Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir kemur inn í hópinn eftir nokkurt hlé. Hún lék síðast með landsliðinu í apríl í fyrra. Áslaug Munda hefur leikið sextán landsleiki.
Hún lék sjö leiki í deild og bikar með Breiðabliki í sumar og hefur leikið vel með skólaliði Harvard í vetur.
Guðný Árnadóttir, leikmaður Kristianstad, er fjarri góðu gamni vegna meiðsla.
Annars er fátt sem kemur á óvart í vali Þorsteins en hópinn má sjá hér fyrir neðan.
Íslenski hópurinn

Ísland mætir Kanada 29. nóvember og Danmörku 2. desember. Báðir leikirnir fara fram á Pinatar á Spáni.