„Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Smári Jökull Jónsson skrifar 18. nóvember 2024 07:00 Heimir Hallgrímsson mátti horfa upp á lærisveina sína tapa stórt á Wembley. Vísir Heimi Hallgrímssyni fannst ekki ástæða fyrir dómarann í leik Englands og Írlands að reka varnarmann Íra Liam Scales af velli. Hann sagði muninn á stöðu liðanna mikinn. Heimir Hallgrímsson horfði upp á lærisveina sína í írska landsliðinu í knattspyrnu tapa 5-0 gegn Englandi á Wembley í gær. Írar áttu í fullu tré við Englendinga í fyrri hálfleik og var augljóst á stórstjörnum enska liðsins að þeir voru pirraðir á gang mála. „Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað á Wembley. Það virðist hafa verið of mikið að spila tíu gegn ellefu. Það var þetta sex mínútna brjálæði, þar sem við fengum þrjú mörk á okkur, sem var gríðarlega erfitt,“ sagði Heimir í viðtali eftir leik. Írar misstu mann af velli á 51. mínútu og í kjölfarið fylgdu þrjú mörk Englendinga á sex mínútna kafla. „Það var hægt að sjá það á andlitum leikmanna og viðbrögðum þeirra að það var mikið áfall andlega. Líkamlega var erfitt að spila einum færri en andlega var það held ég enn erfiðara í dag.“ Klippa: Heimir Hallgrímsson eftir tapið gegn Englandi Heimir var á því að seinna gula spjaldið hefði verið harður dómur og að dómarinn hefði átt að láta vítaspyrnudóminn nægja. „Þú færð á þig víti. Mér fannst ekki nauðsynlegt að gefa gult spjald, þeir fengu vítið og það var plús fyrir þá. Ég þekki kannski ekki reglurnar, kannski er hann að ræna þeim augljósu marktækifæri. Þeir fá vítið en ég sé ekki ástæðu til að gefa annað gult.“ Sagði England ætla sér að verða heimsmeistara en Íra reyna að komast á mótið Heimir sagðist þó geta tekið eitthvað jákvætt úr fyrri hálfleiknum og sagði muninn á stöðu írska og enska liðsins vera mikinn. „Vonandi getum við tekið það jákvæða með okkur. Það er aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap. Samt sem áður þá getur frammistaðan úr fyrri hálfleik gefið okkur eitthvað.“ „11 gegn 11 vörðumst við vel og gáfum ekki mörg færi á okkur. Þar erum við í augnablikinu og munurinn á okkur er að England vill verða heimsmeistari á meðan við viljum reyna að komast á mótið. Það er munurinn núna.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Sjá meira
Heimir Hallgrímsson horfði upp á lærisveina sína í írska landsliðinu í knattspyrnu tapa 5-0 gegn Englandi á Wembley í gær. Írar áttu í fullu tré við Englendinga í fyrri hálfleik og var augljóst á stórstjörnum enska liðsins að þeir voru pirraðir á gang mála. „Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað á Wembley. Það virðist hafa verið of mikið að spila tíu gegn ellefu. Það var þetta sex mínútna brjálæði, þar sem við fengum þrjú mörk á okkur, sem var gríðarlega erfitt,“ sagði Heimir í viðtali eftir leik. Írar misstu mann af velli á 51. mínútu og í kjölfarið fylgdu þrjú mörk Englendinga á sex mínútna kafla. „Það var hægt að sjá það á andlitum leikmanna og viðbrögðum þeirra að það var mikið áfall andlega. Líkamlega var erfitt að spila einum færri en andlega var það held ég enn erfiðara í dag.“ Klippa: Heimir Hallgrímsson eftir tapið gegn Englandi Heimir var á því að seinna gula spjaldið hefði verið harður dómur og að dómarinn hefði átt að láta vítaspyrnudóminn nægja. „Þú færð á þig víti. Mér fannst ekki nauðsynlegt að gefa gult spjald, þeir fengu vítið og það var plús fyrir þá. Ég þekki kannski ekki reglurnar, kannski er hann að ræna þeim augljósu marktækifæri. Þeir fá vítið en ég sé ekki ástæðu til að gefa annað gult.“ Sagði England ætla sér að verða heimsmeistara en Íra reyna að komast á mótið Heimir sagðist þó geta tekið eitthvað jákvætt úr fyrri hálfleiknum og sagði muninn á stöðu írska og enska liðsins vera mikinn. „Vonandi getum við tekið það jákvæða með okkur. Það er aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap. Samt sem áður þá getur frammistaðan úr fyrri hálfleik gefið okkur eitthvað.“ „11 gegn 11 vörðumst við vel og gáfum ekki mörg færi á okkur. Þar erum við í augnablikinu og munurinn á okkur er að England vill verða heimsmeistari á meðan við viljum reyna að komast á mótið. Það er munurinn núna.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti