Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2024 19:04 Danska markamaskínan Pernille Harder fagnar marki sínu gegn Frankfurt í kvöld. Getty/Alexander Hassenstein Bayern München og Frankfurt gerðu 1-1 jafntefli í hörkuleik í þýsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Stigið dugar Bayern til að jafna Wolfsburg, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur, á toppi deildarinnar. Glódís kom í veg fyrir mark Frankfurt með ævintýralegri tæklingu í leiknum en átti einnig sína sök á markinu sem Frankfurt skoraði, eins og sjá má í myndbandi af helstu atvikum hér að neðan. Glódís var að vanda í vörn Bayern og með fyrirliðabandið, í þessum fyrsta leik eftir landsleikina í Bandaríkjunum og afhendingu Gullboltans, þar sem í ljós kom að Glódís hefði orðið efst miðvarða í kjörinu og í 22. sæti alls yfir bestu knattspyrnukonur heims. Bayern fékk kjörið tækifæri til að komast yfir strax á þriðju mínútu í kvöld en hin enska Georgia Stanway náði ekki að nýta vítaspyrnu sem liðið fékk. Glódís var svo ógnandi eftir hornspyrnu skömmu síðar en boltinn endaði ofan á þaknetinu. Bayern komst hins vegar yfir eftir aðra hornspyrnu, á 34. mínútu, þegar hin danska Pernille Harder losaði sig við varnarmann og mætti á fjærstöng. Laura Freigang virtist ætla að jafna metin fyrir Frankfurt á 50. mínútu en Glódís renndi sér þá frábærlega fyrir boltann, á síðustu stundu. Bayern fékk færin til að komast í 2-0 en nýtti þau ekki og Frankfurt náði að jafna metin þegar Glódís tapaði návígi við Etonam-Nicole Anyomi, sem komst þar með ein gegn markverði og skoraði sitt fimmta mark á tímabilinu. Þetta gerir toppbaráttuna í Þýskalandi æsispennandi en Wolfsburg og Bayern eru með 19 stig og jafngóða markatölu, eftir átta umferðir. Leverkusen, með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur innanborðs, er svo í 3. sæti með 18 stig og Frankfurt í 4. sæti með 17 stig. Þýski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Glódís kom í veg fyrir mark Frankfurt með ævintýralegri tæklingu í leiknum en átti einnig sína sök á markinu sem Frankfurt skoraði, eins og sjá má í myndbandi af helstu atvikum hér að neðan. Glódís var að vanda í vörn Bayern og með fyrirliðabandið, í þessum fyrsta leik eftir landsleikina í Bandaríkjunum og afhendingu Gullboltans, þar sem í ljós kom að Glódís hefði orðið efst miðvarða í kjörinu og í 22. sæti alls yfir bestu knattspyrnukonur heims. Bayern fékk kjörið tækifæri til að komast yfir strax á þriðju mínútu í kvöld en hin enska Georgia Stanway náði ekki að nýta vítaspyrnu sem liðið fékk. Glódís var svo ógnandi eftir hornspyrnu skömmu síðar en boltinn endaði ofan á þaknetinu. Bayern komst hins vegar yfir eftir aðra hornspyrnu, á 34. mínútu, þegar hin danska Pernille Harder losaði sig við varnarmann og mætti á fjærstöng. Laura Freigang virtist ætla að jafna metin fyrir Frankfurt á 50. mínútu en Glódís renndi sér þá frábærlega fyrir boltann, á síðustu stundu. Bayern fékk færin til að komast í 2-0 en nýtti þau ekki og Frankfurt náði að jafna metin þegar Glódís tapaði návígi við Etonam-Nicole Anyomi, sem komst þar með ein gegn markverði og skoraði sitt fimmta mark á tímabilinu. Þetta gerir toppbaráttuna í Þýskalandi æsispennandi en Wolfsburg og Bayern eru með 19 stig og jafngóða markatölu, eftir átta umferðir. Leverkusen, með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur innanborðs, er svo í 3. sæti með 18 stig og Frankfurt í 4. sæti með 17 stig.
Þýski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira