Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2024 15:45 Orri Steinn Óskarsson skoraði sitt fimmta landsliðsmark í kvöld. Vísir/Getty Orri Óskarsson og Ísak Bergmann Jóhannesson tryggðu Íslandi 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi í Niksic í kvöld, í næstsíðustu umferð B-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Staðan var markalaus þar til að um það bil korter var eftir af leiknum en þá skoraði Orri fyrra markið, eftir skalla frá varamanninum Mikael Agli Ellertssyni. Annar varamaður, Ísak Bergmann Jóhannesson, innsiglaði sigurinn á 89. mínútu. Þar með er ljóst að Ísland getur ekki lengur endað í neðsta sæti riðilsins. Þar enda Svartfellingar og eru því fallnir niður í C-deild. Tyrkland er með 11 stig á toppi riðilsins, eftir markalaust jafntefli við Wales í kvöld. Wales er með 9 stig, Ísland 7 stig og Svartfjallaland enn án stiga. Ísland getur því með sigri gegn Wales á þriðjudaginn tekið 2. sæti af Walesverjum, og náð í farseðil í umspil um sæti í A-deildinni. Ef Ísland endar í 3. sæti þarf liðið að fara í umspil við lið úr C-deild, um að halda sæti sínu í B-deildinni. Hákon Rafn Valdimarsson var pottþéttur í marki Íslands í kvöld.Getty/Stefan Ivanovic Á fjórum leiktíðum í Þjóðadeildinni hafa Íslendingar unnið tvo leiki, og þeir hafa báðir verið gegn Svartfellingum. Sigurinn í kvöld var hins vegar afar torsóttur. Hákon og VAR komu í veg fyrir mark Verkefnið hefði líka orðið enn snúnara ef að mark Svartfjallalands á 23. mínútu hefði fengið að standa. Það var sem betur fer dæmt af vegna rangstöðu, eftir skoðun á myndbandi, og það verður líka að þakka Hákoni Rafni Valdimarssyni fyrir frábæra markvörslu í aðdragandanum. Sá var öruggur í kvöld. En Ísland fékk líka fín færi í fyrri hálfleiknum. Orri komst í hörkufæri eftir skyndisókn en skaut rétt framhjá, og Arnór Ingvi Traustason og Jóhann Berg Guðmundsson áttu líka hættulegar tilraunir. Aron Einar meiddist snemma Ísland varð fyrir ákveðnu áfalli eftir rúmlega korters leik, þegar fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli, og það má alveg setja spurningamerki við það að honum skyldi skellt strax í byrjunarliðið eftir að hafa svo lítið spilað á þessu ári. En þetta kom ekki að sök því annar leiðtogi, Guðlaugur Victor Pálsson kom í Arons stað og átti flottan leik. Varamennirnir gerðu gæfumuninn Seinni hálfleikur fór rólega af stað en það var helst að Orri næði að ógna fram á við. Það var alveg kominn tími á skiptingar þegar Åge Hareide hristi upp í hlutunum með því að setja Ísak og Mikael Egil inn á, og það svínvirkaði. Báðir voru mjög orkuríkir og hleyptu lífi í leikinn, og örfáum mínútum síðar skoraði Orri svo af stuttu færi eftir skalla frá Mikael. Svartfellingar áttu sinn besta kafla eftir þetta og komust í fín færi en Hákon Rafn varði það sem þurfti, og Ísak gerði svo út um leikinn með föstu skoti vinstra megin úr teignum, eftir undirbúning Orra og Andra Lucasar Guðjohnsen. Tveir dottnir út fyrir leikinn mikilvæga við Wales Sigurinn er afar kærkominn og leikurinn erfiði við Wales á þriðjudag er núna orðinn afar spennandi. Með sigri þar er Ísland öruggt um að falla ekki í C-deild, og færi í umspil við sterka þjóð úr A-deild í lok mars um að komast upp í A-deildina, með bestu þjóðum Evrópu. Í leiknum við Wales verður Ísland hins vegar að spjara sig án Loga Tómassonar, sem er kominn í leikbann eftir að hafa fengið gult spjald í fyrri hálfleiknum. Og þá er væntanlega útilokað að Aron Einar verði búinn að jafna sig af sínum meiðslum. Ísland og Wales gerðu 2-2 jafntefli í hörkuleik á Laugardalsvelli, þar sem íslenska liðið var stórkostlegt í seinni hálfleiknum og þá sérstaklega Logi. En möguleikinn er til staðar á að búa til afar skemmtilegt verkefni í mars, í stað þess að fara í leiðindaumspil við lið úr C-deild um að forðast fall. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta
Orri Óskarsson og Ísak Bergmann Jóhannesson tryggðu Íslandi 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi í Niksic í kvöld, í næstsíðustu umferð B-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Staðan var markalaus þar til að um það bil korter var eftir af leiknum en þá skoraði Orri fyrra markið, eftir skalla frá varamanninum Mikael Agli Ellertssyni. Annar varamaður, Ísak Bergmann Jóhannesson, innsiglaði sigurinn á 89. mínútu. Þar með er ljóst að Ísland getur ekki lengur endað í neðsta sæti riðilsins. Þar enda Svartfellingar og eru því fallnir niður í C-deild. Tyrkland er með 11 stig á toppi riðilsins, eftir markalaust jafntefli við Wales í kvöld. Wales er með 9 stig, Ísland 7 stig og Svartfjallaland enn án stiga. Ísland getur því með sigri gegn Wales á þriðjudaginn tekið 2. sæti af Walesverjum, og náð í farseðil í umspil um sæti í A-deildinni. Ef Ísland endar í 3. sæti þarf liðið að fara í umspil við lið úr C-deild, um að halda sæti sínu í B-deildinni. Hákon Rafn Valdimarsson var pottþéttur í marki Íslands í kvöld.Getty/Stefan Ivanovic Á fjórum leiktíðum í Þjóðadeildinni hafa Íslendingar unnið tvo leiki, og þeir hafa báðir verið gegn Svartfellingum. Sigurinn í kvöld var hins vegar afar torsóttur. Hákon og VAR komu í veg fyrir mark Verkefnið hefði líka orðið enn snúnara ef að mark Svartfjallalands á 23. mínútu hefði fengið að standa. Það var sem betur fer dæmt af vegna rangstöðu, eftir skoðun á myndbandi, og það verður líka að þakka Hákoni Rafni Valdimarssyni fyrir frábæra markvörslu í aðdragandanum. Sá var öruggur í kvöld. En Ísland fékk líka fín færi í fyrri hálfleiknum. Orri komst í hörkufæri eftir skyndisókn en skaut rétt framhjá, og Arnór Ingvi Traustason og Jóhann Berg Guðmundsson áttu líka hættulegar tilraunir. Aron Einar meiddist snemma Ísland varð fyrir ákveðnu áfalli eftir rúmlega korters leik, þegar fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli, og það má alveg setja spurningamerki við það að honum skyldi skellt strax í byrjunarliðið eftir að hafa svo lítið spilað á þessu ári. En þetta kom ekki að sök því annar leiðtogi, Guðlaugur Victor Pálsson kom í Arons stað og átti flottan leik. Varamennirnir gerðu gæfumuninn Seinni hálfleikur fór rólega af stað en það var helst að Orri næði að ógna fram á við. Það var alveg kominn tími á skiptingar þegar Åge Hareide hristi upp í hlutunum með því að setja Ísak og Mikael Egil inn á, og það svínvirkaði. Báðir voru mjög orkuríkir og hleyptu lífi í leikinn, og örfáum mínútum síðar skoraði Orri svo af stuttu færi eftir skalla frá Mikael. Svartfellingar áttu sinn besta kafla eftir þetta og komust í fín færi en Hákon Rafn varði það sem þurfti, og Ísak gerði svo út um leikinn með föstu skoti vinstra megin úr teignum, eftir undirbúning Orra og Andra Lucasar Guðjohnsen. Tveir dottnir út fyrir leikinn mikilvæga við Wales Sigurinn er afar kærkominn og leikurinn erfiði við Wales á þriðjudag er núna orðinn afar spennandi. Með sigri þar er Ísland öruggt um að falla ekki í C-deild, og færi í umspil við sterka þjóð úr A-deild í lok mars um að komast upp í A-deildina, með bestu þjóðum Evrópu. Í leiknum við Wales verður Ísland hins vegar að spjara sig án Loga Tómassonar, sem er kominn í leikbann eftir að hafa fengið gult spjald í fyrri hálfleiknum. Og þá er væntanlega útilokað að Aron Einar verði búinn að jafna sig af sínum meiðslum. Ísland og Wales gerðu 2-2 jafntefli í hörkuleik á Laugardalsvelli, þar sem íslenska liðið var stórkostlegt í seinni hálfleiknum og þá sérstaklega Logi. En möguleikinn er til staðar á að búa til afar skemmtilegt verkefni í mars, í stað þess að fara í leiðindaumspil við lið úr C-deild um að forðast fall.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti