Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2024 09:15 Vilhjálmur Birgisson segir um tvö hundruð fjölskyldur byggja lífsviðurværi sitt á hvalveiðum allt að fjóra mánuði ársins. Um tuttugu manns vinni við hvalveiðar allan ársins hring. Vísir/Vilhelm Verkalýðsleiðtogi af Akranesi segir ekkert fréttnæmt í leynilegum upptökum af syni Jóns Gunnarssonar þar sem hann ræddi um baktjaldamakk um hvalveiðar. Þá segist hann eiga erfitt með að sjá að Alþingi gæti bannað hvalveiðar þótt meirihluti væri fyrir því þar. Sonur Jóns Gunnarsson, sérstaks fulltrúa Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu, heyrist lýsa því að faðir sinn hafi tekið stöðuna í ráðuneytinu til þess að afgreiða leyfi til hvalveiða í leynilegum upptökum sem Heimildin birti fyrst á mánudaginn. Svo virðist sem að ísraelskt njósnafyrirtæki hafi staðið að upptökunum og beitt til þess tálbeitu sem þóttist vera fjárfestir. Ekki liggur fyrir hver réð fyrirtækið til verksins en Heimildin sagði það ónefnd alþjóðleg samtök sem eru andsnúin hvalveiðum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, sagði það rosalegt að erlendir „öfgahópar“ hefðu reynt að hafa áhrif á hvalveiðar á Íslandi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Honum þætti þó ekkert fréttnæmt í upptökunum. „Í mínum huga er þetta bara engin frétt vegna þess að það væri frétt í raun og veru ef matvælaráðuneytið myndi ekki gefa út leyfi,“ sagði Vilhjálmur sem lagði mikla áherslu á að stjórnvöldum bæri skylda til þess að afgreiða þær fjórar umsóknir sem lægju fyrir um hvalveiðar á næsta ári. Alþingi geti ekki bannað hvalveiðar Fullyrti Vilhjálmur að búið væri að snúa umræðu um hvalveiðar á hvolf þar sem rætt væri um hvort að starfsstjórn hefði heimild til þess að gefa út leyfi til veiðanna. Matvælaráðuneytinu bæri að afgreiða umsóknir samkvæmt stjórnsýslulögum. „Þetta hefur ekkert með ríkisstjórn eða starfsstjórn á hverjum tíma að gera. Þetta eru bara lögin í landinu sem kveða á um hvenær á að gefa út leyfi,“ sagði verkalýðsforkólfurinn sem sagðist ekki trúa öðru en að matvælaráðherra gæfi út nýtt leyfi til hvalveiða til næstu fimm ára á allra næstu dögum. Gaf Vilhjálmur lítið fyrir að Alþingi gæti breytt lögum til þess að banna hvalveiðar í ljósi þess að meirihluti væri andsnúinn þeim í sumum skoðanakönnunum í gegnum tíðina. Vísaði hann til atvinnufrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar sem mætti aðeins skerða ef almannahagsmunir krefðust þess. „Ég sé ekkert sem krefst þess varðandi almannahagsmuni að það þurfi eitthvað að skerða þennan rétt, nema síður sé,“ sagði Vilhjálmur. Hvalveiðar Akranes Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Sjá meira
Sonur Jóns Gunnarsson, sérstaks fulltrúa Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu, heyrist lýsa því að faðir sinn hafi tekið stöðuna í ráðuneytinu til þess að afgreiða leyfi til hvalveiða í leynilegum upptökum sem Heimildin birti fyrst á mánudaginn. Svo virðist sem að ísraelskt njósnafyrirtæki hafi staðið að upptökunum og beitt til þess tálbeitu sem þóttist vera fjárfestir. Ekki liggur fyrir hver réð fyrirtækið til verksins en Heimildin sagði það ónefnd alþjóðleg samtök sem eru andsnúin hvalveiðum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, sagði það rosalegt að erlendir „öfgahópar“ hefðu reynt að hafa áhrif á hvalveiðar á Íslandi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Honum þætti þó ekkert fréttnæmt í upptökunum. „Í mínum huga er þetta bara engin frétt vegna þess að það væri frétt í raun og veru ef matvælaráðuneytið myndi ekki gefa út leyfi,“ sagði Vilhjálmur sem lagði mikla áherslu á að stjórnvöldum bæri skylda til þess að afgreiða þær fjórar umsóknir sem lægju fyrir um hvalveiðar á næsta ári. Alþingi geti ekki bannað hvalveiðar Fullyrti Vilhjálmur að búið væri að snúa umræðu um hvalveiðar á hvolf þar sem rætt væri um hvort að starfsstjórn hefði heimild til þess að gefa út leyfi til veiðanna. Matvælaráðuneytinu bæri að afgreiða umsóknir samkvæmt stjórnsýslulögum. „Þetta hefur ekkert með ríkisstjórn eða starfsstjórn á hverjum tíma að gera. Þetta eru bara lögin í landinu sem kveða á um hvenær á að gefa út leyfi,“ sagði verkalýðsforkólfurinn sem sagðist ekki trúa öðru en að matvælaráðherra gæfi út nýtt leyfi til hvalveiða til næstu fimm ára á allra næstu dögum. Gaf Vilhjálmur lítið fyrir að Alþingi gæti breytt lögum til þess að banna hvalveiðar í ljósi þess að meirihluti væri andsnúinn þeim í sumum skoðanakönnunum í gegnum tíðina. Vísaði hann til atvinnufrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar sem mætti aðeins skerða ef almannahagsmunir krefðust þess. „Ég sé ekkert sem krefst þess varðandi almannahagsmuni að það þurfi eitthvað að skerða þennan rétt, nema síður sé,“ sagði Vilhjálmur.
Hvalveiðar Akranes Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun