Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller, Elín Anna Baldursdóttir og Sævar Már Gústavsson skrifa 12. nóvember 2024 10:16 Jöfnum aðgengi Forsenda allrar umræðu um bætta geðheilbrigðisþjónustu er jafnt aðgengi að þjónustu. Í dag er geðheilbrigðiskerfið óskilvirkt og stefnulaust þar sem óljóst er hvaða þjónustu skal veita á mismunandi þjónustustigum. Fólk veit ekki hvar það á að fá þjónustu og í mörgum tilfellum hafa þeir sem hafa góð fjárráð greiðara aðgengi þjónustu en aðrir þar sem opinbera kerfið einkennist af biðlistum og undirmönnun. Auk þess er aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu mjög mismunandi eftir landshlutum þar sem hallar mikið á fólk á landsbyggðinni. Þegar ástandið er líkt og það er nú þá er ekki hægt að segja að jafnræðis sé gætt þegar kemur að heilbrigðisþjónustu. Því er það jafnréttismál að bæta úr þessari stöðu og eitt af forgangsmálum Samfylkingarinnar til að tryggja öryggi í heilbrigðismálum. Geðheilbrigðisvandi er algengur Algengasti vandinn innan geðheilbrigðiskerfisins er þunglyndi og kvíðaraskanir. Þriðjungur þeirra sem sækja þjónustu á heilsugæslum eru með geðrænan vanda. Einn af hverjum fimm glímir við þunglyndi eða kvíða á hverju ári sem við getum áætlað að séu um 80.000 manns. Verulega er hægt að draga úr þessum vanda með því að veita gagnreyndar sálfræðimeðferðir. Einnig skal hafa í huga einstaklingar með kvíða- og eða þunglyndisvanda nota heilbrigðisþjónustu í meira mæli en aðrir og árangursrík sálfræðimeðferð minnkar þá þjónustuþörf. Því er ljóst að bætt aðgengi að sálfræðiþjónustu sem leiðir til bata og minni þörf fyrir þjónustu getur létt undir álagi á heilsugæslu og heimilislæknum. Efnahagslegur ávinningur meðferðar Þrátt fyrir að helsta ástæða þess að auka og jafna aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu tengist gæðum meðferðar þá eru einnig fyrir því mjög gild efnahagsleg rök. Efnahagslegur ávinningur þess að efla aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er ótvíræður og hefur meðal annars sýnt sig í átaksverkefnunum Rask Psykisk Helsehjelp í Noregi og Talking Therapies (áður IAPT) í Bretlandi. Með því er að hægt að fækka veikindadögum, auka líkur á endurkomu á vinnumarkað og auka framleiðni í samfélaginu sem bætir afkomu ríkissjóðs. Snemmtæk íhlutun Flestar geðraskanir koma fram á barns og unglingsárum og með snemmtækri íhlutun er hægt að koma í veg fyrir að vandi fylgi börnum og unglingum inn á fullorðinsárin. Þeir sem fá aðstoð snemma eru líklegri til þess að ná fullum bata. Styttri bið og aukið aðgengi kemur einnig í veg fyrir vandi aukist og krefjist meiri og dýrari inngripa. Barnæskan er mikilvægt tímabil í þroska einstaklinga og geðrænn vandi getur rænt af þeim mikilvæg tækifæri til að efla tilfinninga- og félagsþroska. Börn sem fá aðstoð ná einnig meiri árangri í námi. Aukið aðgengi er því mikilvægt til þess að auka lífsgæði og framtíð barna og unglinga. Örugg skref Samfylkingar Örugg skref Samfylkingarinnar að bættu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu eru: 1) efnahagur og búseta ráði ekki aðgengi að þessari þjónustu og hún verði aðgengileg öllum án skilyrða, 2) ekki þurfi tilvísun til að fá sálfræðiþjónustu við algengum geðvanda, 3) stjórnvöld setji fram skýra lýsingu á stigskiptingu, hlutverkum og skyldum fyrstu, annarrar og þriðju línu geðheilbrigðisþjónustu, 4) efla þarf þjálfun, endurmenntun og klíníska handleiðslu geðheilbrigðisstétta og 5) stjórnvöld auki eftirlit með veitingu, gæðum og árangri til að tryggja viðeigandi þjónustu. Elín Anna Baldursdóttir, sálfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Sævar Már Gústavsson, sálfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Alma Möller, landlæknir og oddviti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Samfylkingin Geðheilbrigði Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Jöfnum aðgengi Forsenda allrar umræðu um bætta geðheilbrigðisþjónustu er jafnt aðgengi að þjónustu. Í dag er geðheilbrigðiskerfið óskilvirkt og stefnulaust þar sem óljóst er hvaða þjónustu skal veita á mismunandi þjónustustigum. Fólk veit ekki hvar það á að fá þjónustu og í mörgum tilfellum hafa þeir sem hafa góð fjárráð greiðara aðgengi þjónustu en aðrir þar sem opinbera kerfið einkennist af biðlistum og undirmönnun. Auk þess er aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu mjög mismunandi eftir landshlutum þar sem hallar mikið á fólk á landsbyggðinni. Þegar ástandið er líkt og það er nú þá er ekki hægt að segja að jafnræðis sé gætt þegar kemur að heilbrigðisþjónustu. Því er það jafnréttismál að bæta úr þessari stöðu og eitt af forgangsmálum Samfylkingarinnar til að tryggja öryggi í heilbrigðismálum. Geðheilbrigðisvandi er algengur Algengasti vandinn innan geðheilbrigðiskerfisins er þunglyndi og kvíðaraskanir. Þriðjungur þeirra sem sækja þjónustu á heilsugæslum eru með geðrænan vanda. Einn af hverjum fimm glímir við þunglyndi eða kvíða á hverju ári sem við getum áætlað að séu um 80.000 manns. Verulega er hægt að draga úr þessum vanda með því að veita gagnreyndar sálfræðimeðferðir. Einnig skal hafa í huga einstaklingar með kvíða- og eða þunglyndisvanda nota heilbrigðisþjónustu í meira mæli en aðrir og árangursrík sálfræðimeðferð minnkar þá þjónustuþörf. Því er ljóst að bætt aðgengi að sálfræðiþjónustu sem leiðir til bata og minni þörf fyrir þjónustu getur létt undir álagi á heilsugæslu og heimilislæknum. Efnahagslegur ávinningur meðferðar Þrátt fyrir að helsta ástæða þess að auka og jafna aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu tengist gæðum meðferðar þá eru einnig fyrir því mjög gild efnahagsleg rök. Efnahagslegur ávinningur þess að efla aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er ótvíræður og hefur meðal annars sýnt sig í átaksverkefnunum Rask Psykisk Helsehjelp í Noregi og Talking Therapies (áður IAPT) í Bretlandi. Með því er að hægt að fækka veikindadögum, auka líkur á endurkomu á vinnumarkað og auka framleiðni í samfélaginu sem bætir afkomu ríkissjóðs. Snemmtæk íhlutun Flestar geðraskanir koma fram á barns og unglingsárum og með snemmtækri íhlutun er hægt að koma í veg fyrir að vandi fylgi börnum og unglingum inn á fullorðinsárin. Þeir sem fá aðstoð snemma eru líklegri til þess að ná fullum bata. Styttri bið og aukið aðgengi kemur einnig í veg fyrir vandi aukist og krefjist meiri og dýrari inngripa. Barnæskan er mikilvægt tímabil í þroska einstaklinga og geðrænn vandi getur rænt af þeim mikilvæg tækifæri til að efla tilfinninga- og félagsþroska. Börn sem fá aðstoð ná einnig meiri árangri í námi. Aukið aðgengi er því mikilvægt til þess að auka lífsgæði og framtíð barna og unglinga. Örugg skref Samfylkingar Örugg skref Samfylkingarinnar að bættu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu eru: 1) efnahagur og búseta ráði ekki aðgengi að þessari þjónustu og hún verði aðgengileg öllum án skilyrða, 2) ekki þurfi tilvísun til að fá sálfræðiþjónustu við algengum geðvanda, 3) stjórnvöld setji fram skýra lýsingu á stigskiptingu, hlutverkum og skyldum fyrstu, annarrar og þriðju línu geðheilbrigðisþjónustu, 4) efla þarf þjálfun, endurmenntun og klíníska handleiðslu geðheilbrigðisstétta og 5) stjórnvöld auki eftirlit með veitingu, gæðum og árangri til að tryggja viðeigandi þjónustu. Elín Anna Baldursdóttir, sálfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Sævar Már Gústavsson, sálfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Alma Möller, landlæknir og oddviti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun