Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 11:00 Scottie Pippen eldri var stoltur af syni sínum Scotty Pippen yngri sem er að gera flotta hluti með Memphis Grizzlies. Getty/Luca Sgamellotti/Mitchell Leff Scottie Pippen hefur kvartað lengi yfir því að vera alltaf í skugganum á Michael Jordan en nú getur hann þakkað syni sínum fyrir að gera sig einstakan í sögu NBA deildarinnar í körfubolta. Scotty Pippen yngri spilar með Memphis Grizzlies og er á sínu fyrsta ári hjá liðinu eftir að hafa byrjað NBA ferill sinn hjá Los Angeles Lakers. Pippen yngri átti frábæran leik í sigurleik á móti Washington Wizards. Hann hafði minnt á sig með 12 stigum og 13 stoðsendingum í sigri á Philadelphia 76ers í byrjun nóvember en að þessu sinni náði hann þrennunni eftirsóttu með því að skora 11 stig, taka 10 fráköst og gefa 11 stoðsendingar í 128-104 sigri. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Pippen yngri en hann leysti af stórstjörnuna Ja Morant sem var hvíldur vegna meiðsla Með þessari þrennu þá urðu feðgarnir þeir fyrstu í sögu NBA til að ná báðir þrennuleik í NBA. Scottie Pippen eldri náði 21 þrennu á ferlinum sínum þar af komu fjórar þeirra í úrslitakeppninni. Pippern eldri náði þeirri fyrstu þó ekki fyrr en í 99 leiknum sínum. Þetta var aftur á móti bara 37. leikurinn hjá stráknum. Pippen yngri er nú með 11,6 stig, 6,9 stoðsendingar og 4,2 fráköst að meðaltali í fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu og það þrátt fyrir að spila aðeins 26,0 mínútur í leik. Á öllum ferli sínum þá var Pippen eldri með 16,1 stig, 5,2 stoðsendingar og 6,4 fráköst að meðaltali í 1178 deildarleikjum. Proud to share this moment with my son. 🔥 pic.twitter.com/nxNUBE8YxZ— Scottie Pippen (@ScottiePippen) November 9, 2024 NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Scotty Pippen yngri spilar með Memphis Grizzlies og er á sínu fyrsta ári hjá liðinu eftir að hafa byrjað NBA ferill sinn hjá Los Angeles Lakers. Pippen yngri átti frábæran leik í sigurleik á móti Washington Wizards. Hann hafði minnt á sig með 12 stigum og 13 stoðsendingum í sigri á Philadelphia 76ers í byrjun nóvember en að þessu sinni náði hann þrennunni eftirsóttu með því að skora 11 stig, taka 10 fráköst og gefa 11 stoðsendingar í 128-104 sigri. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Pippen yngri en hann leysti af stórstjörnuna Ja Morant sem var hvíldur vegna meiðsla Með þessari þrennu þá urðu feðgarnir þeir fyrstu í sögu NBA til að ná báðir þrennuleik í NBA. Scottie Pippen eldri náði 21 þrennu á ferlinum sínum þar af komu fjórar þeirra í úrslitakeppninni. Pippern eldri náði þeirri fyrstu þó ekki fyrr en í 99 leiknum sínum. Þetta var aftur á móti bara 37. leikurinn hjá stráknum. Pippen yngri er nú með 11,6 stig, 6,9 stoðsendingar og 4,2 fráköst að meðaltali í fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu og það þrátt fyrir að spila aðeins 26,0 mínútur í leik. Á öllum ferli sínum þá var Pippen eldri með 16,1 stig, 5,2 stoðsendingar og 6,4 fráköst að meðaltali í 1178 deildarleikjum. Proud to share this moment with my son. 🔥 pic.twitter.com/nxNUBE8YxZ— Scottie Pippen (@ScottiePippen) November 9, 2024
NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira