Daily Mail greinir frá því að Ratcliffe og félagar íhugi nú að skera framlög til félags fatlaðra stuðningsmanna United, MUDSA, niður um helming.
United greiðir MUDSA fjörutíu þúsund pund á ári en sú upphæð gæti farið niður í tuttugu þúsund.
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um að skera niður framlög til MUDSA en ljóst er að Ratcliffe og félagar eru óhræddir við að munda niðurskurðarhnífinn. Sjálfur Sir Alex Ferguson slapp ekki undan honum eins og frægt er orðið.
MUDSA er eitt elsta stuðningsmannafélag fatlaðra á Englandi. Framlög United til félagsins fara meðal annars til að greiða niður miða á jólaskemmtun sem leikmenn United mæta jafnan á. Jólaskemmtunin hefur verið haldin á hverju ári síðan 1989 fyrir utan árin í kórónuveirufaraldrinum.