Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2024 16:15 Aron Einar Gunnarsson er meðal allra leikjahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi og getur jafnað Rúnar Kristinsson á morgun, með því að spila sinn 104. A-landsleik. Birkir Bjarnason á þó metið í dag, eftir að hafa spilað 113 A-landsleiki. Getty/Will Palmer Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins í fótbolta og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn við Svartfellinga í Þjóðadeildinni á morgun. Aron spilaði sinn 103. A-landsleik fyrir ári síðan en hefur ekki verið með landsliðinu síðan þá. Hann vann sig hins vegar upp úr hásinarmeiðslum, lék með Þór á Akureyri í skamman tíma í sumar og fór svo aftur í atvinnumennsku til Al Gharafa í Katar. Þar má hann þó að sinni aðeins spila í Meistaradeild Asíu, en ekki í katörsku deildinni, og hefur leikið þar þrjá leiki. „Þegar ég fór í aðgerðina á hásin fyrir ári síðan þá var markmiðið klárt, að koma mér í landsliðið. Það plan er að ganga upp. Mér líður vel og er búinn að æfa af krafti,“ sagði Aron á blaðamannafundi KSÍ í dag. Klippa: Aron fyrirliði á nýjan leik „Auðvitað er þetta skrýtin staða. Kominn út og er bara að spila í Champions League, en það var það eina sem var í boði upp á það að geta spilað leiki. Standið er mjög gott, mér líður mjög vel,“ sagði Aron. Eftir að hafa unnið öll sín miklu afrek með landsliðinu sem miðjumaður þá er fyrirliðinn listaður sem varnarmaður í hópnum núna. Hann er þó tilbúinn í hvaða hlutverk sem er fyrir landsliðið. „Að vera hugsaður sem varnarmaður breytir engu fyrir mig. Þú veist alveg hvernig mér líður að spila fyrir landsliðið. Ég spila hvaða stöðu sem er, sem þjálfarinn velur mig í, og get leyst miðvarðastöðu og miðjuna. Það skiptir mig í rauninni engu máli. Það er bara gott að vera kominn til baka og geta gefið af mér. Miðlað minni reynslu úr landsliðsboltanum til þessara stráka sem hafa verið að gera vel síðasta árið, þegar ég hef ekki verið til staðar. Þetta snýst ekki um mig. Ég er kominn til að miðla minni reynslu og vonandi betrumbæta hluti sem hægt er að bæta. En miðað við það sem ég hef séð er mjög góður gangur í þessu. Menn eru að bæta sig og ég sé alveg muninn á því ári sem ég hef verið í burtu,“ segir Aron. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Aron spilaði sinn 103. A-landsleik fyrir ári síðan en hefur ekki verið með landsliðinu síðan þá. Hann vann sig hins vegar upp úr hásinarmeiðslum, lék með Þór á Akureyri í skamman tíma í sumar og fór svo aftur í atvinnumennsku til Al Gharafa í Katar. Þar má hann þó að sinni aðeins spila í Meistaradeild Asíu, en ekki í katörsku deildinni, og hefur leikið þar þrjá leiki. „Þegar ég fór í aðgerðina á hásin fyrir ári síðan þá var markmiðið klárt, að koma mér í landsliðið. Það plan er að ganga upp. Mér líður vel og er búinn að æfa af krafti,“ sagði Aron á blaðamannafundi KSÍ í dag. Klippa: Aron fyrirliði á nýjan leik „Auðvitað er þetta skrýtin staða. Kominn út og er bara að spila í Champions League, en það var það eina sem var í boði upp á það að geta spilað leiki. Standið er mjög gott, mér líður mjög vel,“ sagði Aron. Eftir að hafa unnið öll sín miklu afrek með landsliðinu sem miðjumaður þá er fyrirliðinn listaður sem varnarmaður í hópnum núna. Hann er þó tilbúinn í hvaða hlutverk sem er fyrir landsliðið. „Að vera hugsaður sem varnarmaður breytir engu fyrir mig. Þú veist alveg hvernig mér líður að spila fyrir landsliðið. Ég spila hvaða stöðu sem er, sem þjálfarinn velur mig í, og get leyst miðvarðastöðu og miðjuna. Það skiptir mig í rauninni engu máli. Það er bara gott að vera kominn til baka og geta gefið af mér. Miðlað minni reynslu úr landsliðsboltanum til þessara stráka sem hafa verið að gera vel síðasta árið, þegar ég hef ekki verið til staðar. Þetta snýst ekki um mig. Ég er kominn til að miðla minni reynslu og vonandi betrumbæta hluti sem hægt er að bæta. En miðað við það sem ég hef séð er mjög góður gangur í þessu. Menn eru að bæta sig og ég sé alveg muninn á því ári sem ég hef verið í burtu,“ segir Aron. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira