Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. nóvember 2024 21:30 Hundrað sjálfboðaliðar lék slasaða. Isavia Umfangsmikil flugslysaæfing var haldin á Keflavíkurflugvelli í dag og voru þátttakendur um 500 talsins. Slíkar æfingar eru með stærstu hópslysaæfingum sem haldnar eru á Íslandi. Fram kemur í tilkynningu frá Isavia að stór flugslysaæfing sé haldin á þriggja til fjögurra ára fresti á hverjum flugvelli á Íslandi þar sem boðið er upp á áætlunarflug. Tvær til fjórar æfingar séu haldnar á ári hverju og allt í allt hafa Isavia og samstarfsaðilar þess haldið ríflega sjötíu flugslysaæfingar frá árinu 1996. Liður í æfingunni var að slökkva eld í flugvélarbúkseftirlíkingu.Isavia Á æfingunni var sett á svið flugslys þar sem flugvél með eld í hreyfli hlekkist á við lendingu og brotlenti með þeim afleiðingum að eldur braust út í vélinni. Kveikt var í bílflökum og þeim stillt upp til að líkja eftir flugvélarbúk. Þá voru eldfuglar á æfingasvæði slökkviliðs notaðir. Um 100 manns léku slasaða og voru þeir farðaðir eins og þeir væru með áverka til að líkja sem mest eftir raunverulegu slysi. Eins og fram kom tóku 500 manns þátt í æfingunni.Isavia „Æfingin gekk mjög vel og nú hefst vinna við að rýna viðbrögðin,“ er haft eftir Elvu Tryggvadóttur, verkefnastjóra neyðarviðbúnaðar hjá Isavia og æfingastjóra. Fram kemur í tilkynningunni að farið verði ítarlega yfir þau atriði sem gengu vel á þessari æfingu, en einnig þau sem betur mættu fara. Í ár hafa, auk æfingarinnar á KEF, verið haldnar flugslysaæfingar á flugvellinum í Grímsey, á Gjögurflugvelli og Hornafjarðarflugvelli.Isavia „Við viljum þakka öllum þeim fjölmörgu aðilum sem komu að æfingunni fyrir afskaplega gott samstarf,“ segir Elva. „Þessi samvinna er svo mikilvæg fyrir viðbúnað við hvers konar hópslysum sem kunna að verða. Þessar æfingar sýna okkur svart á hvítu hvað við erum að gera vel og hvað við getum bætt okkur í.“ Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Slökkvilið Björgunarsveitir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Isavia að stór flugslysaæfing sé haldin á þriggja til fjögurra ára fresti á hverjum flugvelli á Íslandi þar sem boðið er upp á áætlunarflug. Tvær til fjórar æfingar séu haldnar á ári hverju og allt í allt hafa Isavia og samstarfsaðilar þess haldið ríflega sjötíu flugslysaæfingar frá árinu 1996. Liður í æfingunni var að slökkva eld í flugvélarbúkseftirlíkingu.Isavia Á æfingunni var sett á svið flugslys þar sem flugvél með eld í hreyfli hlekkist á við lendingu og brotlenti með þeim afleiðingum að eldur braust út í vélinni. Kveikt var í bílflökum og þeim stillt upp til að líkja eftir flugvélarbúk. Þá voru eldfuglar á æfingasvæði slökkviliðs notaðir. Um 100 manns léku slasaða og voru þeir farðaðir eins og þeir væru með áverka til að líkja sem mest eftir raunverulegu slysi. Eins og fram kom tóku 500 manns þátt í æfingunni.Isavia „Æfingin gekk mjög vel og nú hefst vinna við að rýna viðbrögðin,“ er haft eftir Elvu Tryggvadóttur, verkefnastjóra neyðarviðbúnaðar hjá Isavia og æfingastjóra. Fram kemur í tilkynningunni að farið verði ítarlega yfir þau atriði sem gengu vel á þessari æfingu, en einnig þau sem betur mættu fara. Í ár hafa, auk æfingarinnar á KEF, verið haldnar flugslysaæfingar á flugvellinum í Grímsey, á Gjögurflugvelli og Hornafjarðarflugvelli.Isavia „Við viljum þakka öllum þeim fjölmörgu aðilum sem komu að æfingunni fyrir afskaplega gott samstarf,“ segir Elva. „Þessi samvinna er svo mikilvæg fyrir viðbúnað við hvers konar hópslysum sem kunna að verða. Þessar æfingar sýna okkur svart á hvítu hvað við erum að gera vel og hvað við getum bætt okkur í.“
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Slökkvilið Björgunarsveitir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira