Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2024 08:01 David Coote dæmir varla fleiri leiki í hæsta getustigi úr þessu. getty/Catherine Ivill Vandræði enska dómarans Davids Coote virðast engan endi ætla að taka. Nú er komið í ljós að hann reyndi að skipuleggja eiturlyfjapartí meðan hann var fjórði dómari á leik Tottenham og Manchester City í enska deildabikarnum í síðasta mánuði. Enskir fjölmiðlar greina frá því að Coote hafi verið á fullu við að skipuleggja partíið fyrir leikinn og meira að segja í hálfleik. Ensku dómarasamtökin, PGMOL, settu Coote í ótímabundið bann eftir að myndband þar sem hann fór ófögrum orðum um Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóra Liverpool, fór í dreifingu. Í kjölfarið birti The Sun myndband þar sem Coote virðist sjúga hvítt duft upp í nefið með peningaseðli. Myndbandið var frá því í sumar, þegar Coote var dómari á Evrópumótinu í Þýskalandi. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú sett Coote til hliðar. Coote ku hafa bókað hótelherbergi fyrir partíið rúmum hálftíma áður en leikur Spurs og City hófst. Hann sendi svo staðfestingu á bókuninni rétt fyrir upphafsflautið. Heimildarmaður The Sun sagðist svo einnig hafa fengið skilaboð frá Coote í hálfleik. Hann mætti þó ekki í partíið, Coote til mikillar gremju. Dómarinn fór meðal annars fram á að hann endurgreiddi honum bókunarkostnaðinn. Tottenham vann leikinn þar sem Coote var fjórði dómari, 2-1. Hann fór fram 30. október. Enski boltinn Tengdar fréttir Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Howard Webb, yfirmaður dómara í enska fótboltanum, hefur viðurkennt það að myndbandsdómarar gerðu mistök í leik West Ham og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni fyrr í vetur. 13. nóvember 2024 18:01 Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Fyrrum knattspyrnumaðurinn og núverandi knattspyrnusérfræðingurinn Danny Murphy telur að dómarinn David Coote munu aldrei aftur dæma í ensku úrvalsdeildinni. 12. nóvember 2024 18:17 Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Eftir að myndband af dómaranum David Coote þar sem hann kallar Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóra liðsins tussu, fór í dreifingu hafa stuðningsmenn Rauða hersins rifjað upp gömul atvik tengd dómaranum. 12. nóvember 2024 08:30 Mest lesið Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen Íslenski boltinn Gunnar náði vigt og er klár í bardagann Sport Alveg hættur í fýlu við Heimi Fótbolti Jóhann Berg kallaður inn í landsliðið Fótbolti Taldar mun meiri líkur á að Ísland falli niður í C-deild Fótbolti Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Fótbolti „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Körfubolti Skoraði í fyrsta landsleiknum Fótbolti Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Fótbolti Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Sjá meira
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Coote hafi verið á fullu við að skipuleggja partíið fyrir leikinn og meira að segja í hálfleik. Ensku dómarasamtökin, PGMOL, settu Coote í ótímabundið bann eftir að myndband þar sem hann fór ófögrum orðum um Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóra Liverpool, fór í dreifingu. Í kjölfarið birti The Sun myndband þar sem Coote virðist sjúga hvítt duft upp í nefið með peningaseðli. Myndbandið var frá því í sumar, þegar Coote var dómari á Evrópumótinu í Þýskalandi. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú sett Coote til hliðar. Coote ku hafa bókað hótelherbergi fyrir partíið rúmum hálftíma áður en leikur Spurs og City hófst. Hann sendi svo staðfestingu á bókuninni rétt fyrir upphafsflautið. Heimildarmaður The Sun sagðist svo einnig hafa fengið skilaboð frá Coote í hálfleik. Hann mætti þó ekki í partíið, Coote til mikillar gremju. Dómarinn fór meðal annars fram á að hann endurgreiddi honum bókunarkostnaðinn. Tottenham vann leikinn þar sem Coote var fjórði dómari, 2-1. Hann fór fram 30. október.
Enski boltinn Tengdar fréttir Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Howard Webb, yfirmaður dómara í enska fótboltanum, hefur viðurkennt það að myndbandsdómarar gerðu mistök í leik West Ham og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni fyrr í vetur. 13. nóvember 2024 18:01 Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Fyrrum knattspyrnumaðurinn og núverandi knattspyrnusérfræðingurinn Danny Murphy telur að dómarinn David Coote munu aldrei aftur dæma í ensku úrvalsdeildinni. 12. nóvember 2024 18:17 Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Eftir að myndband af dómaranum David Coote þar sem hann kallar Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóra liðsins tussu, fór í dreifingu hafa stuðningsmenn Rauða hersins rifjað upp gömul atvik tengd dómaranum. 12. nóvember 2024 08:30 Mest lesið Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen Íslenski boltinn Gunnar náði vigt og er klár í bardagann Sport Alveg hættur í fýlu við Heimi Fótbolti Jóhann Berg kallaður inn í landsliðið Fótbolti Taldar mun meiri líkur á að Ísland falli niður í C-deild Fótbolti Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Fótbolti „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Körfubolti Skoraði í fyrsta landsleiknum Fótbolti Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Fótbolti Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Sjá meira
Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Howard Webb, yfirmaður dómara í enska fótboltanum, hefur viðurkennt það að myndbandsdómarar gerðu mistök í leik West Ham og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni fyrr í vetur. 13. nóvember 2024 18:01
Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Fyrrum knattspyrnumaðurinn og núverandi knattspyrnusérfræðingurinn Danny Murphy telur að dómarinn David Coote munu aldrei aftur dæma í ensku úrvalsdeildinni. 12. nóvember 2024 18:17
Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Eftir að myndband af dómaranum David Coote þar sem hann kallar Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóra liðsins tussu, fór í dreifingu hafa stuðningsmenn Rauða hersins rifjað upp gömul atvik tengd dómaranum. 12. nóvember 2024 08:30