„Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Andri Már Eggertsson skrifar 10. nóvember 2024 20:19 Benedikt Guðmundsson að fara yfir málin í leik kvöldsins Vísir/Jón Gautur Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann fjögurra stiga sigur gegn Rúmeníu 77-73 í undankeppni EM. Þetta var fyrsti sigur liðsins í tvö ár og Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, var ánægður eftir leik. „Þetta eru ekki margir leikir á ári hjá okkur en tilfinningin er ógeðslega góð og hungrið í sigur var ógeðslega mikið. Mig langar svo að vinna alla þessa landsleiki því þessar stelpur eru svo flottar og duglegar og eru búnar að taka svo miklum framförum.“ „Kvennaboltinn er í svo mikilli sókn og við höfum verið í hörkuleik við margar þjóðir en að klára leik með sigri var betra og vonandi er það að koma núna,“ sagði Benedikt Guðmundsson í samtali við Vísi eftir leik. Benedikt var ánægður með að Rúmenía hafi verið í svæðisvörn í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að íslenska liðið fékk opin þriggja stiga skot. „Við vissum af þjálfaraskiptum hjá Rúmenum og ég var búinn að heyra það að þessi nýi þjálfari væri gjarn á að fara í svæðisvörn. Hann byrjaði í svæðisvörn í þessum leik og það var veisla fyrir stelpur eins og Thelmu og þessar skyttur sem við erum með. Hann var snöggur að hætta í svæðisvörn og fór í maður á mann. Við tökum því fagnandi ef lið ætlar í svæðisvörn á móti okkur.“ Staðan var 55-51 þegar haldið var í síðasta fjórðung og Benedikt var virkilega ánægður með að liðið hafi náð að klára leikinn í fjórða leikhluta. „Rúmensku stelpurnar gerðu vel í að setja niður stór þriggja stiga skot. Mér fannst við vera fá þannig stöður í sókn að við vorum að fá góð tækifæri sem við vorum að klikka á. Mér fannst að við ættum að vera með stærra forskot í lok þriðja leikhluta og byrjun fjórða leikhluta. Þegar þú ert ekki að ná að nýta augnablikin til þess að búa til forskot þá færðu það yfirleitt í bakið og andstæðingurinn kemur til baka.“ „Sem betur fer steig Danielle upp í lokasókninni eins og hún var beðin um og kláraði þetta. Það hefði verið ósanngjarnt að tapa þessu. Þetta mátti vera eitt, tvö, þrjú eða fjögur stig eða hvað sem það var. Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig.“ „Ég bað um að Ísabella myndi setja hindrun fyrir hana og svo myndi Danielle fara á manninn sinn og annað hvort myndi hún búa til skot fyrir sig eða samherja. Við settum þetta í hendurnar á henni og ég sé ekki eftir því enda var það frekar augljós ákvörðun að leita til hennar,“ sagði Benedikt að lokum. EM 2025 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra körfubolti, Lengjubikarinn og margt fleira Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira
„Þetta eru ekki margir leikir á ári hjá okkur en tilfinningin er ógeðslega góð og hungrið í sigur var ógeðslega mikið. Mig langar svo að vinna alla þessa landsleiki því þessar stelpur eru svo flottar og duglegar og eru búnar að taka svo miklum framförum.“ „Kvennaboltinn er í svo mikilli sókn og við höfum verið í hörkuleik við margar þjóðir en að klára leik með sigri var betra og vonandi er það að koma núna,“ sagði Benedikt Guðmundsson í samtali við Vísi eftir leik. Benedikt var ánægður með að Rúmenía hafi verið í svæðisvörn í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að íslenska liðið fékk opin þriggja stiga skot. „Við vissum af þjálfaraskiptum hjá Rúmenum og ég var búinn að heyra það að þessi nýi þjálfari væri gjarn á að fara í svæðisvörn. Hann byrjaði í svæðisvörn í þessum leik og það var veisla fyrir stelpur eins og Thelmu og þessar skyttur sem við erum með. Hann var snöggur að hætta í svæðisvörn og fór í maður á mann. Við tökum því fagnandi ef lið ætlar í svæðisvörn á móti okkur.“ Staðan var 55-51 þegar haldið var í síðasta fjórðung og Benedikt var virkilega ánægður með að liðið hafi náð að klára leikinn í fjórða leikhluta. „Rúmensku stelpurnar gerðu vel í að setja niður stór þriggja stiga skot. Mér fannst við vera fá þannig stöður í sókn að við vorum að fá góð tækifæri sem við vorum að klikka á. Mér fannst að við ættum að vera með stærra forskot í lok þriðja leikhluta og byrjun fjórða leikhluta. Þegar þú ert ekki að ná að nýta augnablikin til þess að búa til forskot þá færðu það yfirleitt í bakið og andstæðingurinn kemur til baka.“ „Sem betur fer steig Danielle upp í lokasókninni eins og hún var beðin um og kláraði þetta. Það hefði verið ósanngjarnt að tapa þessu. Þetta mátti vera eitt, tvö, þrjú eða fjögur stig eða hvað sem það var. Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig.“ „Ég bað um að Ísabella myndi setja hindrun fyrir hana og svo myndi Danielle fara á manninn sinn og annað hvort myndi hún búa til skot fyrir sig eða samherja. Við settum þetta í hendurnar á henni og ég sé ekki eftir því enda var það frekar augljós ákvörðun að leita til hennar,“ sagði Benedikt að lokum.
EM 2025 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra körfubolti, Lengjubikarinn og margt fleira Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira