Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2024 10:26 Rúnar Páll Sigmundsson handsalar samninginn við Magnús Helgason, yfirmann knattspyrnumála, og Þorstein Ingason, formann stjórnar. Grótta Gróttumenn gleðjast yfir því að hafa fengið Rúnar Pál Sigmundsson sem þjálfara meistaraflokks karla í fótbolta. Hann skrifaði undir samning til þriggja ára við félagið. Rúnar Páll tekur við Gróttu í 2. deild því liðið féll niður úr Lengjudeildinni í ár. Christopher Brazell, sem hafði stýrt Gróttu frá 2022, var rekinn frá félaginu í sumar og Igor Bjarni Kostic stýrði Gróttu til loka tímabilsins, en liðið endaði í 11. sæti, tíu stigum á eftir næstu liðum. Grótta lék í Bestu deildinni í fyrsta og eina sinn árið 2020 en er nú komin aftur í 2. deild þar sem liðið spilaði síðast árið 2018. Ljóst er að Rúnari Páli er ætlað að koma liðinu sem fyrst aftur upp í Lengjudeildina. Rúnar er meðal annars með það á ferilskránni að hafa gert Stjörnuna að Íslandsmeistara árið 2014, og komið liðinu í 4. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar sama ár, auk þess að gera liðið að bikarmeistara árið 2018. Hann stýrði síðast liði Fylkis í þrjú ár og kom því upp í Bestu deildina á fyrsta ári en þaðan féll liðið svo í haust. „Ætlum ekki að stoppa lengi í 2. deild“ „Ég er mjög spenntur fyrir verkefninu og hlakka til að byrja að vinna með strákunum og kynnast fólkinu í félaginu. Grótta hefur staðið sig vel í uppbyggingu síðustu ár en nú hefst ný vegferð hjá karlaliðinu. Við ætlum ekki að stoppa lengi í 2. deild en vitum að baráttan verður bæði hörð og skemmtileg,” segir Rúnar Páll í fréttatilkynningu Gróttu. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, tekur í sama streng og fagnar komu Rúnars: „Það er óhætt að segja að við séum himinlifandi með komu Rúnars Páls á Nesið. Við reyndum eftir fremsta megni að vanda til verka við ráðningu á nýjum þjálfara enda eru mikilvægir tímar framundan hjá karlaliði Gróttu - við ætlum okkur aftur upp í Lengjudeildina en um leið byggja upp lið sem getur gert sig gildandi þar á næstu árum. Með Rúnari kemur mikil orka og drifkraftur og við hlökkum til að fylgjast með honum aðlagast og setja sinn svip á Gróttusamfélagið.” Grótta Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum Sjá meira
Rúnar Páll tekur við Gróttu í 2. deild því liðið féll niður úr Lengjudeildinni í ár. Christopher Brazell, sem hafði stýrt Gróttu frá 2022, var rekinn frá félaginu í sumar og Igor Bjarni Kostic stýrði Gróttu til loka tímabilsins, en liðið endaði í 11. sæti, tíu stigum á eftir næstu liðum. Grótta lék í Bestu deildinni í fyrsta og eina sinn árið 2020 en er nú komin aftur í 2. deild þar sem liðið spilaði síðast árið 2018. Ljóst er að Rúnari Páli er ætlað að koma liðinu sem fyrst aftur upp í Lengjudeildina. Rúnar er meðal annars með það á ferilskránni að hafa gert Stjörnuna að Íslandsmeistara árið 2014, og komið liðinu í 4. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar sama ár, auk þess að gera liðið að bikarmeistara árið 2018. Hann stýrði síðast liði Fylkis í þrjú ár og kom því upp í Bestu deildina á fyrsta ári en þaðan féll liðið svo í haust. „Ætlum ekki að stoppa lengi í 2. deild“ „Ég er mjög spenntur fyrir verkefninu og hlakka til að byrja að vinna með strákunum og kynnast fólkinu í félaginu. Grótta hefur staðið sig vel í uppbyggingu síðustu ár en nú hefst ný vegferð hjá karlaliðinu. Við ætlum ekki að stoppa lengi í 2. deild en vitum að baráttan verður bæði hörð og skemmtileg,” segir Rúnar Páll í fréttatilkynningu Gróttu. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, tekur í sama streng og fagnar komu Rúnars: „Það er óhætt að segja að við séum himinlifandi með komu Rúnars Páls á Nesið. Við reyndum eftir fremsta megni að vanda til verka við ráðningu á nýjum þjálfara enda eru mikilvægir tímar framundan hjá karlaliði Gróttu - við ætlum okkur aftur upp í Lengjudeildina en um leið byggja upp lið sem getur gert sig gildandi þar á næstu árum. Með Rúnari kemur mikil orka og drifkraftur og við hlökkum til að fylgjast með honum aðlagast og setja sinn svip á Gróttusamfélagið.”
Grótta Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn