Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. nóvember 2024 09:33 Kristján og Matthías Guðmundssyni verða samþjálfarar hjá kvennaliði Vals í fótbolta næsta sumar. Vísir/Stöð 2 Nýir þjálfarar kvennaliðs Vals í fótbolta eru spenntir fyrir komandi samstarfi. Þeir endurnýja kynnin en voru síðast saman á Hlíðarenda fyrir rúmum áratug. Þeir Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson tóku við sem þjálfarar Vals á dögunum. Kristján þjálfaði síðast Stjörnuna í Bestu deild kvenna en hætti þar störfum á miðju síðasta tímabili. Matthías var þjálfari Gróttu í 1. deildinni sem rétt missti af sæti á meðal þeirra bestu síðasta sumar. Matthías er uppalinn Valsari og var um tveggja ára skeið í þjálfarateymi liðsins undir stjórn Péturs Péturssonar sem hætti á dögunum. Kristján snýr aftur á Hlíðarenda tólf árum eftir að hafa stýrt karlaliði félagsins. Aðspurður hvort aðstæður séu mikið breyttar segir Kristján: „Það hefur merkilega lítið breyst. Húsakynnin eru ennþá eins og skrifstofurnar. Það var sami texti í samningnum og fyrir tólf árum síðan, þannig að það hefur nánast ekkert breyst.“ „Man ég var langbestur“ Þegar Kristján stýrði Valsliðinu árin 2010 til 2012 fékk hann Matthías, sem var þá leikmaður, til félagsins. „Hann var mjög ljúfur og mjög auðvelt að segja honum til. Ég held við höfum sótt hann í FH á sínum tíma aftur í Val. Það var eitt af því sem við lögðum mikla áherslu á, að fá hann til baka, til að spila framherja. Það var mjög gaman,“ segir Kristján um samþjálfara sinn. Matthías þekkir Kristján því sem þjálfara og hafði það mikið að segja upp á samstarfið sem fram undan er. „Alveg klárt mál. Ég man mér líkaði ofboðslega vel undir stjórn Kristjáns. Hann var eiginlega fyrstur með einhverjar nýjar pælingar, sem hreif mig vel. Maður var kominn á smá aldur þarna, en ég man ég var samt langbestur,“ segir Matthías og uppsker hlátur Kristjáns. Kristján (t.v.) fékk Matthías sem leikmann til Vals og sá síðarnefndi lék undir hans stjórn frá 2010 til 2012.Vísir/Samsett Báðir verða titlaðir aðalþjálfarar félagsins, en hvernig gengur það fyrir sig? „Við lítum á þetta bara sem teymisvinnu, eins og fótbolti er orðinn. Við þurfum að rökræða um hitt og þetta og komast að niðurstöðu. Þetta verður flott, segir Matthías. Þeir séu þá að leggja línur hvað verkaskiptingu varðar. „Við erum byrjaðir á þeirri vinnu. Verkaskiptingin verður alveg skýr, hver verður með hvað og hver tekur ákvörðun á hvaða stað. Því verður haldið innanbúða hjá okkur. Við gefum það ekkert út sérstaklega,“ segir Kristján. Fleira kemur fram í viðtalinu við þá Kristján og Matthías sem má sjá í heild sinni að neðan. Valur Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Sjá meira
Þeir Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson tóku við sem þjálfarar Vals á dögunum. Kristján þjálfaði síðast Stjörnuna í Bestu deild kvenna en hætti þar störfum á miðju síðasta tímabili. Matthías var þjálfari Gróttu í 1. deildinni sem rétt missti af sæti á meðal þeirra bestu síðasta sumar. Matthías er uppalinn Valsari og var um tveggja ára skeið í þjálfarateymi liðsins undir stjórn Péturs Péturssonar sem hætti á dögunum. Kristján snýr aftur á Hlíðarenda tólf árum eftir að hafa stýrt karlaliði félagsins. Aðspurður hvort aðstæður séu mikið breyttar segir Kristján: „Það hefur merkilega lítið breyst. Húsakynnin eru ennþá eins og skrifstofurnar. Það var sami texti í samningnum og fyrir tólf árum síðan, þannig að það hefur nánast ekkert breyst.“ „Man ég var langbestur“ Þegar Kristján stýrði Valsliðinu árin 2010 til 2012 fékk hann Matthías, sem var þá leikmaður, til félagsins. „Hann var mjög ljúfur og mjög auðvelt að segja honum til. Ég held við höfum sótt hann í FH á sínum tíma aftur í Val. Það var eitt af því sem við lögðum mikla áherslu á, að fá hann til baka, til að spila framherja. Það var mjög gaman,“ segir Kristján um samþjálfara sinn. Matthías þekkir Kristján því sem þjálfara og hafði það mikið að segja upp á samstarfið sem fram undan er. „Alveg klárt mál. Ég man mér líkaði ofboðslega vel undir stjórn Kristjáns. Hann var eiginlega fyrstur með einhverjar nýjar pælingar, sem hreif mig vel. Maður var kominn á smá aldur þarna, en ég man ég var samt langbestur,“ segir Matthías og uppsker hlátur Kristjáns. Kristján (t.v.) fékk Matthías sem leikmann til Vals og sá síðarnefndi lék undir hans stjórn frá 2010 til 2012.Vísir/Samsett Báðir verða titlaðir aðalþjálfarar félagsins, en hvernig gengur það fyrir sig? „Við lítum á þetta bara sem teymisvinnu, eins og fótbolti er orðinn. Við þurfum að rökræða um hitt og þetta og komast að niðurstöðu. Þetta verður flott, segir Matthías. Þeir séu þá að leggja línur hvað verkaskiptingu varðar. „Við erum byrjaðir á þeirri vinnu. Verkaskiptingin verður alveg skýr, hver verður með hvað og hver tekur ákvörðun á hvaða stað. Því verður haldið innanbúða hjá okkur. Við gefum það ekkert út sérstaklega,“ segir Kristján. Fleira kemur fram í viðtalinu við þá Kristján og Matthías sem má sjá í heild sinni að neðan.
Valur Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Sjá meira