Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2024 14:54 Sandra Erlingsdóttir varð markahæst Íslands á HM fyrir ári síðan, þá nýbúin að komast að því að hún væri ólétt. IHF Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, segir því hafa fylgt jákvæður hausverkur að velja hópinn sem fer á Evrópumótið í Austurríki síðar í þessum mánuði. Lilja Ágústsdóttir og Sandra Erlingsdóttir eru meðal þeirra sem ekki verða með á mótinu að þessu sinni. Sandra varð markahæst Íslands á HM fyrir ári síðan, þá nýbúin að komast að því að hún væri ólétt, og Lilja var yngsti leikmaður HM-hópsins. Lilja meiddist hins vegar í landsliðsverkefni í lok september og Sandra eignaðist sitt fyrsta barn í sumar. Þrátt fyrir að vera komin aftur af stað með sínu félagsliði, og að hafa verið valin í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikina við Pólland á dögunum, þá fer Sandra ekki á EM. „Lilja er búin að vera hjá okkur í vinstra horninu í nokkur ár. Hún því miður meiddist í verkefninu í septemberlok og hefur lítið spilað,“ sagði Arnar á blaðamannafundi HSÍ í dag. „Við kölluðum Söndru inn í síðasta verkefni til að tékka á stöðunni. Hún leit mjög vel út og er á réttri leið en við hefðum hugsanlega þurft 1-2 mánuði í viðbót. Það eru ekki nema rétt um fjórir mánuðir síðan að Martin Leo kom í heiminn,“ sagði Arnar. Átján manna hópinn hans má sjá í fréttinni hér að neðan. „Þetta var hausverkur og það eru þarna leikmenn sem við þurftum að taka erfiðar ákvarðanir með,“ sagði Arnar á blaðamannafundinum en nánari viðbrögð frá honum birtast á Vísi síðar í dag. Arnar segir það hafa verið markmiðið síðustu fjögur ár að spila á EM í ár, en þar að auki fékk Ísland svo sæti á HM fyrir ári síðan og stelpurnar okkar mæta því reynslunni ríkari á sitt annað stórmót í röð. Íslenski hópurinn kemur saman til æfinga á Íslandi á mánudaginn og æfir hér í þrjá daga. Á fimmtudaginn eftir rúma viku verður svo haldið til Sviss og spilað við heimakonur í vináttulandsleikjum, föstudaginn 22. nóvember og sunnudaginn 24. nóvember. Þriðjudaginn 26. nóvember ferðast íslenska liðið svo til Innsbruck í Austurríki. Fyrsti leikur á EM er gegn Hollandi 29. nóvember. Liðið mætir svo Úkraínu 1. desember og Þýskalandi 3. desember. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðla. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem hópur íslenska kvennalandsliðsins sem keppir á EM 2024 var kynntur. 13. nóvember 2024 13:30 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Lilja Ágústsdóttir og Sandra Erlingsdóttir eru meðal þeirra sem ekki verða með á mótinu að þessu sinni. Sandra varð markahæst Íslands á HM fyrir ári síðan, þá nýbúin að komast að því að hún væri ólétt, og Lilja var yngsti leikmaður HM-hópsins. Lilja meiddist hins vegar í landsliðsverkefni í lok september og Sandra eignaðist sitt fyrsta barn í sumar. Þrátt fyrir að vera komin aftur af stað með sínu félagsliði, og að hafa verið valin í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikina við Pólland á dögunum, þá fer Sandra ekki á EM. „Lilja er búin að vera hjá okkur í vinstra horninu í nokkur ár. Hún því miður meiddist í verkefninu í septemberlok og hefur lítið spilað,“ sagði Arnar á blaðamannafundi HSÍ í dag. „Við kölluðum Söndru inn í síðasta verkefni til að tékka á stöðunni. Hún leit mjög vel út og er á réttri leið en við hefðum hugsanlega þurft 1-2 mánuði í viðbót. Það eru ekki nema rétt um fjórir mánuðir síðan að Martin Leo kom í heiminn,“ sagði Arnar. Átján manna hópinn hans má sjá í fréttinni hér að neðan. „Þetta var hausverkur og það eru þarna leikmenn sem við þurftum að taka erfiðar ákvarðanir með,“ sagði Arnar á blaðamannafundinum en nánari viðbrögð frá honum birtast á Vísi síðar í dag. Arnar segir það hafa verið markmiðið síðustu fjögur ár að spila á EM í ár, en þar að auki fékk Ísland svo sæti á HM fyrir ári síðan og stelpurnar okkar mæta því reynslunni ríkari á sitt annað stórmót í röð. Íslenski hópurinn kemur saman til æfinga á Íslandi á mánudaginn og æfir hér í þrjá daga. Á fimmtudaginn eftir rúma viku verður svo haldið til Sviss og spilað við heimakonur í vináttulandsleikjum, föstudaginn 22. nóvember og sunnudaginn 24. nóvember. Þriðjudaginn 26. nóvember ferðast íslenska liðið svo til Innsbruck í Austurríki. Fyrsti leikur á EM er gegn Hollandi 29. nóvember. Liðið mætir svo Úkraínu 1. desember og Þýskalandi 3. desember. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðla.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem hópur íslenska kvennalandsliðsins sem keppir á EM 2024 var kynntur. 13. nóvember 2024 13:30 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem hópur íslenska kvennalandsliðsins sem keppir á EM 2024 var kynntur. 13. nóvember 2024 13:30