Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2024 10:26 Rúnar Páll Sigmundsson handsalar samninginn við Magnús Helgason, yfirmann knattspyrnumála, og Þorstein Ingason, formann stjórnar. Grótta Gróttumenn gleðjast yfir því að hafa fengið Rúnar Pál Sigmundsson sem þjálfara meistaraflokks karla í fótbolta. Hann skrifaði undir samning til þriggja ára við félagið. Rúnar Páll tekur við Gróttu í 2. deild því liðið féll niður úr Lengjudeildinni í ár. Christopher Brazell, sem hafði stýrt Gróttu frá 2022, var rekinn frá félaginu í sumar og Igor Bjarni Kostic stýrði Gróttu til loka tímabilsins, en liðið endaði í 11. sæti, tíu stigum á eftir næstu liðum. Grótta lék í Bestu deildinni í fyrsta og eina sinn árið 2020 en er nú komin aftur í 2. deild þar sem liðið spilaði síðast árið 2018. Ljóst er að Rúnari Páli er ætlað að koma liðinu sem fyrst aftur upp í Lengjudeildina. Rúnar er meðal annars með það á ferilskránni að hafa gert Stjörnuna að Íslandsmeistara árið 2014, og komið liðinu í 4. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar sama ár, auk þess að gera liðið að bikarmeistara árið 2018. Hann stýrði síðast liði Fylkis í þrjú ár og kom því upp í Bestu deildina á fyrsta ári en þaðan féll liðið svo í haust. „Ætlum ekki að stoppa lengi í 2. deild“ „Ég er mjög spenntur fyrir verkefninu og hlakka til að byrja að vinna með strákunum og kynnast fólkinu í félaginu. Grótta hefur staðið sig vel í uppbyggingu síðustu ár en nú hefst ný vegferð hjá karlaliðinu. Við ætlum ekki að stoppa lengi í 2. deild en vitum að baráttan verður bæði hörð og skemmtileg,” segir Rúnar Páll í fréttatilkynningu Gróttu. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, tekur í sama streng og fagnar komu Rúnars: „Það er óhætt að segja að við séum himinlifandi með komu Rúnars Páls á Nesið. Við reyndum eftir fremsta megni að vanda til verka við ráðningu á nýjum þjálfara enda eru mikilvægir tímar framundan hjá karlaliði Gróttu - við ætlum okkur aftur upp í Lengjudeildina en um leið byggja upp lið sem getur gert sig gildandi þar á næstu árum. Með Rúnari kemur mikil orka og drifkraftur og við hlökkum til að fylgjast með honum aðlagast og setja sinn svip á Gróttusamfélagið.” Grótta Fótbolti Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Rúnar Páll tekur við Gróttu í 2. deild því liðið féll niður úr Lengjudeildinni í ár. Christopher Brazell, sem hafði stýrt Gróttu frá 2022, var rekinn frá félaginu í sumar og Igor Bjarni Kostic stýrði Gróttu til loka tímabilsins, en liðið endaði í 11. sæti, tíu stigum á eftir næstu liðum. Grótta lék í Bestu deildinni í fyrsta og eina sinn árið 2020 en er nú komin aftur í 2. deild þar sem liðið spilaði síðast árið 2018. Ljóst er að Rúnari Páli er ætlað að koma liðinu sem fyrst aftur upp í Lengjudeildina. Rúnar er meðal annars með það á ferilskránni að hafa gert Stjörnuna að Íslandsmeistara árið 2014, og komið liðinu í 4. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar sama ár, auk þess að gera liðið að bikarmeistara árið 2018. Hann stýrði síðast liði Fylkis í þrjú ár og kom því upp í Bestu deildina á fyrsta ári en þaðan féll liðið svo í haust. „Ætlum ekki að stoppa lengi í 2. deild“ „Ég er mjög spenntur fyrir verkefninu og hlakka til að byrja að vinna með strákunum og kynnast fólkinu í félaginu. Grótta hefur staðið sig vel í uppbyggingu síðustu ár en nú hefst ný vegferð hjá karlaliðinu. Við ætlum ekki að stoppa lengi í 2. deild en vitum að baráttan verður bæði hörð og skemmtileg,” segir Rúnar Páll í fréttatilkynningu Gróttu. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, tekur í sama streng og fagnar komu Rúnars: „Það er óhætt að segja að við séum himinlifandi með komu Rúnars Páls á Nesið. Við reyndum eftir fremsta megni að vanda til verka við ráðningu á nýjum þjálfara enda eru mikilvægir tímar framundan hjá karlaliði Gróttu - við ætlum okkur aftur upp í Lengjudeildina en um leið byggja upp lið sem getur gert sig gildandi þar á næstu árum. Með Rúnari kemur mikil orka og drifkraftur og við hlökkum til að fylgjast með honum aðlagast og setja sinn svip á Gróttusamfélagið.”
Grótta Fótbolti Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira