Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. nóvember 2024 18:03 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Í gær uppgötvaðist að hundar hafi gengið lausir í Borgarfirði og drepið kindur eða flæmt þær úti í skurði. Á bænum Höll í Þverárhlíð fann Grétar Þór Reynisson bóndi níu dauðar kindur í gær og eina helsærða. Skessuhorn greinir frá þessu en samkvæmt umfjöllun þeirra segir Grétar að óyggjandi sé að um hunda sé að ræða. Aðfarirnar þegar tófa leggst á fé séu gjörólíkar. Grétar í Höll segir að aðfarirnar hafi verið skelfilegar. Sumar ærnar hafi verið flæmdar út í læk og drukknað en aðrar verið bitnar. Þá séu einnig vísbendingar um að hundarnir hafi gert usla í fé á fleiri bæjum. Meðal annars á Glitstöðum í Norðurárdal og Högnastöðum í Þverárhlíð. Jafnframt segir hann að vart hafi orðið vði hundana í fé á Högnastöðum í gærkvöldi og bæði lögreglu og dýraeftirlitsmanni Borgarbyggðar gert viðvart. Í samtali við Skessuhorn segist hann ekki geta fullyrt um að búið sé að ná hundunum en að sjálfur hafi hann verið fram á nótt að huga að sínu fé. Hann hafi opnað túnhliðið hjá sér í gærkvöldi og talsvert af fénu strax skilað sér heim í tún. Í dag verði svo smalað og talið í fjárhópnum en Grétar óttast að fleiri kindur liggi í valnum og leitað verður frekar í dag. Í umfjöllun Skessuhorns kemur fram að tveir ársgamlir hundar séu grunaðir um verknaðinn en auglýst var eftir þeim fyrir fimm dögum síðan. Þeir hefðu verið á bæ í Norðurárdal en látið sig hverfa frá eigendum sínum. Auglýst hafi verið eftir þeim á Facebook-hóp sveitarinnar en þeir ekki skilað sér. Borgarbyggð Landbúnaður Hundar Sauðfé Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Skessuhorn greinir frá þessu en samkvæmt umfjöllun þeirra segir Grétar að óyggjandi sé að um hunda sé að ræða. Aðfarirnar þegar tófa leggst á fé séu gjörólíkar. Grétar í Höll segir að aðfarirnar hafi verið skelfilegar. Sumar ærnar hafi verið flæmdar út í læk og drukknað en aðrar verið bitnar. Þá séu einnig vísbendingar um að hundarnir hafi gert usla í fé á fleiri bæjum. Meðal annars á Glitstöðum í Norðurárdal og Högnastöðum í Þverárhlíð. Jafnframt segir hann að vart hafi orðið vði hundana í fé á Högnastöðum í gærkvöldi og bæði lögreglu og dýraeftirlitsmanni Borgarbyggðar gert viðvart. Í samtali við Skessuhorn segist hann ekki geta fullyrt um að búið sé að ná hundunum en að sjálfur hafi hann verið fram á nótt að huga að sínu fé. Hann hafi opnað túnhliðið hjá sér í gærkvöldi og talsvert af fénu strax skilað sér heim í tún. Í dag verði svo smalað og talið í fjárhópnum en Grétar óttast að fleiri kindur liggi í valnum og leitað verður frekar í dag. Í umfjöllun Skessuhorns kemur fram að tveir ársgamlir hundar séu grunaðir um verknaðinn en auglýst var eftir þeim fyrir fimm dögum síðan. Þeir hefðu verið á bæ í Norðurárdal en látið sig hverfa frá eigendum sínum. Auglýst hafi verið eftir þeim á Facebook-hóp sveitarinnar en þeir ekki skilað sér.
Borgarbyggð Landbúnaður Hundar Sauðfé Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum