Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2024 16:01 Ståle Solbakken tók við norska landsliðinu í lok árs 2020, af Lars Lagerbäck. Getty/Simon Stacpoole Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs í fótbolta, fékk sig fullsaddan af ítrekuðum spurningum blaðamanns VG um Martin Ödegaard og skipaði honum að róa sig niður. „Þú ert alveg vonlaus,“ sagði Solbakken við blaðamanninn. Það var þó full ástæða fyrir norska fjölmiðlamenn að spyrja Solbakken og lækni landsliðsins, Ola Sand, út í stöðuna á Ödegaard. Landsliðsfyrirliðinn er nýkominn af stað eftir meiðsli en gat þó spilað níutíu mínútur fyrir Arsenal gegn Chelsea á sunnudaginn. Ödegaard var kallaður inn í norska landsliðshópinn á mánudaginn en niðurstaðan varð þó sú að hann færi aftur til Lundúna daginn eftir, til að sinna frekari endurhæfingu eftir tveggja mánaða ökklameiðsli sín. Hann verður því ekki með Noregi í landsleikjum gegn Slóveníu á morgun og gegn Kasakstan á sunnudaginn. Mats Arntzen, blaðamaður VG, þjarmaði að Solbakken á blaðamannafundi í gær og vildi meina að það væri alveg ljóst að Arsenal hefði forgang fram yfir norska landsliðið. Myndband frá fundinum má meðal annars sjá á vef NRK. „Ef að Arsenal hefði átt að mæta Manchester City á sunnudaginn, í stað þess að Noregur væri að fara að mæta Kasakstan, heldur þú þá ekki að það væri sennilegt að hann myndi spila þann leik?“ spurði Arntzen. Ladies and gentlemen, dette er vår landslagstrener🤡 Womp, Womp , Ståle! Hyller reporteren 11/10 ganger i uka!🙈 pic.twitter.com/rcHAGyEtrC— Marcus Haraldsen (@marcusharaldsen) November 12, 2024 „Ég ræð engu um það. Það yrðu bara getgátur,“ svaraði Ola Sand landsliðslæknir en Arntzen lét ekki þar við sitja og sagði: „En hann er annað hvort meiddur eða ekki meiddur?“ Við þetta brast Solbakken þolinmæðin og við tóku snörp orðaskipti á milli hans og Arntzen, og var landsliðsþjálfarinn ansi hvassyrtur. „Mátt ekki vera svona hörundsár“ „Þú mátt ekki vera svona hörundsár. Þú ert rosalega hörundsár. Þú verður að slappa aðeins af. Þú ert alveg vonlaus,“ sagði Solbakken sem sagði engan mun á forgangi fyrir Arsenal og norska landsliðið. Hann treysti fullkomlega mati lækna og sjúkraþjálfara, og Ödegaards sjálfs. Þeir héldu áfram að skiptast á orðum og Arntzen benti á að Arsenal-mennirnir Declan Rice og Bukayo Saka væru ekki heldur með í komandi landsleikjum með Englandi. „Þú ert kannski með góðar upplýsingar um þá líka? Ég ætti kannski að taka þig inn í læknateymið því þú veist allt best,“ sagði Solbakken. Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira
Það var þó full ástæða fyrir norska fjölmiðlamenn að spyrja Solbakken og lækni landsliðsins, Ola Sand, út í stöðuna á Ödegaard. Landsliðsfyrirliðinn er nýkominn af stað eftir meiðsli en gat þó spilað níutíu mínútur fyrir Arsenal gegn Chelsea á sunnudaginn. Ödegaard var kallaður inn í norska landsliðshópinn á mánudaginn en niðurstaðan varð þó sú að hann færi aftur til Lundúna daginn eftir, til að sinna frekari endurhæfingu eftir tveggja mánaða ökklameiðsli sín. Hann verður því ekki með Noregi í landsleikjum gegn Slóveníu á morgun og gegn Kasakstan á sunnudaginn. Mats Arntzen, blaðamaður VG, þjarmaði að Solbakken á blaðamannafundi í gær og vildi meina að það væri alveg ljóst að Arsenal hefði forgang fram yfir norska landsliðið. Myndband frá fundinum má meðal annars sjá á vef NRK. „Ef að Arsenal hefði átt að mæta Manchester City á sunnudaginn, í stað þess að Noregur væri að fara að mæta Kasakstan, heldur þú þá ekki að það væri sennilegt að hann myndi spila þann leik?“ spurði Arntzen. Ladies and gentlemen, dette er vår landslagstrener🤡 Womp, Womp , Ståle! Hyller reporteren 11/10 ganger i uka!🙈 pic.twitter.com/rcHAGyEtrC— Marcus Haraldsen (@marcusharaldsen) November 12, 2024 „Ég ræð engu um það. Það yrðu bara getgátur,“ svaraði Ola Sand landsliðslæknir en Arntzen lét ekki þar við sitja og sagði: „En hann er annað hvort meiddur eða ekki meiddur?“ Við þetta brast Solbakken þolinmæðin og við tóku snörp orðaskipti á milli hans og Arntzen, og var landsliðsþjálfarinn ansi hvassyrtur. „Mátt ekki vera svona hörundsár“ „Þú mátt ekki vera svona hörundsár. Þú ert rosalega hörundsár. Þú verður að slappa aðeins af. Þú ert alveg vonlaus,“ sagði Solbakken sem sagði engan mun á forgangi fyrir Arsenal og norska landsliðið. Hann treysti fullkomlega mati lækna og sjúkraþjálfara, og Ödegaards sjálfs. Þeir héldu áfram að skiptast á orðum og Arntzen benti á að Arsenal-mennirnir Declan Rice og Bukayo Saka væru ekki heldur með í komandi landsleikjum með Englandi. „Þú ert kannski með góðar upplýsingar um þá líka? Ég ætti kannski að taka þig inn í læknateymið því þú veist allt best,“ sagði Solbakken.
Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira