum. Pawel Bartoszek sagði í Facebook færslu í dag að Bjarni hafi ruglast á sveitarfélögum. Ágreiningurinn standi milli Kópavogs og Garðabæjar. Svæðisskipulagsnefnd hafi samþykkt að auglýsa tillögu um stækkun vaxtarmarka á svæði sem heitir Rjúpnahlíð. Málið hafi verið tekið fyrir í bæjarstjórn Kópavogs og fellt þar. Þá tók Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík til máls á Facebook og andmælti ummælum Pawels. Hún sagði Dóru Björt Guðjónsdóttur, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, hafa verið fljót að andmæla áformum um útvíkkun vaxtarmarka í þágu uppbyggingar að Gunnarshólma. Dóra hafi með því sent skýr skilaboð um að borgarstjórn myndi ekki fallast á áformin. „Ég verð að undirstrika, fyrst misskilningur virðist vera uppi um ferli málsins, að orð mín í Bítinu á Bylgjunni eru ekki ígildi formlegrar samþykktar eða stjórnvaldsákvörðunar í samhengi við beiðni um færslu vaxtarmarkanna, beiðni sem hefur í reynd ekki einu sinni komið formlega fram,“ skrifar Dóra Björt í færslu á Facebook. Einangrað elligettó Dóra vísar í viðtalið hér að neðan, sem tekið var í janúar og fjallar um fyrirætlanir meirihlutans í Kópavogi um uppbyggingu svokallaðs lífsgæðakjarna við Gunnarshólma. Þar segir hún undarlegt að Kópavogsbær hafi fleygt fram viljayfirlýsingu um uppbygginguna án þess að ræða við önnur sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Þá segir hún hugmyndina óraunsæja þrátt fyrir að vera fallega. Í Facebook færslunni segir Dóra fyndið að hlusta á Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins impra á því sem góðri hugmynd og lausninni við húsnæðisvandanum að skapa einangrað elligettó á viðkvæmu vatnsverndarsvæði. Það sé hugmynd Kópavogs sem hefur verið í umræðunni. Pláss fyrir 57 þúsund íbúðir Þá segir hún að hugmyndin um víkkun vaxtarmarkanna í þágu uppbyggingar sé „hreinn og beinn áróður sem á uppsprettu sína hjá uppbyggingaraðilum sem hafa keypt sér ódýrt landbúnaðarland og vilja fá út úr því sem mestan gróða.“ Sjálfstæðisflokkurinn hafi kokgleypt þá hugmynd að nauðsynlega þurfi að færa vaxtarmörkin, en innan þeirra sé laust svæði fyrir uppbyggingu 57 þúsund íbúða. „Vandinn liggur því minnst í lóðaskorti eða þéttingu byggðar. Hann liggur í efnahagsástandinu, verðbólgunni og vaxtarkjörunum en ég get svo sem skilið að það henti Sjálfstæðisflokknum ágætlega að færa athygli fólks frá þeirra takmarkaða árangri þegar kemur að því að skapa efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Þá er voða gott að geta bara kennt meirihlutanum í Reykjavíkurborg um. Einföld skilaboð sem svo eru margfölduð og ítrekuð. Áróðursmaskínan sefur aldrei,“ segir í færslu Dóru. Píratar Reykjavík Kópavogur Garðabær Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Viðreisn Skipulag Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðssegir Sjálfstæðisflokkinn hafa kokgleypt áróður uppbyggingaraðila um að nauðsynlegt sé að víkka vaxtarmörk í þágu byggingar á „einangruðu elligettói á viðkvæmu vatnsverndarsvæði“ í Gunnarshólma. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gagnrýndi Dóru fyrr í dag fyrir að andmæla áformum um uppbyggingu húsnæðis að Gunnarshólma. Tekist á um orð Bjarna Forsaga málsins er sú að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í kappræðum RÚV á föstudagskvöld að Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg greini á um vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. „Þetta er auðvitað ekki boðlegt. Það er land sem er til reiðu og hægt að byggja á. En Reykjavíkurborg neitar og vill stunda meiri þéttingu,“ sagði Bjarni í kappræðunum. Pawel Bartoszek sagði í Facebook færslu í dag að Bjarni hafi ruglast á sveitarfélögum. Ágreiningurinn standi milli Kópavogs og Garðabæjar. Svæðisskipulagsnefnd hafi samþykkt að auglýsa tillögu um stækkun vaxtarmarka á svæði sem heitir Rjúpnahlíð. Málið hafi verið tekið fyrir í bæjarstjórn Kópavogs og fellt þar. Þá tók Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík til máls á Facebook og andmælti ummælum Pawels. Hún sagði Dóru Björt Guðjónsdóttur, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, hafa verið fljót að andmæla áformum um útvíkkun vaxtarmarka í þágu uppbyggingar að Gunnarshólma. Dóra hafi með því sent skýr skilaboð um að borgarstjórn myndi ekki fallast á áformin. „Ég verð að undirstrika, fyrst misskilningur virðist vera uppi um ferli málsins, að orð mín í Bítinu á Bylgjunni eru ekki ígildi formlegrar samþykktar eða stjórnvaldsákvörðunar í samhengi við beiðni um færslu vaxtarmarkanna, beiðni sem hefur í reynd ekki einu sinni komið formlega fram,“ skrifar Dóra Björt í færslu á Facebook. Einangrað elligettó Dóra vísar í viðtalið hér að neðan, sem tekið var í janúar og fjallar um fyrirætlanir meirihlutans í Kópavogi um uppbyggingu svokallaðs lífsgæðakjarna við Gunnarshólma. Þar segir hún undarlegt að Kópavogsbær hafi fleygt fram viljayfirlýsingu um uppbygginguna án þess að ræða við önnur sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Þá segir hún hugmyndina óraunsæja þrátt fyrir að vera fallega. Í Facebook færslunni segir Dóra fyndið að hlusta á Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins impra á því sem góðri hugmynd og lausninni við húsnæðisvandanum að skapa einangrað elligettó á viðkvæmu vatnsverndarsvæði. Það sé hugmynd Kópavogs sem hefur verið í umræðunni. Pláss fyrir 57 þúsund íbúðir Þá segir hún að hugmyndin um víkkun vaxtarmarkanna í þágu uppbyggingar sé „hreinn og beinn áróður sem á uppsprettu sína hjá uppbyggingaraðilum sem hafa keypt sér ódýrt landbúnaðarland og vilja fá út úr því sem mestan gróða.“ Sjálfstæðisflokkurinn hafi kokgleypt þá hugmynd að nauðsynlega þurfi að færa vaxtarmörkin, en innan þeirra sé laust svæði fyrir uppbyggingu 57 þúsund íbúða. „Vandinn liggur því minnst í lóðaskorti eða þéttingu byggðar. Hann liggur í efnahagsástandinu, verðbólgunni og vaxtarkjörunum en ég get svo sem skilið að það henti Sjálfstæðisflokknum ágætlega að færa athygli fólks frá þeirra takmarkaða árangri þegar kemur að því að skapa efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Þá er voða gott að geta bara kennt meirihlutanum í Reykjavíkurborg um. Einföld skilaboð sem svo eru margfölduð og ítrekuð. Áróðursmaskínan sefur aldrei,“ segir í færslu Dóru.
Píratar Reykjavík Kópavogur Garðabær Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Viðreisn Skipulag Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Sjá meira