United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 15:54 Bruno Fernandes fagnar marki sínu fyrir Manchester United í dag en hann skoraði næstum því annað mark. Getty/Carl Recine Manchester United kvaddi knattspyrnustjórann Ruud van Nistelrooy með góðum 3-0 sigri á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Bruno Fernandes skoraði fyrsta markið og næstum því það annað líka en það endaði á því að vera skráð sem sjálfsmark. Síðasta markið skoraði Alejandro Garnacho með frábæru skoti. Þrátt fyrir sigurinn þá er United enn í þrettánda sæti deildarinnar en nú bara fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti. Van Nistelrooy stýrði liðinu tímabundið eftir að Erik ten Hag var rekinn og það er ekki hægt að kvarta yfir útkomunni. Þrír sigrar og ekkert tap í fjórum leikjum. Allir leikirnir fóru fram á Old Trafford, tveir í deild, einn í Evrópudeild og einn í deildabikar. Van Nistelrooy stigur nú til hliðar en frá og með morgundeginum þá verður Rúben Amorim orðinn knattspyrnustjóri félagsins. Það er jákvæðara andrúmsloft á Old Trafford, nú þegar nýr spennandi stjóri er á leiðinni og liðið hefur jafnframt verið að ná í úrslit í síðustu leikjum. Nýliðar Leicester náðu ekki að stríða heimamönnum að ráði á Old Trafford og sigurinn nokkuð sannfærandi hjá United. Bruno Fernandes kom United í 1-0 á sautjándu mínútu eftir laglegt samspil við unga strákinn Amad Diallo. Diallo gaf boltann aftur á Bruno með hælnum og Portúgalinn skoraði með góðu skoti utarlega úr teignum. United bætti síðan við marki á 38. mínútu sem var fyrst skráð á Bruno en svo breytt í sjálfsmark hjá Victor Kristiansen. Bruno ætlaði að skalla boltann en fékk hann í lærið eftir fyrirgjöf frá Noussair Mazraoui. Boltinn fór í Kristiansen á leið í markið. Leicester fékk reyndar nokkur færi í fyrri hálfleiknum og náði fjórum skotum á markið en André Onana var ávallt vel á verði í United markinu. Leikurinn var í góðum höndum United í seinni hálfleik en liðið innsiglaði sigurinn með þriðja markinu sjö mínútum fyrir leikslok. Alejandro Garnacho skoraði þá með frábæru skoti fyrir utan teig eftir að hafa fengið boltann frá Bruno. Lagði hann fyrir sig og afgreiddi hann upp í fjærhornið. Christian Eriksen gerði mjög vel í þessari hröðu sókn. Enski boltinn
Manchester United kvaddi knattspyrnustjórann Ruud van Nistelrooy með góðum 3-0 sigri á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Bruno Fernandes skoraði fyrsta markið og næstum því það annað líka en það endaði á því að vera skráð sem sjálfsmark. Síðasta markið skoraði Alejandro Garnacho með frábæru skoti. Þrátt fyrir sigurinn þá er United enn í þrettánda sæti deildarinnar en nú bara fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti. Van Nistelrooy stýrði liðinu tímabundið eftir að Erik ten Hag var rekinn og það er ekki hægt að kvarta yfir útkomunni. Þrír sigrar og ekkert tap í fjórum leikjum. Allir leikirnir fóru fram á Old Trafford, tveir í deild, einn í Evrópudeild og einn í deildabikar. Van Nistelrooy stigur nú til hliðar en frá og með morgundeginum þá verður Rúben Amorim orðinn knattspyrnustjóri félagsins. Það er jákvæðara andrúmsloft á Old Trafford, nú þegar nýr spennandi stjóri er á leiðinni og liðið hefur jafnframt verið að ná í úrslit í síðustu leikjum. Nýliðar Leicester náðu ekki að stríða heimamönnum að ráði á Old Trafford og sigurinn nokkuð sannfærandi hjá United. Bruno Fernandes kom United í 1-0 á sautjándu mínútu eftir laglegt samspil við unga strákinn Amad Diallo. Diallo gaf boltann aftur á Bruno með hælnum og Portúgalinn skoraði með góðu skoti utarlega úr teignum. United bætti síðan við marki á 38. mínútu sem var fyrst skráð á Bruno en svo breytt í sjálfsmark hjá Victor Kristiansen. Bruno ætlaði að skalla boltann en fékk hann í lærið eftir fyrirgjöf frá Noussair Mazraoui. Boltinn fór í Kristiansen á leið í markið. Leicester fékk reyndar nokkur færi í fyrri hálfleiknum og náði fjórum skotum á markið en André Onana var ávallt vel á verði í United markinu. Leikurinn var í góðum höndum United í seinni hálfleik en liðið innsiglaði sigurinn með þriðja markinu sjö mínútum fyrir leikslok. Alejandro Garnacho skoraði þá með frábæru skoti fyrir utan teig eftir að hafa fengið boltann frá Bruno. Lagði hann fyrir sig og afgreiddi hann upp í fjærhornið. Christian Eriksen gerði mjög vel í þessari hröðu sókn.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti