Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. nóvember 2024 12:02 Unnið er að því að hreinsa frá niðurföllum í Ísafjarðarbæ. vísir/vilhelm Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. Fjöldi skriða féll á Vestfjörðum í nótt, meðal annars á vegi í Dýrafirði við Dýrafjarðargöng, í Hestfirði, á Dynjandisheiði og utan við Spilli við Súgandafjörð. Sömuleiðis hefur vatn flætt víða yfir vegi á Vestfjörðum. Pollurinn brúnn Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir veðrið nokkuð slæmt. „Ég er í miðbæ Ísafjarðar og horfi hér út á pollinn sem er úfinn í þessari sunnanátt, það er mikil slagveðursrigning og talsvert mikill vindur.“ Er mikið vatn á götum? „Nei það nær að flæða burt að mestu en ég sé að akkúrat fyrir utan gluggann hjá mér eru starfsmenn áhaldahússins að losa lauf úr niðurföllum þannig þeir hafa væntanlega haft í nógu að snúast. Ég sé að pollurinn er hálf brúnn vegna leysingavatns og kannski skriðufalla sem hafa verið í fjöllunum fyrir ofan og það hvín í húsinu, þetta er dálítið veður.“ Gylfi Ólafsson er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.Aðsend Fyllt á flöskur Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. Á vef Ísafjarðarbæjar segir að óvíst sé hvenær hægt verði að opna fyrir vatnið á ný en íbúar verði látnir vita. „Ég var á kaffihúsi í morgun og þar kom inn maður sem var með fullt fangið af flöskum og vildi fá að fylla á því það var búið að loka fyrir neysluvatnið á Flateyri þar sem hann svaf um nóttina.“ Vatnið drullugt Þá eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík segir vatnið í bænum drullugt og mögulega óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík.Vísir/Vilhelm Enn skriðuhætta Unnur Blær A. Bartsch, vakthafandi skriðusérfræðingur á Veðurstofunni segir að minnst sjö skriður hafi fallið frá því í nótt og nokkur grjóthrun. „Við teljum að hættan sé ekki afstaðin, það á eftir að rigna meira i dag og eitthvað fram yfir hádegið. Það er bara fyrst núna sem það er að birta aðeins til og við getum sent fólk af stað og fengið myndir af skriðunum sem féllu í nótt.“ Og bætir við að skriður hafi hvergi fallið í byggð og enginn slasast. Rólegu veðri er spáð á morgun og miðvikudag en á fimmtudag fer aftur að rigna á svæðunum. Unnur hvetur íbúa á Vestfjörðum til að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum á vef Vegagerðarinnar. „Og að fólk sé ekkert endilega á ferðinni á vegum á Vestfjörðum að óþörfu.“ Bolungarvík Vatn Ísafjarðarbær Heilbrigðiseftirlit Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur Sjá meira
Fjöldi skriða féll á Vestfjörðum í nótt, meðal annars á vegi í Dýrafirði við Dýrafjarðargöng, í Hestfirði, á Dynjandisheiði og utan við Spilli við Súgandafjörð. Sömuleiðis hefur vatn flætt víða yfir vegi á Vestfjörðum. Pollurinn brúnn Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir veðrið nokkuð slæmt. „Ég er í miðbæ Ísafjarðar og horfi hér út á pollinn sem er úfinn í þessari sunnanátt, það er mikil slagveðursrigning og talsvert mikill vindur.“ Er mikið vatn á götum? „Nei það nær að flæða burt að mestu en ég sé að akkúrat fyrir utan gluggann hjá mér eru starfsmenn áhaldahússins að losa lauf úr niðurföllum þannig þeir hafa væntanlega haft í nógu að snúast. Ég sé að pollurinn er hálf brúnn vegna leysingavatns og kannski skriðufalla sem hafa verið í fjöllunum fyrir ofan og það hvín í húsinu, þetta er dálítið veður.“ Gylfi Ólafsson er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.Aðsend Fyllt á flöskur Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. Á vef Ísafjarðarbæjar segir að óvíst sé hvenær hægt verði að opna fyrir vatnið á ný en íbúar verði látnir vita. „Ég var á kaffihúsi í morgun og þar kom inn maður sem var með fullt fangið af flöskum og vildi fá að fylla á því það var búið að loka fyrir neysluvatnið á Flateyri þar sem hann svaf um nóttina.“ Vatnið drullugt Þá eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík segir vatnið í bænum drullugt og mögulega óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík.Vísir/Vilhelm Enn skriðuhætta Unnur Blær A. Bartsch, vakthafandi skriðusérfræðingur á Veðurstofunni segir að minnst sjö skriður hafi fallið frá því í nótt og nokkur grjóthrun. „Við teljum að hættan sé ekki afstaðin, það á eftir að rigna meira i dag og eitthvað fram yfir hádegið. Það er bara fyrst núna sem það er að birta aðeins til og við getum sent fólk af stað og fengið myndir af skriðunum sem féllu í nótt.“ Og bætir við að skriður hafi hvergi fallið í byggð og enginn slasast. Rólegu veðri er spáð á morgun og miðvikudag en á fimmtudag fer aftur að rigna á svæðunum. Unnur hvetur íbúa á Vestfjörðum til að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum á vef Vegagerðarinnar. „Og að fólk sé ekkert endilega á ferðinni á vegum á Vestfjörðum að óþörfu.“
Bolungarvík Vatn Ísafjarðarbær Heilbrigðiseftirlit Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur Sjá meira