Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar 7. nóvember 2024 15:16 Íslenska menntakerfið er í miðri krísu þar sem núverandi verkfall kennara endurspeglar dýpri vanda sem snýr ekki einungis að launakjörum heldur að heildarsýn menntakerfisins. Kennarar krefjast réttlátra launa sem endurspegla gildi þeirra í samfélaginu – því hver myndi vilja gefa sig alla fyrir starf sem launar ekki samkvæmt kröfum nútímans? Ekki nóg með það, kennarar þurfa einnig að eiga gott samstarf við skólakerfið, sem sjálft þarf að þróast í takt við þarfir þjóðarinnar. Vandamálið liggur djúpt, en lykillinn að lausninni gæti verið að endurhugsa forgangsröðunina innan menntakerfisins og beina fjármagni sérstaklega að þeim greinum sem íslenskt samfélag hefur raunverulega þörf fyrir. Sem stundakennari við Háskóla Reykjavíkur hef ég fengið tækifæri til að sjá þessar áskoranir úr innsta hring og upplifað hversu mikil þörf er fyrir breytingar og tek því undir áherslur Miðflokksins að stuðla að aukinni verðmætasköpun með því að efla nám í tæknigreinum og iðnnámi, þar sem mikilvæg kunnátta í efnahagslegri uppbyggingu landsins þroskast. Hugmyndin er ekki flókin – ef þjóðin hefur á stefnuskránni að verða leiðandi í tæknigreinum, þarf að fjármagna þá menntun sem færir okkur þangað. Við verðum að endurskipuleggja fjárveitingar, tryggja stuðning og aukna aðsókn að þessum greinum með samstarfi fyrirtækja og skóla. En ekki má gleyma grunninum, hundruðir drengja ná ekki góðu læsi við lok grunnskóla, og aðeins þriðjungur þeirra sem stunda háskólanám eru karlmenn. Þetta er áfall fyrir samfélagið og bendir til þess að kerfið henti ekki öllum. Lausn Miðflokksins felst í að skapa rými fyrir fjölbreyttari nálgun, þar sem menntun tekur mið af þörfum allra nemenda. Með því að endurspegla mismunandi þarfir, frá drengjum sem þurfa aðstoð við læsi til nemenda í iðnnámi, væri hægt að koma til móts við alla hópa og skapa þannig fjölbreyttari og sterkari atvinnulíf. Verkfall kennara ætti því að vera kveikjan að róttækum breytingum. Lausnin er ekki bara að hækka laun kennara, heldur að byggja upp menntakerfi sem er sveigjanlegt, verðmætt og virkilega mikilvægt fyrir þjóðina. Með því að beina fjármagni inn í þá menntun sem hefur mesta raunverulegu þýðingu, tryggja sanngjörn launakjör kennara og skapa vettvang þar sem menntun og atvinnulíf eru í nánu samstarfi, getum við þróað skólakerfi sem nýtist samfélaginu í heild sinni. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur, stundakennari við Háskóla Reykjavíkur og skipar 18. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Íslenska menntakerfið er í miðri krísu þar sem núverandi verkfall kennara endurspeglar dýpri vanda sem snýr ekki einungis að launakjörum heldur að heildarsýn menntakerfisins. Kennarar krefjast réttlátra launa sem endurspegla gildi þeirra í samfélaginu – því hver myndi vilja gefa sig alla fyrir starf sem launar ekki samkvæmt kröfum nútímans? Ekki nóg með það, kennarar þurfa einnig að eiga gott samstarf við skólakerfið, sem sjálft þarf að þróast í takt við þarfir þjóðarinnar. Vandamálið liggur djúpt, en lykillinn að lausninni gæti verið að endurhugsa forgangsröðunina innan menntakerfisins og beina fjármagni sérstaklega að þeim greinum sem íslenskt samfélag hefur raunverulega þörf fyrir. Sem stundakennari við Háskóla Reykjavíkur hef ég fengið tækifæri til að sjá þessar áskoranir úr innsta hring og upplifað hversu mikil þörf er fyrir breytingar og tek því undir áherslur Miðflokksins að stuðla að aukinni verðmætasköpun með því að efla nám í tæknigreinum og iðnnámi, þar sem mikilvæg kunnátta í efnahagslegri uppbyggingu landsins þroskast. Hugmyndin er ekki flókin – ef þjóðin hefur á stefnuskránni að verða leiðandi í tæknigreinum, þarf að fjármagna þá menntun sem færir okkur þangað. Við verðum að endurskipuleggja fjárveitingar, tryggja stuðning og aukna aðsókn að þessum greinum með samstarfi fyrirtækja og skóla. En ekki má gleyma grunninum, hundruðir drengja ná ekki góðu læsi við lok grunnskóla, og aðeins þriðjungur þeirra sem stunda háskólanám eru karlmenn. Þetta er áfall fyrir samfélagið og bendir til þess að kerfið henti ekki öllum. Lausn Miðflokksins felst í að skapa rými fyrir fjölbreyttari nálgun, þar sem menntun tekur mið af þörfum allra nemenda. Með því að endurspegla mismunandi þarfir, frá drengjum sem þurfa aðstoð við læsi til nemenda í iðnnámi, væri hægt að koma til móts við alla hópa og skapa þannig fjölbreyttari og sterkari atvinnulíf. Verkfall kennara ætti því að vera kveikjan að róttækum breytingum. Lausnin er ekki bara að hækka laun kennara, heldur að byggja upp menntakerfi sem er sveigjanlegt, verðmætt og virkilega mikilvægt fyrir þjóðina. Með því að beina fjármagni inn í þá menntun sem hefur mesta raunverulegu þýðingu, tryggja sanngjörn launakjör kennara og skapa vettvang þar sem menntun og atvinnulíf eru í nánu samstarfi, getum við þróað skólakerfi sem nýtist samfélaginu í heild sinni. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur, stundakennari við Háskóla Reykjavíkur og skipar 18. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun