Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken 15. nóvember 2024 21:42 Ayoze Pérez fagnar marki sínu í kvöld og þakkar Dani Olmo fyrir stoðsendinguna. Getty/Stuart Franklin Evrópumeistarar Spánverja unnu góðan sigur á Dönum á Parken í Kaupmannahöfn í Þjóðadeildinni í kvöld. Spænska liðið vann leikinn 2-1 og tryggði sér þar með sigurinn í riðlinum. Spánverjar hafa náð í þrettán stig af fimmtán mögulegum og eru með sex stigum meira en Danir sem eru í öðru sæti. Ayoze Pérez átti gott kvöld. Hann lagði upp fyrra markið fyrir Mikel Oyarzabal á 15. mínútu og skoraði síðan sjálfur á 58. mínútu eftir sendingu frá Dani Olmo. Pérez er 31 árs gamall leikmaður Villarreal sem spilaði fyrsta landsleik sinn á þessu ári. Hann hefur skorað sjö mörk í átta leikjum í La Liga og fylgdi því góða gengi eftir þegar hann fékk tækifærið í framlínunni í kvöld. Danir náði að minnka muninn sex mínútum fyrir leikslok þegar Gustav Isaksen skoraði en nær komust þeir ekki. Þjóðadeild karla í fótbolta
Evrópumeistarar Spánverja unnu góðan sigur á Dönum á Parken í Kaupmannahöfn í Þjóðadeildinni í kvöld. Spænska liðið vann leikinn 2-1 og tryggði sér þar með sigurinn í riðlinum. Spánverjar hafa náð í þrettán stig af fimmtán mögulegum og eru með sex stigum meira en Danir sem eru í öðru sæti. Ayoze Pérez átti gott kvöld. Hann lagði upp fyrra markið fyrir Mikel Oyarzabal á 15. mínútu og skoraði síðan sjálfur á 58. mínútu eftir sendingu frá Dani Olmo. Pérez er 31 árs gamall leikmaður Villarreal sem spilaði fyrsta landsleik sinn á þessu ári. Hann hefur skorað sjö mörk í átta leikjum í La Liga og fylgdi því góða gengi eftir þegar hann fékk tækifærið í framlínunni í kvöld. Danir náði að minnka muninn sex mínútum fyrir leikslok þegar Gustav Isaksen skoraði en nær komust þeir ekki.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti