„Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. nóvember 2024 19:44 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands. EPA-EFE/STRINGER Åge Hareide var ánægður með 2-0 sigur Íslands gegn Svartfjallalandi. Leikplanið sem hann lagði upp með var ekki framkvæmanlegt við erfiðar vallaraðstæður en liðið sýndi sótti sigur með dugnaði og baráttu í seinni hálfleik. Hann hefur ekki úr mörgum varnarmönnum að velja í næsta leik en ætlar að finna út úr því vandamáli á morgun. „Stundum er fótboltinn skrítinn. Við áttum meira skilið úr síðasta verkefni en aðeins eitt stig gegn Wales. Í dag spiluðum við alls ekki vel, en börðumst vel í seinni hálfleik og varamennirnir breyttu leiknum,“ sagði Åge eftir leik. „Við höfum verið að æfa vel og lítum vel út en síðan mættum við í erfiðar aðstæður í dag. Gátum ekki spilað eins og við vildum spila, þurftum að leita í langa bolta og unnum ekki oft seinni boltann. Svartfellingar voru aggressívir og það var vel gert hjá strákunum að taka þrjú stig úr þessum mikilvæga leik,“ hélt hann svo áfram. Mikilvægur sigur og úrslitaleikur framundan Sigurinn setur upp úrslitaleik fyrir Ísland gegn Wales næsta þriðjudag upp á annað sæti í Þjóðadeildarriðlinum. „Þetta var gríðarmikilvægur leikur fyrir okkur og gefur okkur tækifæri til að enda í öðru sæti. Við vitum að við getum veitt Wales leik og verðum að sýna það á útivelli núna.“ Óvissa með Aron og Logi í banni Åge mun þurfa að gera breytingar á liðinu í þeim leik. Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli og staðan á honum er óljós fyrir leikinn á þriðjudag. Víst er þó að Logi Tómasson verður ekki með þar sem hann fékk gult spjald í dag og mun taka út leikbann. „Leiðinlegt fyrir Aron því hann hefur litið vel út á æfingum alla vikuna. Hann veitir öðrum innblástur og það er það sem ég er að leita að. En Victor kom vel inn, hann er traustur og sterkur varnarmaður,“ sagði Åge og greindi frá því að hann væri ekki viss hvort Aron gæti tekið þátt í leiknum gegn Wales á þriðjudag. „Því miður missum við Loga út í næsta leik. Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun,“ sagði Åge að lokum. Viðtalið við Åge má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Næsti landsleikur Íslands verður gegn Wales ytra á þriðjudaginn. Útsending og upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 19:15. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
„Stundum er fótboltinn skrítinn. Við áttum meira skilið úr síðasta verkefni en aðeins eitt stig gegn Wales. Í dag spiluðum við alls ekki vel, en börðumst vel í seinni hálfleik og varamennirnir breyttu leiknum,“ sagði Åge eftir leik. „Við höfum verið að æfa vel og lítum vel út en síðan mættum við í erfiðar aðstæður í dag. Gátum ekki spilað eins og við vildum spila, þurftum að leita í langa bolta og unnum ekki oft seinni boltann. Svartfellingar voru aggressívir og það var vel gert hjá strákunum að taka þrjú stig úr þessum mikilvæga leik,“ hélt hann svo áfram. Mikilvægur sigur og úrslitaleikur framundan Sigurinn setur upp úrslitaleik fyrir Ísland gegn Wales næsta þriðjudag upp á annað sæti í Þjóðadeildarriðlinum. „Þetta var gríðarmikilvægur leikur fyrir okkur og gefur okkur tækifæri til að enda í öðru sæti. Við vitum að við getum veitt Wales leik og verðum að sýna það á útivelli núna.“ Óvissa með Aron og Logi í banni Åge mun þurfa að gera breytingar á liðinu í þeim leik. Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli og staðan á honum er óljós fyrir leikinn á þriðjudag. Víst er þó að Logi Tómasson verður ekki með þar sem hann fékk gult spjald í dag og mun taka út leikbann. „Leiðinlegt fyrir Aron því hann hefur litið vel út á æfingum alla vikuna. Hann veitir öðrum innblástur og það er það sem ég er að leita að. En Victor kom vel inn, hann er traustur og sterkur varnarmaður,“ sagði Åge og greindi frá því að hann væri ekki viss hvort Aron gæti tekið þátt í leiknum gegn Wales á þriðjudag. „Því miður missum við Loga út í næsta leik. Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun,“ sagði Åge að lokum. Viðtalið við Åge má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Næsti landsleikur Íslands verður gegn Wales ytra á þriðjudaginn. Útsending og upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 19:15.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti