Verkinu skal að fullu lokið samkvæmt tilkynningunni 1. nóvember 2026. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Fossvogsbrúin verður 270 metra löng brú frá Kársnesi yfir að Reykjavíkurflugvelli sem á að þjóna Borgarlínunni, gangandi og hjólandi.
Gerð verður landfylling báðum megin Fossvogs. Reykjavíkurmegin felur verkið í sér gerð tveggja hektara landfyllingar og 740 metra sjóvarna utan við núverandi strandlínu frá Skerjafirði í norðvestri að Kýrhamri í norðaustri. Á Kársnesi felur verkið í sér gerð um 0,3 hektara landfyllingar utan við núverandi strandlínu með 220 metra af nýrri sjóvörn ásamt um 0,4 hektara fyllingum á landi. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar.
Nánar um útboðsgögn á vef Vegagerðarinnar.