Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Aron Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2024 09:31 Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands Vísir/Getty Lið Svartfellinga hefur gefið föstu leikatriðum Íslands gaum fyrir leik liðanna í Niksic í Þjóðadeild UEFA í dag. Þjálfari liðsins segir liðsheild íslenska liðsins einn af styrkleikum þess. „Við erum ekki í þægilegri stöðu eftir úrslit undanfarinna leikja hjá okkur,“ segir Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands í viðtali við íþróttadeild en Svartfjallaland er enn án stiga í riðli B-deildarinnar. „Við töpuðum fyrri leiknum í Reykjavík og verðum að gera okkar allra besta til að snúa gengi liðsins við og ná sigri. Leikurinn verður erfiður.“ Á sama tíma hefur leikurinn mikla þýðingu fyrir Ísland sem verður að sækja stig og treysta á að Wales tapi stigum gegn Tyrklandi á útivelli. Slík úrslit myndu stilla upp hreinum úrslitaleik við Wales á þriðjudaginn kemur um umspilssæti í A-deild. Aðspurður um helstu ógnina við lið Íslands hafði Prosinecki hann þetta að segja: „Þetta er lið sem býr yfir miklum stöðugleika og vilja spila 4-4-2 leikkerfið. Liðsheildin hjá liðinu er góð og það er helsti styrkleiki Íslands. Við einbeitum okkur frekar að liðinu í heild sinni fremur en einst leikmönnum. Þá eru föstu leikatriðin ein af þeirra styrkleikum eins og þeir sýndu á móti okkur í Reykjavík. Þetta er lið sem hefur spilað lengi saman.“ Svartfellingar gefa föstu leikatriðum Íslands meiri gaum í aðdraganda leiksins en bæði mörk Íslands í fyrri leik liðanna komu úr föstum leikatriðum. „Þeir hafa sýnt það í leikjunum gegn okkur, sem og öðrum leikjum, að föstu leikatriðin eru einn þeirra helsti styrkleiki. Við höfum talað um þetta, greint þetta og höfum lagt extra mikið á okkur hvað varðar það að undirbúa okkur fyrir föstu leikatriði Íslands.“ Svartfellingar munu ekki geta treyst á sína helstu stjörnu gegn Íslandi. Fyrirliðinn Stevan Jovetic tekur út leikbann. „Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur, fyrirliði okkar. Við munum sakna hans. Það er ljóst,“ segir Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild karla í fótbolta Svartfjallaland Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins í fótbolta og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn við Svartfellinga í Þjóðadeildinni á morgun. 15. nóvember 2024 16:15 Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Svartfjallalands og Íslands í Þjóðadeild karla í fótbolta. 15. nóvember 2024 15:18 Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Stevan Jovetic, helsta stjarna Svartfjallalands í fótbolta verður ekki með í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeild UEFA á morgun. Jovetic tekur út leikbann í leiknum. 15. nóvember 2024 16:01 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Sjá meira
„Við erum ekki í þægilegri stöðu eftir úrslit undanfarinna leikja hjá okkur,“ segir Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands í viðtali við íþróttadeild en Svartfjallaland er enn án stiga í riðli B-deildarinnar. „Við töpuðum fyrri leiknum í Reykjavík og verðum að gera okkar allra besta til að snúa gengi liðsins við og ná sigri. Leikurinn verður erfiður.“ Á sama tíma hefur leikurinn mikla þýðingu fyrir Ísland sem verður að sækja stig og treysta á að Wales tapi stigum gegn Tyrklandi á útivelli. Slík úrslit myndu stilla upp hreinum úrslitaleik við Wales á þriðjudaginn kemur um umspilssæti í A-deild. Aðspurður um helstu ógnina við lið Íslands hafði Prosinecki hann þetta að segja: „Þetta er lið sem býr yfir miklum stöðugleika og vilja spila 4-4-2 leikkerfið. Liðsheildin hjá liðinu er góð og það er helsti styrkleiki Íslands. Við einbeitum okkur frekar að liðinu í heild sinni fremur en einst leikmönnum. Þá eru föstu leikatriðin ein af þeirra styrkleikum eins og þeir sýndu á móti okkur í Reykjavík. Þetta er lið sem hefur spilað lengi saman.“ Svartfellingar gefa föstu leikatriðum Íslands meiri gaum í aðdraganda leiksins en bæði mörk Íslands í fyrri leik liðanna komu úr föstum leikatriðum. „Þeir hafa sýnt það í leikjunum gegn okkur, sem og öðrum leikjum, að föstu leikatriðin eru einn þeirra helsti styrkleiki. Við höfum talað um þetta, greint þetta og höfum lagt extra mikið á okkur hvað varðar það að undirbúa okkur fyrir föstu leikatriði Íslands.“ Svartfellingar munu ekki geta treyst á sína helstu stjörnu gegn Íslandi. Fyrirliðinn Stevan Jovetic tekur út leikbann. „Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur, fyrirliði okkar. Við munum sakna hans. Það er ljóst,“ segir Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild karla í fótbolta Svartfjallaland Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins í fótbolta og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn við Svartfellinga í Þjóðadeildinni á morgun. 15. nóvember 2024 16:15 Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Svartfjallalands og Íslands í Þjóðadeild karla í fótbolta. 15. nóvember 2024 15:18 Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Stevan Jovetic, helsta stjarna Svartfjallalands í fótbolta verður ekki með í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeild UEFA á morgun. Jovetic tekur út leikbann í leiknum. 15. nóvember 2024 16:01 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Sjá meira
Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins í fótbolta og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn við Svartfellinga í Þjóðadeildinni á morgun. 15. nóvember 2024 16:15
Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Svartfjallalands og Íslands í Þjóðadeild karla í fótbolta. 15. nóvember 2024 15:18
Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Stevan Jovetic, helsta stjarna Svartfjallalands í fótbolta verður ekki með í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeild UEFA á morgun. Jovetic tekur út leikbann í leiknum. 15. nóvember 2024 16:01