Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2024 09:31 Adriano hefur glímt við alkahólisma í mörg ár. Adriano segir að ferill sinn sé mesta sóun á hæfileikum í fótboltanum. Brasilíumaðurinn glímir við alkahólisma og margir höfðu áhyggjur af honum eftir að myndband af honum þamba bjór úti á götu fór í dreifingu. Adriano þótti einn besti framherji heims á sínum tíma og skoraði 27 mörk í 48 leikjum fyrir brasilíska landsliðið. Bestu ár sín átti hann hjá Inter en ferilinn fjaraði smám saman út og lauk 2016. Brasilíumaðurinn hefur nú tjáð sig um líf sitt við The Players Tribune. Þar segist hann hafa kastað hæfileikum sínum á glæ. „Veistu hvernig það er að vera vonarstjarna? Ég veit það. Meðal annars að uppfylla ekki allar væntingar. Mesta sóun á hæfileikum í fótboltanum? Það er ég,“ sagði Adriano. „Ég er hrifinn af þessu orði: sóun. Ekki aðeins hvernig það hljómar heldur því ég er heltekinn af því að sólunda lífi mínu. Ég nota ekki eiturlyf eins og þeir reyna að sanna. Ég er ekki glæpamaður en ég hefði að sjálfsögðu getað leiðst inn á þá braut. Ég fer ekki mikið út að skemmta mér. Ég drekk á hverjum degi. Hvernig endar maður í þeirri stöðu? Ég er ekki fyrir það að útskýra það fyrir öðrum. En hér er ein útskýring. Ég drekk því ég það er ekki auðvelt að vera vonarstjarna sem stendur í skuld. Og þetta versnar með árunum.“ Þegar Adriano var á hátindi ferilsins lést faðir hans og eftir það hallaði hratt undan fæti hjá honum og alkahólisminn náði tökum á honum. Sem fyrr sagði óttuðust margir um Adriano eftir að myndband af honum drukknum úti á götu fór á flug á samfélagsmiðlum. Adriano ráfaði berfættur um miðjan dag, út úr heiminum vegna drykkju og í skelfilegu ástandi. 👎Preocupante: #Adriano reapareció en un video en el que se lo ve alcoholizado en medio de una favela❗️El fallecimiento de su padre cambió todo, dejó de cuidarse y comenzó su problema con la bebida ❌️A los 34 años, dejó el fútbol, la vida de lujos y es noticia por este tipo… pic.twitter.com/CGGhpHxIRI— doble amarilla ⭐️⭐️⭐️ (@okdobleamarilla) November 1, 2024 Fótbolti Brasilía Áfengi og tóbak Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira
Adriano þótti einn besti framherji heims á sínum tíma og skoraði 27 mörk í 48 leikjum fyrir brasilíska landsliðið. Bestu ár sín átti hann hjá Inter en ferilinn fjaraði smám saman út og lauk 2016. Brasilíumaðurinn hefur nú tjáð sig um líf sitt við The Players Tribune. Þar segist hann hafa kastað hæfileikum sínum á glæ. „Veistu hvernig það er að vera vonarstjarna? Ég veit það. Meðal annars að uppfylla ekki allar væntingar. Mesta sóun á hæfileikum í fótboltanum? Það er ég,“ sagði Adriano. „Ég er hrifinn af þessu orði: sóun. Ekki aðeins hvernig það hljómar heldur því ég er heltekinn af því að sólunda lífi mínu. Ég nota ekki eiturlyf eins og þeir reyna að sanna. Ég er ekki glæpamaður en ég hefði að sjálfsögðu getað leiðst inn á þá braut. Ég fer ekki mikið út að skemmta mér. Ég drekk á hverjum degi. Hvernig endar maður í þeirri stöðu? Ég er ekki fyrir það að útskýra það fyrir öðrum. En hér er ein útskýring. Ég drekk því ég það er ekki auðvelt að vera vonarstjarna sem stendur í skuld. Og þetta versnar með árunum.“ Þegar Adriano var á hátindi ferilsins lést faðir hans og eftir það hallaði hratt undan fæti hjá honum og alkahólisminn náði tökum á honum. Sem fyrr sagði óttuðust margir um Adriano eftir að myndband af honum drukknum úti á götu fór á flug á samfélagsmiðlum. Adriano ráfaði berfættur um miðjan dag, út úr heiminum vegna drykkju og í skelfilegu ástandi. 👎Preocupante: #Adriano reapareció en un video en el que se lo ve alcoholizado en medio de una favela❗️El fallecimiento de su padre cambió todo, dejó de cuidarse y comenzó su problema con la bebida ❌️A los 34 años, dejó el fútbol, la vida de lujos y es noticia por este tipo… pic.twitter.com/CGGhpHxIRI— doble amarilla ⭐️⭐️⭐️ (@okdobleamarilla) November 1, 2024
Fótbolti Brasilía Áfengi og tóbak Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira