Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2024 11:02 Ef vel fer á morgun þá mætast Ísland og Wales í úrslitaleik um 2. sæti riðils þeirra í B-deild Þjóðadeildarinnar. Liðið sem endar þar fer í umspil um sæti í A-deild. vísir/Anton Nú er komið að síðustu tveimur leikjum Íslands í riðlakeppni Þjóðadeildar karla í fótbolta. Lokastaðan hefur mikil áhrif á undankeppni HM 2026 í Norður-Ameríku. Ísland er í B-deild Þjóðadeildarinnar og mætir Svartfjallalandi á morgun, og svo Wales í lokaumferðinni á þriðjudaginn. Tyrkland er efst í riðlinum með 10 stig, Wales er með 8, Ísland 4 og Svartfjallaland 0. Langmestar líkur eru taldar á því að Ísland endi í 3. sæti riðilsins, og fari í umspilsleiki í mars um að halda sér í B-deildinni. Svona metur We Global á Twitter líkurnar á lokastöðu í hverjum riðli í B-deild Þjóðadeildar. Þannig eru 85,6% líkur á að Ísland endi í 3. sæti og fari í fallumspil, en 8,7% líkur á að liðið fari í umspil um sæti í A-deild. Enn eru 5,7% líkur á að Ísland endi neðst í sínum riðli og falli.Twitter/@We_Global Vegna innbyrðis úrslita gegn Tyrkjum á Ísland ekki lengur neina möguleika á að ná efsta sæti. Með því að fá fleiri stig en Wales á morgun (Wales mætir Tyrklandi á útivelli) verður leikur Íslands við Wales úrslitaleikur um 2. sæti riðilsins. Ef Ísland tapar á morgun er hins vegar enn hætta á að liðið endi neðst í riðlinum. Þjóðadeild UEFA Leikið er í fjórum deildum; A, B, C og D, og er liðunum skipt í riðla innan deilda. Ísland er í B-deild, í riðli með Tyrklandi, Wales og Svartfjallalandi. Efsta liðið fer beint upp í A-deild. Ísland getur ekki lengur náð því. Næstefsta liðið fer í umspil við lið úr A-deild, um sæti í A-deild. Næstneðsta liðið fer í umspil við lið úr C-deild, um sæti í B-deild. Neðsta liðið fellur beint niður í C-deild. Hvar gæti Ísland spilað í mars? Ef að Ísland endar í 2. sæti en ekki því þriðja þarf liðið einnig að fara í umspil í mars, nema bara mikið skemmtilegra umspil við sterka þjóð um að komast upp í A-deild. Eini möguleikinn á að Ísland fari ekki í umspil er ef liðið missir Svartfjallaland upp fyrir sig og fellur beint niður í C-deild. Það eru því yfirgnæfandi líkur á að Ísland fari í umspil í mars. KSÍ er meðvitað um þá stöðu en hefur ekki gefið út hvernig tekist verði á við þetta, því ljóst er að ekki verður hægt að spila á Laugardalsvelli í mars. Ef Ísland endar í 3. sæti gæti mótherji í umspilinu orðið lið á borð við Slóvakíu eða Svíþjóð, Kósovó, Búlgaríu eða Færeyjar, en það á þó eftir að skýrast betur. Lendi Ísland í 2. sæti gæti liðið mætt liði á borð við Pólland, Belgíu, Serbíu eða Ungverjaland, í umspili í mars. Geta ekki komist í HM-umspil gegnum Þjóðadeildina Það hvort Ísland verður upptekið í umspili í mars ræður því hvort Ísland verður í fjögurra eða fimm liða riðli í undankeppni HM á næsta ári. Leikdagar á almanaki UEFA eru ekki nægilega margir til að lið sem fara í umspil Þjóðadeildar séu líka í fimm liða riðli í undankeppninni. Liðin sem leika í fimm liða riðlum í undankeppni HM spila leiki í lok mars og byrjun júní, en liðin í fjögurra liða riðlum (mjög líklega Ísland) byrja undankeppnina ekki fyrr en í september. Þá ætti að vera komið blandað gras og hægt að spila á Laugardalsvelli, en framkvæmdir standa þar yfir. Undankeppninni lýkur svo í nóvember. Sigurlið hvers riðils í undankeppninni kemst beint á HM en liðin í 2. sæti fara í umspil í mars 2026, um síðustu sætin á HM. Við það umspil bætast einnig fjögur bestu liðin sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni í þessum mánuði, en hafa ekki unnið sig inn á HM eða í umspilið í gegnum undankeppnina. Ísland á ekki lengur möguleika á að fara „Þjóðadeildarleiðina“ í umspilið því UEFA er með reglurnar þannig í þessu sambandi að „verðmætara“ er að vinna riðil í til dæmis D-deild en að lenda í 2. sæti riðils í B-deild. Dregið verður í riðla í undankeppni HM þann 13. desember. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Ísland er í B-deild Þjóðadeildarinnar og mætir Svartfjallalandi á morgun, og svo Wales í lokaumferðinni á þriðjudaginn. Tyrkland er efst í riðlinum með 10 stig, Wales er með 8, Ísland 4 og Svartfjallaland 0. Langmestar líkur eru taldar á því að Ísland endi í 3. sæti riðilsins, og fari í umspilsleiki í mars um að halda sér í B-deildinni. Svona metur We Global á Twitter líkurnar á lokastöðu í hverjum riðli í B-deild Þjóðadeildar. Þannig eru 85,6% líkur á að Ísland endi í 3. sæti og fari í fallumspil, en 8,7% líkur á að liðið fari í umspil um sæti í A-deild. Enn eru 5,7% líkur á að Ísland endi neðst í sínum riðli og falli.Twitter/@We_Global Vegna innbyrðis úrslita gegn Tyrkjum á Ísland ekki lengur neina möguleika á að ná efsta sæti. Með því að fá fleiri stig en Wales á morgun (Wales mætir Tyrklandi á útivelli) verður leikur Íslands við Wales úrslitaleikur um 2. sæti riðilsins. Ef Ísland tapar á morgun er hins vegar enn hætta á að liðið endi neðst í riðlinum. Þjóðadeild UEFA Leikið er í fjórum deildum; A, B, C og D, og er liðunum skipt í riðla innan deilda. Ísland er í B-deild, í riðli með Tyrklandi, Wales og Svartfjallalandi. Efsta liðið fer beint upp í A-deild. Ísland getur ekki lengur náð því. Næstefsta liðið fer í umspil við lið úr A-deild, um sæti í A-deild. Næstneðsta liðið fer í umspil við lið úr C-deild, um sæti í B-deild. Neðsta liðið fellur beint niður í C-deild. Hvar gæti Ísland spilað í mars? Ef að Ísland endar í 2. sæti en ekki því þriðja þarf liðið einnig að fara í umspil í mars, nema bara mikið skemmtilegra umspil við sterka þjóð um að komast upp í A-deild. Eini möguleikinn á að Ísland fari ekki í umspil er ef liðið missir Svartfjallaland upp fyrir sig og fellur beint niður í C-deild. Það eru því yfirgnæfandi líkur á að Ísland fari í umspil í mars. KSÍ er meðvitað um þá stöðu en hefur ekki gefið út hvernig tekist verði á við þetta, því ljóst er að ekki verður hægt að spila á Laugardalsvelli í mars. Ef Ísland endar í 3. sæti gæti mótherji í umspilinu orðið lið á borð við Slóvakíu eða Svíþjóð, Kósovó, Búlgaríu eða Færeyjar, en það á þó eftir að skýrast betur. Lendi Ísland í 2. sæti gæti liðið mætt liði á borð við Pólland, Belgíu, Serbíu eða Ungverjaland, í umspili í mars. Geta ekki komist í HM-umspil gegnum Þjóðadeildina Það hvort Ísland verður upptekið í umspili í mars ræður því hvort Ísland verður í fjögurra eða fimm liða riðli í undankeppni HM á næsta ári. Leikdagar á almanaki UEFA eru ekki nægilega margir til að lið sem fara í umspil Þjóðadeildar séu líka í fimm liða riðli í undankeppninni. Liðin sem leika í fimm liða riðlum í undankeppni HM spila leiki í lok mars og byrjun júní, en liðin í fjögurra liða riðlum (mjög líklega Ísland) byrja undankeppnina ekki fyrr en í september. Þá ætti að vera komið blandað gras og hægt að spila á Laugardalsvelli, en framkvæmdir standa þar yfir. Undankeppninni lýkur svo í nóvember. Sigurlið hvers riðils í undankeppninni kemst beint á HM en liðin í 2. sæti fara í umspil í mars 2026, um síðustu sætin á HM. Við það umspil bætast einnig fjögur bestu liðin sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni í þessum mánuði, en hafa ekki unnið sig inn á HM eða í umspilið í gegnum undankeppnina. Ísland á ekki lengur möguleika á að fara „Þjóðadeildarleiðina“ í umspilið því UEFA er með reglurnar þannig í þessu sambandi að „verðmætara“ er að vinna riðil í til dæmis D-deild en að lenda í 2. sæti riðils í B-deild. Dregið verður í riðla í undankeppni HM þann 13. desember. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild UEFA Leikið er í fjórum deildum; A, B, C og D, og er liðunum skipt í riðla innan deilda. Ísland er í B-deild, í riðli með Tyrklandi, Wales og Svartfjallalandi. Efsta liðið fer beint upp í A-deild. Ísland getur ekki lengur náð því. Næstefsta liðið fer í umspil við lið úr A-deild, um sæti í A-deild. Næstneðsta liðið fer í umspil við lið úr C-deild, um sæti í B-deild. Neðsta liðið fellur beint niður í C-deild.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn