Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Valur Páll Eiríksson skrifar 13. nóvember 2024 11:42 Jón Þór Hauksson. Vísir/Hulda Margrét ÍA var í dag sektað um 75 þúsund krónur af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna ummæla Jóns Þórs Haukssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, eftir tap fyrir Víkingi í haust. ÍA tapaði leiknum á hádramatískan máta í næst síðustu umferð Bestu deildar karla. Úrslitin gerðu út um vonir ÍA um Evrópusæti. ÍA náði 3-2 forystu í leiknum á 86. mínútu en Erlingur Agnarsson jafnaði fyrir Víking skömmu síðar áður en Danijel Djuric skoraði það sem reyndist sigurmark Víkings seint í uppbótartíma. Jón Þór var öskuillur vegna sigurmarksins og var vísað af velli með rautt spjald skömmu eftir mark Danijels. Honum lá þá mikið niðri fyrir eftir leik og gagnrýndi Elías Inga Árnason, dómara leiksins, harðlega. Vísað var til ummæla hans við mbl.is í kæru KSÍ. Haft er eftir Jóni Þór í úrskurðinum og vitnað til viðtals mbl: „Það er ljóst að dómarinn var með eitthvað markmið í þessum leik, eða þá að hann átti alveg rosalega slakan dag. Hann var alveg hræðilegur og það bitnaði á okkur. Í sigurmarkinu þeirra er brotið á Johannesi Vall. Ég veit ekki hvort dómarinn hafi verið með æðra markmið í þessu í dag en það er klárt mál að hann stal þessum sigri frá okkur.“ Skagamenn saka mbl um smellubeitu ÍA mótmælti kærunni á grundvelli þess að blaðamaður mbl hafi í þessu tilviki ekki haft fyllilega rétt eftir Jóni Þór sé hlustað á upptöku af viðtalinu. „Hvað ummælin varðar sérstaklega þá er í texta mbl.is látið líta út fyrir að um beina tilvitnun í þjálfarann sé að ræða. Við hlustum á upptöku má ljóst vera að svo er ekki, sem er verulega ámælisvert af blaðamanni. Í viðtalinu við þjálfarann kemur upp orðið „agenda“, en áður að því er komið er settur sterkur fyrirvari,“ segir meðal annars í greinargerð ÍA um málið. Þá er blaðamaðurinn sakaður um að hafa sett fréttina upp sem smellubeitu. „Að hafa þá skoðun að dómari hafi staðið sig illa er ekki ámælisvert. Sú grunur vaknar að umræddur blaðamaður mbl.is hafi leynt og ljóst verið að sækjast eftir því að Jón Þór Hauksson myndi tjá sig með óviðeigandi hætti um dómara leiksins. Ummerki þess sjást vel í fyrirsögn fréttarinnar sem er einhvers konar „smellubeita“. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sammælist þessu mati Skagamanna ekki. Málinu var frestað um viku þar til nefndinni bærist upptakan og niðurstaða nefndarinnar að ummæli Jóns Þórs sem skrifuð séu upp í fréttinni séu í „fullu samræmi við ummæli hans á upptöku“. Þá segir í niðurstöðu nefndarinnar að ummælin séu ósæmileg og hafi skaðandi áhrif á ímynd knattspyrnunnnar. Vegna þessa þurfi ÍA að greiða 75 þúsund króna sekt. Hér má sjá greinargerð KSÍ vegna málsins. Sekt fyrir að sparka í hurð dómara Skagamenn voru einnig sektaðir um 25.000 krónur vegna framkomu leikmanna eftir þetta afar svekkjandi tap gegn Víkingum. Í skýrslu eftirlitsmanns KSÍ segir að leikmenn ÍA hafi sparkað í hurð dómaraklefa eftir að dómarar voru komnir þar inn að leik loknum. Þar segir jafnframt: „Gæslumaður tók sér stöðu við dyrnar og reyndi að tryggja dómurum og eftirlitsmanni vinnufrið. Þrátt fyrir veru gæslumanns tókst einum leikmanni að sparka í hurðina meðan eftirlitsmaður var þar inni. Eftir að hafa farið yfir leikinn með dómurum beið eftirlitsmaður frammi og fór svo ásamt gæslumanni heimaliðs sem hafði gætt dómaraklefans samferða dómurum að bíl þeirra, til að tryggja að brottför yrði án frekari atburða.“ Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Óskiljanlegt að setja Erlend í þetta verkefni Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var einkar ósáttur við störf dómara leiks ÍA og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Jón Þór tíndi til tvö atriði sem hann var sérstaklega óánægður með. Þá var Jón Þór hundfúll með að Erlendur Eiríksson væri settur í það verkefni að vera fjórði dómari þessa leiks. 19. október 2024 17:03 „Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. 21. október 2024 08:02 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
ÍA tapaði leiknum á hádramatískan máta í næst síðustu umferð Bestu deildar karla. Úrslitin gerðu út um vonir ÍA um Evrópusæti. ÍA náði 3-2 forystu í leiknum á 86. mínútu en Erlingur Agnarsson jafnaði fyrir Víking skömmu síðar áður en Danijel Djuric skoraði það sem reyndist sigurmark Víkings seint í uppbótartíma. Jón Þór var öskuillur vegna sigurmarksins og var vísað af velli með rautt spjald skömmu eftir mark Danijels. Honum lá þá mikið niðri fyrir eftir leik og gagnrýndi Elías Inga Árnason, dómara leiksins, harðlega. Vísað var til ummæla hans við mbl.is í kæru KSÍ. Haft er eftir Jóni Þór í úrskurðinum og vitnað til viðtals mbl: „Það er ljóst að dómarinn var með eitthvað markmið í þessum leik, eða þá að hann átti alveg rosalega slakan dag. Hann var alveg hræðilegur og það bitnaði á okkur. Í sigurmarkinu þeirra er brotið á Johannesi Vall. Ég veit ekki hvort dómarinn hafi verið með æðra markmið í þessu í dag en það er klárt mál að hann stal þessum sigri frá okkur.“ Skagamenn saka mbl um smellubeitu ÍA mótmælti kærunni á grundvelli þess að blaðamaður mbl hafi í þessu tilviki ekki haft fyllilega rétt eftir Jóni Þór sé hlustað á upptöku af viðtalinu. „Hvað ummælin varðar sérstaklega þá er í texta mbl.is látið líta út fyrir að um beina tilvitnun í þjálfarann sé að ræða. Við hlustum á upptöku má ljóst vera að svo er ekki, sem er verulega ámælisvert af blaðamanni. Í viðtalinu við þjálfarann kemur upp orðið „agenda“, en áður að því er komið er settur sterkur fyrirvari,“ segir meðal annars í greinargerð ÍA um málið. Þá er blaðamaðurinn sakaður um að hafa sett fréttina upp sem smellubeitu. „Að hafa þá skoðun að dómari hafi staðið sig illa er ekki ámælisvert. Sú grunur vaknar að umræddur blaðamaður mbl.is hafi leynt og ljóst verið að sækjast eftir því að Jón Þór Hauksson myndi tjá sig með óviðeigandi hætti um dómara leiksins. Ummerki þess sjást vel í fyrirsögn fréttarinnar sem er einhvers konar „smellubeita“. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sammælist þessu mati Skagamanna ekki. Málinu var frestað um viku þar til nefndinni bærist upptakan og niðurstaða nefndarinnar að ummæli Jóns Þórs sem skrifuð séu upp í fréttinni séu í „fullu samræmi við ummæli hans á upptöku“. Þá segir í niðurstöðu nefndarinnar að ummælin séu ósæmileg og hafi skaðandi áhrif á ímynd knattspyrnunnnar. Vegna þessa þurfi ÍA að greiða 75 þúsund króna sekt. Hér má sjá greinargerð KSÍ vegna málsins. Sekt fyrir að sparka í hurð dómara Skagamenn voru einnig sektaðir um 25.000 krónur vegna framkomu leikmanna eftir þetta afar svekkjandi tap gegn Víkingum. Í skýrslu eftirlitsmanns KSÍ segir að leikmenn ÍA hafi sparkað í hurð dómaraklefa eftir að dómarar voru komnir þar inn að leik loknum. Þar segir jafnframt: „Gæslumaður tók sér stöðu við dyrnar og reyndi að tryggja dómurum og eftirlitsmanni vinnufrið. Þrátt fyrir veru gæslumanns tókst einum leikmanni að sparka í hurðina meðan eftirlitsmaður var þar inni. Eftir að hafa farið yfir leikinn með dómurum beið eftirlitsmaður frammi og fór svo ásamt gæslumanni heimaliðs sem hafði gætt dómaraklefans samferða dómurum að bíl þeirra, til að tryggja að brottför yrði án frekari atburða.“
Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Óskiljanlegt að setja Erlend í þetta verkefni Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var einkar ósáttur við störf dómara leiks ÍA og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Jón Þór tíndi til tvö atriði sem hann var sérstaklega óánægður með. Þá var Jón Þór hundfúll með að Erlendur Eiríksson væri settur í það verkefni að vera fjórði dómari þessa leiks. 19. október 2024 17:03 „Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. 21. október 2024 08:02 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
„Óskiljanlegt að setja Erlend í þetta verkefni Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var einkar ósáttur við störf dómara leiks ÍA og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Jón Þór tíndi til tvö atriði sem hann var sérstaklega óánægður með. Þá var Jón Þór hundfúll með að Erlendur Eiríksson væri settur í það verkefni að vera fjórði dómari þessa leiks. 19. október 2024 17:03
„Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. 21. október 2024 08:02