„Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2024 21:01 Elvar Örn Jónsson hefur verið frábær með félagsliði sínu á leiktíðinni. Getty Images/Tom Weller „Alltaf mjög gaman að koma heim, hitta strákana og spila fyrir Ísland. Það er alltaf geggjað,“ sagði Elvar Örn Jónsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta og Melsungen í Þýskalandi. Ísland mætir Bosníu í Laugardalshöll annað kvöld, miðvikudag, í því sem er fyrsti leikur liðsins í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer 2026. Eftir það ferðast liðið til Georgíu og mætir heimamönnum þann 10. nóvember næstkomandi. Elvar Örn og lið hans Melsungen hefur farið frábærlega af stað á tímabilinu og eftir níu leiki trónir það á toppi deildarinnar með 16 stig. Í Evrópubikarnum er liðið með fullt hús stiga í F-riðli sem inniheldur Porto, Vardar og Val. „Við erum búnir að byrja gríðarlega vel, bæði í þýsku deildinni og í Evrópukeppninni. Búið að vera mikið leikjaálag en maður vill frekar vera að spila en að æfa þannig þetta er allt í lagi.“ „Mér finnst það hafa hjálpað okkur, það kemur ákveðin leikja-rútína. Svona fílingur sem maður er með þegar maður er að spila mikið, mér finnst það bara jákvætt.“ „Við erum með breiðan hóp úti og þjálfarinn búinn að vera duglegur að nota alla þannig að maður er bara ferskur.“ Klippa: „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Um komandi landsliðsverkefni „Tveir mikilvægir leikir til að koma okkur á EM, við þurfum að mæta á fullu í þá og klára þetta.“ „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg, við munum ekkert hittast aftur fyrr en í undirbúningnum fyrir næsta stórmót svo við þurfum að nýta þessa viku vel til að fara yfir ákveðna hluti og þróa okkar leik.“ „Ég er fyrst og fremst að hugsa um okkur. Við viljum vinna þessa leiki, það er okkar markmið. Viljum vera í efsta sæti í þessum riðli, til þess þurfum við að vinna þessa tvo leiki.“ „Að spila í Höllinni er alltaf geggjað, það besta sem maður getur gert,“ sagði Elvar Örn að lokum. Viðtalið við Elvar Örn má sjá í heild sinni ofar í fréttinni. Handbolti Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Tengdar fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Eldamennskan hefur reynst stærsta áskorun handboltamannsins Benedikts Gunnars Óskarssonar sem hefur byrjað vel á nýjum stað í Noregi. Landsliðið er næst á dagskrá. 5. nóvember 2024 08:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Sjá meira
Ísland mætir Bosníu í Laugardalshöll annað kvöld, miðvikudag, í því sem er fyrsti leikur liðsins í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer 2026. Eftir það ferðast liðið til Georgíu og mætir heimamönnum þann 10. nóvember næstkomandi. Elvar Örn og lið hans Melsungen hefur farið frábærlega af stað á tímabilinu og eftir níu leiki trónir það á toppi deildarinnar með 16 stig. Í Evrópubikarnum er liðið með fullt hús stiga í F-riðli sem inniheldur Porto, Vardar og Val. „Við erum búnir að byrja gríðarlega vel, bæði í þýsku deildinni og í Evrópukeppninni. Búið að vera mikið leikjaálag en maður vill frekar vera að spila en að æfa þannig þetta er allt í lagi.“ „Mér finnst það hafa hjálpað okkur, það kemur ákveðin leikja-rútína. Svona fílingur sem maður er með þegar maður er að spila mikið, mér finnst það bara jákvætt.“ „Við erum með breiðan hóp úti og þjálfarinn búinn að vera duglegur að nota alla þannig að maður er bara ferskur.“ Klippa: „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Um komandi landsliðsverkefni „Tveir mikilvægir leikir til að koma okkur á EM, við þurfum að mæta á fullu í þá og klára þetta.“ „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg, við munum ekkert hittast aftur fyrr en í undirbúningnum fyrir næsta stórmót svo við þurfum að nýta þessa viku vel til að fara yfir ákveðna hluti og þróa okkar leik.“ „Ég er fyrst og fremst að hugsa um okkur. Við viljum vinna þessa leiki, það er okkar markmið. Viljum vera í efsta sæti í þessum riðli, til þess þurfum við að vinna þessa tvo leiki.“ „Að spila í Höllinni er alltaf geggjað, það besta sem maður getur gert,“ sagði Elvar Örn að lokum. Viðtalið við Elvar Örn má sjá í heild sinni ofar í fréttinni.
Handbolti Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Tengdar fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Eldamennskan hefur reynst stærsta áskorun handboltamannsins Benedikts Gunnars Óskarssonar sem hefur byrjað vel á nýjum stað í Noregi. Landsliðið er næst á dagskrá. 5. nóvember 2024 08:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Sjá meira
Eldamennskan stærsta áskorunin Eldamennskan hefur reynst stærsta áskorun handboltamannsins Benedikts Gunnars Óskarssonar sem hefur byrjað vel á nýjum stað í Noregi. Landsliðið er næst á dagskrá. 5. nóvember 2024 08:00