Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. nóvember 2024 18:03 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Í gær uppgötvaðist að hundar hafi gengið lausir í Borgarfirði og drepið kindur eða flæmt þær úti í skurði. Á bænum Höll í Þverárhlíð fann Grétar Þór Reynisson bóndi níu dauðar kindur í gær og eina helsærða. Skessuhorn greinir frá þessu en samkvæmt umfjöllun þeirra segir Grétar að óyggjandi sé að um hunda sé að ræða. Aðfarirnar þegar tófa leggst á fé séu gjörólíkar. Grétar í Höll segir að aðfarirnar hafi verið skelfilegar. Sumar ærnar hafi verið flæmdar út í læk og drukknað en aðrar verið bitnar. Þá séu einnig vísbendingar um að hundarnir hafi gert usla í fé á fleiri bæjum. Meðal annars á Glitstöðum í Norðurárdal og Högnastöðum í Þverárhlíð. Jafnframt segir hann að vart hafi orðið vði hundana í fé á Högnastöðum í gærkvöldi og bæði lögreglu og dýraeftirlitsmanni Borgarbyggðar gert viðvart. Í samtali við Skessuhorn segist hann ekki geta fullyrt um að búið sé að ná hundunum en að sjálfur hafi hann verið fram á nótt að huga að sínu fé. Hann hafi opnað túnhliðið hjá sér í gærkvöldi og talsvert af fénu strax skilað sér heim í tún. Í dag verði svo smalað og talið í fjárhópnum en Grétar óttast að fleiri kindur liggi í valnum og leitað verður frekar í dag. Í umfjöllun Skessuhorns kemur fram að tveir ársgamlir hundar séu grunaðir um verknaðinn en auglýst var eftir þeim fyrir fimm dögum síðan. Þeir hefðu verið á bæ í Norðurárdal en látið sig hverfa frá eigendum sínum. Auglýst hafi verið eftir þeim á Facebook-hóp sveitarinnar en þeir ekki skilað sér. Borgarbyggð Landbúnaður Hundar Sauðfé Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Skessuhorn greinir frá þessu en samkvæmt umfjöllun þeirra segir Grétar að óyggjandi sé að um hunda sé að ræða. Aðfarirnar þegar tófa leggst á fé séu gjörólíkar. Grétar í Höll segir að aðfarirnar hafi verið skelfilegar. Sumar ærnar hafi verið flæmdar út í læk og drukknað en aðrar verið bitnar. Þá séu einnig vísbendingar um að hundarnir hafi gert usla í fé á fleiri bæjum. Meðal annars á Glitstöðum í Norðurárdal og Högnastöðum í Þverárhlíð. Jafnframt segir hann að vart hafi orðið vði hundana í fé á Högnastöðum í gærkvöldi og bæði lögreglu og dýraeftirlitsmanni Borgarbyggðar gert viðvart. Í samtali við Skessuhorn segist hann ekki geta fullyrt um að búið sé að ná hundunum en að sjálfur hafi hann verið fram á nótt að huga að sínu fé. Hann hafi opnað túnhliðið hjá sér í gærkvöldi og talsvert af fénu strax skilað sér heim í tún. Í dag verði svo smalað og talið í fjárhópnum en Grétar óttast að fleiri kindur liggi í valnum og leitað verður frekar í dag. Í umfjöllun Skessuhorns kemur fram að tveir ársgamlir hundar séu grunaðir um verknaðinn en auglýst var eftir þeim fyrir fimm dögum síðan. Þeir hefðu verið á bæ í Norðurárdal en látið sig hverfa frá eigendum sínum. Auglýst hafi verið eftir þeim á Facebook-hóp sveitarinnar en þeir ekki skilað sér.
Borgarbyggð Landbúnaður Hundar Sauðfé Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira