„Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2024 08:31 Michael Schumacher og Damon Hill öttu kappi í Formúlu 1 á 10. áratug síðustu aldar. getty/Pascal Rondeau Þrátt fyrir að vel til vina utan akstursbrautarinnar voru þeir Michael Schumacher og Damon Hill svarnir fjendur þegar keppni stóð yfir. Schumacher og Hill börðust um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 þrjú ár í röð á miðjum 10. áratug síðustu aldar. Schumacher varð heimsmeistari 1994 og 1995 en Hill 1996. Frægasta rimma þeirra var í lokakeppni tímabilsins 1994. Þeir lentu þá í árekstri og þurftu báðir að hætta keppni. Schumacher gat þó leyft sér að fagna eftir kappaksturinn því hann varð heimsmeistari, einu stigi á undan Hill. Englendingurinn segist hafa kunnað vel við Þjóðverjann utan brautarinnar en á meðan keppni stóð fauk vinskapurinn út um gluggann. „Okkur Michael kom vel saman en á brautinni hötuðum við hvorn annan. Það var ekkert annað í boði ef þú ætlaðir að verða heimsmeistari. Það var ekkert pláss fyrir vinahót,“ sagði Hill við BILD. „Þú verður að nýta þér alla veikleika andstæðingsins og hamra á því. Michael var sérfræðingur í sálfræðistríðinu. Hann lét mér líða eins og ég væri gagnslaus og hæfileikalaus. Hann sagði fjölmiðlum það líka. Og vegna þess að hann vann margar keppnir var engin ástæða til annars en að trúa honum.“ Hill keppti í Formúlu 1 á árunum 1992-99. Hann varð meistari með Williams 1996 og vann alls 22 keppnir á ferli sínum í Formúlu 1. Akstursíþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Schumacher og Hill börðust um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 þrjú ár í röð á miðjum 10. áratug síðustu aldar. Schumacher varð heimsmeistari 1994 og 1995 en Hill 1996. Frægasta rimma þeirra var í lokakeppni tímabilsins 1994. Þeir lentu þá í árekstri og þurftu báðir að hætta keppni. Schumacher gat þó leyft sér að fagna eftir kappaksturinn því hann varð heimsmeistari, einu stigi á undan Hill. Englendingurinn segist hafa kunnað vel við Þjóðverjann utan brautarinnar en á meðan keppni stóð fauk vinskapurinn út um gluggann. „Okkur Michael kom vel saman en á brautinni hötuðum við hvorn annan. Það var ekkert annað í boði ef þú ætlaðir að verða heimsmeistari. Það var ekkert pláss fyrir vinahót,“ sagði Hill við BILD. „Þú verður að nýta þér alla veikleika andstæðingsins og hamra á því. Michael var sérfræðingur í sálfræðistríðinu. Hann lét mér líða eins og ég væri gagnslaus og hæfileikalaus. Hann sagði fjölmiðlum það líka. Og vegna þess að hann vann margar keppnir var engin ástæða til annars en að trúa honum.“ Hill keppti í Formúlu 1 á árunum 1992-99. Hann varð meistari með Williams 1996 og vann alls 22 keppnir á ferli sínum í Formúlu 1.
Akstursíþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira